Útboðsgögn (tender documents)

Útboð
Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu 2019 – 2024.

Í verkinu felst tæming á sorp- og endurvinnsluílátum frá íbúðarhúsnæði og stofnunum ásamt flutningi á móttökustöð, leiga gáma á gámasvæði og tæming. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn fást frá og með miðvikudeginum 9. janúar 2019 hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið: utbodolfus2019@efla.is

Opnun tilboða fer fram mánudaginn 14. febrúar 2019, kl. 11:00 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. 


Access to the procurement documents and further information can be obtained at utboldolfus2019@efla.is