Byggingar
Fyrirsagnalisti

Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Verkefnið fólst í hönnun á 700 m2 þjóðgarðsmiðstöð með vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk og gestamóttöku með sýningarsal og veitingasölu á Hellissandi fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð.

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.

Hús íslenskunnar
Nýtt og glæsilegt mannvirki, Hús íslenskunnar, er að rísa við Arngrímsgötu í Reykjavík. EFLA sinnti hlutverki byggingarstjóra í verkefninu auk þess að sjá um hljóðvistarhönnun, bruna- og öryggishönnun og umhverfisráðgjöf í tengslum við BREEAM vistvottun.

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu. EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.

Gróska | Hugmyndahús - Bjargargötu 1
Um er að ræða byggingu sem hýsa mun skrifstofur, veitinga- og kaffihús og þjónustu auk frumkvöðlaseturs. Byggingin er á fjórum hæðum auk bílakjallara. Á fyrstu hæð byggingarinnar verður gert ráð fyrir þjónustustarfsemi en skrifstofustarfsemi á efri hæðum. Höfuðstöðvar CCP verða staðsettar á 3. hæð byggingarinnar.

Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.

Lyngháls 4
EFLA flutti í nýjar höfuðstöðvar að Lynghálsi 4 í nóvember 2018. Húsnæðið, sem er í eigu Grjótháls ehf., var mikið gert upp og byggt var við húsið. Stærð byggingar er um 7.200 m2 og er á hæðum þess m.a. opin skrifstofurými, fundarherbergi, ráðstefnusalur, matsalur, einbeitingarrými og móttaka.

Sundlaugar
EFLA hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum sundlaugum og
jarðböðum á Íslandi, bæði hvað varðar verkfræðihönnun nýrra sundlauga og
endurbætur eða viðhald eldri lauga.

Alþingi - viðbygging

Scott Monument | Edinborg
Eitt þekktasta kennileiti Skotlands, minnismerkið Scott Monument, stendur á áberandi stað í miðbæ Edinborgar og er afar fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður. KSLD | EFLA Lýsingarhönnun var valin til að hanna lýsingu fyrir þessa fallegu 170 ára gömlu byggingu sem eftir væri tekið.

BREEAM vottun á sjúkrahóteli nýs Landspítala
EFLA var hluti af Spital hópnum sem sá um skipulagsgerð og forhönnun nýs sjúkrahótels Landspítalans við Hringbraut. Hönnun hússins hefur verið vottuð samkvæmt alþjóðlega BREEAM umhverfisvottunarstaðlinum og hlaut húsið hæsta skor sem gefið hefur verið húsi hér á landi hingað til.

Fjölbýlishús og bílageymsla | Mánatún 3–17

Bláa lónið | Hótel og upplifunarsvæði
EFLA hefur í gegnum tíðina séð um margs konar verkfræðihönnun fyrir Bláa lónið í Svartsengi. Nýjasta verkefnið er heilsulind og upplifunarsvæði sem byggt er inn í hraunið vestur af núverandi lóni, veitingahús, móttaka og 60 herbergja lúxushótel.

Kísilverksmiðja PCC á Bakka
Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.
EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað.

Alvotech | Hátæknisetur í Vatnsmýri
Verkefnið fólst í hönnun á hátæknisetri Alvotech á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu. Stærð byggingarinnar er um 13.000 m2 . Húsið er allt í senn framleiðslu-, rannsóknar- og skrifstofuhúsnæði.
Um 4.000 m2 framleiðslurýmis eru svokölluð hreinrými, byggð samkvæmt ströngustu stöðlum. Gerðar voru miklar kröfur til gæða hússins.

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal
EFLA var fengin til að endurbæta lýsingu í þjóðveldisbænum sem staðsettur er í Þjórsárdalnum skammt frá Búrfellsvirkjun.
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er af mörgum talinn eitt best geymda leyndarmál Íslands en bærinn er tilgátuhús byggt á einu af stórbýlum þjóðveldisaldar. Þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Viðbygging
EFLA sá um fjölmarga þætti í viðbyggingu Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem er 1.950 m2 bygging og hýsir kennslustofur og matsal skólans. Viðbyggingin er á þremur hæðum.

Pir Syd, Gardermoen | Flugstöð
Pir Syd er bráðabirgðaflugstöð við Gardermoenflugvöll í Noregi og var hún tekin var í notkun í september 2012. EFLA var fengin til að hanna raflagnir byggingarinnar.

Sogn Studentsby | Námsmannaíbúðir í Osló
Verkefnið snérist um hönnun fimm nýrra íbúðatblokka fyrir stúdentagarðana Sogn Studentby í Osló, alls 234 íbúðir.

Kvikmyndaskóli Íslands
Breyting var gerð á húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands sem var upphaflega hannað sem verslunarmiðstöð. Byggingin var aðlöguð að þörfum Kvikmyndaskólans og útbúnar kennslustofur, fyrirlestrasalir, kvikmynda- og hljóðver, bíósalir, mötuneyti, skrifstofur og verkstæði.
EFLA sá um raflagnahönnun og brunahönnun byggingarinnar.

Háskólatorg og Gimli
EFLA sá um rafkerfahönnun og hönnun hússtjórnarkerfis í miðpunkti Háskóla Íslands, byggingunum sem kallast Háskólatorg og Gimli. Þangað koma flestir nemendur skólans m.a. til að sækja fyrirlestra, kaupa bækur í bóksölu eða sækja þjónustu starfsmanna skólans.

