Hjólaleiðir á Íslandi

15.2.2014

Markmið verkefnisins er að greina og meta hvað þarf til svo Ísland komist á kort EuroVelo verkefnisins sem er evrópskt samstarfsverkefni sem hýst er af Evrópsku hjólreiðasamtökunum. Lagt var mat á það hvort hjólaleið á Íslandi uppfylli kröfu EuoVelo til hjólaleiða og gagna aflað til að geta sótt um skráningu leiðar hjá samtökunum.

Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið var unnið af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu, þeim Evu Dís Þórðardóttur sem kemur frá Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni sem kemur frá Háskólanum í Lundi. Leiðbeinendur þeirra voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason starfsmenn EFLU.

Skýrslan í fullri lengd


Var efnið hjálplegt? Nei