Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga

12.4.2014

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem EFLA tekur saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem koma að vöktuninni. Norðurál og Elkem Ísland standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2021. 

Markmiðið með vöktuninni er að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemin á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga veldur. Eftirfarandi þættir voru vaktaðir: loftgæði (andrúmsloft og úrkoma), ferskvatn, lífríki sjávar (kræklingur), sjór við flæðigryfjur, gróður (gras, lauf og barr) og grasbítar (sauðfé og hross), auk þess sem vöktun hófst á sjávarseti.

Skýrslan í fulri lengd 


Var efnið hjálplegt? Nei