Skýrslur

Fyrirsagnalisti

5.6.2023 : Sjálfbærni- og ársskýrsla 2022

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU fyrir árið 2022 er komin út og m.a. má sjá árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact.

Sjá vefsvæði skýrslunnar.

Samfélagsskýrsla EFLU 2022.

1.2.2023 : Samfélagsskýrsla EFLU 2021

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2021 er komin út og m.a. má sjá árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact.

Sjá vefsvæði skýrslunnar.

EFLA´s Sustainability Report in English.

Samfélagsskýrsla EFLU 2021.

20.5.2021 : Samfélagsskýrsla EFLU 2020

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2020 er komin út og m.a. má sjá árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact.

Sjá vefsvæði skýrslunnar.

Samfélagsskýrsla EFLU 2020

10.6.2020 : Samfélagsskýrsla EFLU 2019

EFLA hefur gefið út samfélagsskýrslu fyrir árið 2019. Í skýrslunni má m.a. sjá árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact og hvernig EFLA tengir tíu viðmið sjálfbærnisáttmála við starfsemina. 

Einnig er hægt að skoða vefsvæði skýrslunnar.

Samfélagsskýrsla EFLU 2019

6.5.2019 : Samfélagsskýrsla EFLU 2018

Samfélagsskýrsla, Sjálfbærniskýrsla

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2018 hefur verið gefin út. Hin tíu viðmið sjálfbærnisáttmála Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, eru leiðarljós og grunnur sem EFLA styðst við.

Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact. 

Samfélagsskýrsla EFLU 2018

22.11.2018 : Samfélagsskýrsla EFLU 2017

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2017 hefur verið gefin út. Hin tíu viðmið sjálfbærnisáttmála Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, eru leiðarljós og grunnur sem EFLA styðst við. 

Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á árangur fyrirtækisins í samræmi við viðmið UN Global Compact. 

Samfélagsskýrsla EFLU 2017

12.10.2017 : Samfélagsskýrsla EFLU 2016

Samfélagsskýrsla, Sjálfbærniskýrsla, Global Compact

EFLA hefur gefið út samfélagsskýrslu félagsins fyrir árið 2016. Sem aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna gerir EFLA grein fyrir þeim viðmiðum sem hefur verið unnið að á sviði umhverfis- og samfélagslegra málefna. 

Skýrslan varpar ljósi á árangur fyrirtækisins, mælanleg umhverfismarkmið, verkefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð og lykiltölur umhverfisþátta í grænu bókhaldi eru birtar.

Samfélagsskýrsla 2016

15.6.2017 : Samfélagsskýrsla EFLU 2015

EFLA er aðili að  Global Compact og styður félagið við góð verk á sviði umhverfis- og samfélagslegra málefna, hvort heldur sem er í innri eða ytri starfsemi fyrirtækisins. Þátttakendur að sáttmálanum gefa út skýrslu árlega sem gerir grein fyrir þeim viðmiðunum sem hefur verið unnið að og hefur því fyrsta samfélagsskýrsla EFLU verið gefin út. 

Þar má finna upplýsingar um árangur og framgang fyrirtækisins, mælanleg umhverfismarkmið, verkefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð og birtar lykiltölur umhverfisþátta í grænu bókhaldi.

Samfélagsskýrsla EFLU 2015

3.3.2017 : Kostnaður heimila við raforkuöflun - Þróun orkuverðs og tekjumarka

Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þróun heildartekna af raforkuafhendingu til rafhitaðs heimilis sem notar 30.000 kWh/ári og 85% orkunnar fer til hitunar húsnæðis og jafnframt er sýndur kostnaður notandans.

Skýrslan í fullri lengd


8.8.2016 : Vísindagrein um sjálfbærnivísa

Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu „Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist „Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg.

Skýrslan í fullri lengd

3.5.2016 : Uppbygging aðstöðu fyrir ferðamenn

Ferðaþjónusta, klósett, salerni

Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og innviðir ferðaþjónustunnar afar mikilvægur þáttur í þjónustu við ferðamenn. Ein af meginstoðum ferðaþjónustu eru samgöngur á milli staða og aðgengi að vinsælum áfangastöðum.

Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem nauðsynlegt þykir að fjölga salernum fyrir ferðamenn til að geta með bættu móti tekið á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem búist er við á komandi árum.

Skýrsla 1

Skýrsla 2

Skýrsla 3 
 

20.2.2015 : Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi

Verkefnið Íslenskir þjóðstígar er verkefni sem unnið er af EFLU verkfræðistofu í sammvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Verkefnið er þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem unnið er af Gísla Rafni Guðmundssyni útskriftarnema í borgarhönnun við Háskólann í Lundi. Verkefnið hlaut tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015.

Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.

Skýrslan í fullri lengd

19.12.2014 : Greining á nothæfistíma og nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar

EFLA vann tvær skýrslur um nothæfistíma og nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar fyrir Isavia. 

Skýrslurnar fjalla annars vegar um nothæfisstuðul á grundvelli tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og hins vegar um áhrif flugbrautar 06/24 á nothæfistíma, þar sem metnar eru aðstæður til lendinga sem henta þörfum áætlunar- og sjúkraflug

Áhrif brauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunar- og sjúkraflug
Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar skv. viðmiði ICAO


15.6.2014 : Grænt bókhald EFLU 2014

EFLA hefur gefið út ársskýrslu 2014 um grænt bókhald.

Grænt bókhald 2014

12.4.2014 : Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem EFLA tekur saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem koma að vöktuninni. Norðurál og Elkem Ísland standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2021. 

Markmiðið með vöktuninni er að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemin á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga veldur. Eftirfarandi þættir voru vaktaðir: loftgæði (andrúmsloft og úrkoma), ferskvatn, lífríki sjávar (kræklingur), sjór við flæðigryfjur, gróður (gras, lauf og barr) og grasbítar (sauðfé og hross), auk þess sem vöktun hófst á sjávarseti.

Skýrslan í fulri lengd 

15.2.2014 : Hjólaleiðir á Íslandi

Markmið verkefnisins er að greina og meta hvað þarf til svo Ísland komist á kort EuroVelo verkefnisins sem er evrópskt samstarfsverkefni sem hýst er af Evrópsku hjólreiðasamtökunum. Lagt var mat á það hvort hjólaleið á Íslandi uppfylli kröfu EuoVelo til hjólaleiða og gagna aflað til að geta sótt um skráningu leiðar hjá samtökunum.

Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið var unnið af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu, þeim Evu Dís Þórðardóttur sem kemur frá Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni sem kemur frá Háskólanum í Lundi. Leiðbeinendur þeirra voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason starfsmenn EFLU.

Skýrslan í fullri lengd

20.6.2013 : Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets

Flutningskerfi raforku á Íslandi er að stórum hluta komið til ára sinna, sérstaklega kerfið utan suðvesturhorns landsins. Raforkukerfi annarra landshluta er tengt saman með byggðalínunni sem lögð var á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar og er því orðin rúmlega 30 ára gömul.

Skýrslan í fullri lengd 

15.6.2013 : Grænt bókhald EFLU 2013

EFLA hefur gefið út ársskýrslu 2013 um grænt bókhald.

Grænt bókhald 2013

15.6.2012 : Grænt bókhald EFLU 2012

EFLA hefur gefið út ársskýrslu 2012 um grænt bókhald.

Grænt bókhald 2012

Var efnið hjálplegt? Nei