Fólkið okkar
EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið og metnaðarfullt fólk, sem skarar fram úr á sínum sviðum. Hjá okkur starfa ólíkir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, allt frá nýútskrifuðum starfsmönnum til reynslubolta með áratugareynslu í faginu. Það sem allir okkar starfsmenn eiga sameiginlegt er eldmóður og metnaður til að finna bestu mögulegu lausn verkefnanna.
EFLA leggur áherslu á að veita starfsmönnum sínum svigrúm til að þróast áfram í sínu starfi og sýna frumkvæði. Vinnutíminn er sveigjanlegur og fjölskylduvænn.