Sorphreinsistöð í Stavanger, Noregi | Forhönnun
Verkið fólst í forhönnun og gerð kostnaðaráætlana vegna sorphreinsistöðvar (10.400 m2) í Sola (nágrenni Stavanger) í Noregi. Byggingin skiptist í móttökusvæði, vinnslusali, hreinsisvæði og lager. Einnig er aðstaða fyrir starfsmenn og skrifstofur í þriggja hæða húsi sem er innan byggingarinnar.
Í bygginguna var grunnhannað rafkerfi, neysluvatnskerfi, frárennsliskerfi og hitakerfi.

Höfuðstöðvar Marel
Grunnflötur verksmiðjuhússins er 12.400 m2.

Samskip | Höfuðstöðvar og vörumiðstöð
Samskip byggði nýjar höfuðstöðvar og vörumiðstöð á athafnasvæði fyrirtækisins við Sundahöfn í Reykjavík, alls um 27.629 m2.
EFLA hafði heildarumsjón með verkefninu.

Byggingar við Nauthólsveg
Reykjavíkurborg ákvað að fara í endurbætur á húsnæði við Nauthólsvík í Reykjavík. EFLA veitti ráðgjöf í verkefninu sem fól meðal annars í sér burðarþols-, loftræsi-, lagna- og lýsingarhönnun.

Hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum
EFLA kom að byggingu 3.300 m2 hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum og sá um hönnun burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa, raflagna, öryggis- og brunavarna ásamt því að veita ráðgjöf um hljóðvist.

Ljósabrúin í Kópavogi | Lýsingarhönnun
Brúin yfir Fífuhvammsveg liggur yfir eina umferðarþyngstu götu landsins og er mjög áberandi. EFLA sá um lýsingarhönnun brúarinnar.

Lýsingarhönnun | Landsbankinn í Reykjanesbæ
EFLA sá um lýsingarhönnun fyrir útibú Landsbankans í Reykjanesbæ þegar innréttingar bankans voru endurhannaðar.
Lýsingarhönnun | Sýning í Laugardalshöll

Hafnarmannvirki í Nuuk
EFLA hannaði hafnarmannvirki sem er hluti af nýrri stórskipahöfn á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi. Verkefnið er unnið í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.
Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk ásamt byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingar, verkstæðis, pakkhúss, kæli- og frystihúss.

Uppsjávarfrystihús Eskju
Eskja hf. tók í notkun nýtt hátæknivætt uppsjávarfrystihús á Eskifirði. Húsið er 7000 m2 að stærð og eru allir vinnsluferlar sjálfvirkir. Myndgreining hráefnis ásamt snertilausum frystum tryggja hámarksgæði afurða.
EFLA sá um byggingarhönnun fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju.

Snæfellsstofa | Gestastofa á Skriðuklaustri
Gestastofan hýsir þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs með sýningar- og kennsluaðstöðu auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði.
Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið voru höfð í hávegum.

Kárahnjúkastífla
EFLA sá um lokahönnun á öllum steinsteyptum mannvirkjum í Kárahnjúkastíflu ásamt því að útbúa viðeigandi vinnuteikningar.

Ylgarður
Ylgarður er innigarður sem þægilegt er að nota allt árið. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað ylgarðsins.

Klafastaðir launaflsvirki
Mannvirkið er svokallað SVC virki þ.e. Static Var Compensator virki
sem er ætlað að jafna út spennusveiflur og auka þannig gæði
raforkunnar. Þetta er gert með spólum og þéttum. Stjórnun virkisins
byggir á aflrafeindatækni – þýristorum.
Þetta er 220 kV launaflsvirki sem er sjálfvirkt og á að halda spennunni á Klafastöðum innan eðlilegra marka, einnig þegar truflanir verða í 220 kV kerfinu. Launaflsvirkið getur þrepað sig á sviðinu -100/150 MVAr. Þetta er fyrsti hlutinn í 400/220 kV tengivirki sem mun rísa þarna í framtíðinni.

Unnargrund í Garðabæ | Raðhús
EFLA sá um verkfræðihönnun á raðhúsahverfi í Garðabæ sem inniheldur 25 raðhús og er hvert um sig 150 m2.

Hljóðhönnun | Höfðatorg
EFLA hafði umsjón með alhliða hljóðhönnun í nýbyggingu Höfðatorgs, skrifstofuhúsnæðis Reykjavíkurborgar. Byggingin hefur að geyma mikið af stórum opnum skrifstofurýmum, fundarherbergjum, matsal og móttöku á fyrstu hæð.

Hávaðakortlagning 2012–2017
Hávaðakortlagning vegna reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og tilskipunar 2002/49/EB var framkvæmd fyrir Vegagerðina og ýmis sveitarfélög.

Raufarhólshellir | Uppbygging
Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt ásamt öllum veitum fyrir það ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í hellinum.

Isavia | Mat á ræstingum
Isavia ákvað að bjóða út ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt staðlinum INSTA 800 og varð annað fyrirtækið á Íslandi til að fylgja þeim staðli við mat á gæðum ræstingar. Isavia leitaði til EFLU um ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem uppfylltu kröfur staðalsins.

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri
Verkefnið fólst í hönnun skólphreinsistöðvar til úboðs ásamt mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ráðgjöf varðandi leyfismál og mat á viðtaka.

Urriðaholt | Garðabær
Um er að ræða uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Urriðaholti í Garðabæ þar sem EFLA hefur séð um hönnun gatna, stíga, fráveitukerfis, grænna ofanvatnslausna og gatnalýsingu ásamt gerð lóðarblaða.
Mikil áhersla er lögð á ofanvatnslausnir en þær eru hannaðar af EFLU ásamt Landslagi.

Æfingarými fyrir Sigur Rós
EFLA verkfræðistofa kom að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigur Rós en sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins.

Þeistareykjavirkjun
EFLA sá um eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum nýrrar 90 MWe jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar ásamt því að sjá um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum og fjarskiptakerfi.