Alþingi - viðbygging
Alþingi, Ríkið, Hús alþingis
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Alþingi
Verktími
2017-2023
Staðsetning
Reykjavík
Tengiliður
Um hvað snýst verkefnið
Haldin var arkitektasamkeppni árið 2016 um hönnun nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Alþingi. Studio Granda vann samkeppnina og í kjölfarið var samið við þau um arkitektahönnun byggingarinnar og EFLU varðandi verkfræðihönnun.
Byggingin er rúmlega 6.000m2 og mun rísa á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, gegnt Ráðhúsi Reykjavíkur, á sama reit og þar sem Alþingishúsið er. Nýbyggingin mun tengjast skála og húsum við Kirkjustræti með tengigangi sem verður ofanjarðar. Meðal rýma í byggingunni eru hefðbundin skrifstofurými, fundarherbergi, stoðrými, fundarsalir fyrir nefndarstörf Alþingis, ráðstefnusalur, matsalur og eldhús. Byggingin er fimm hæðir ásamt bílakjallara sem tengist núverandi bílakjallara Alþingis.
EFLA sér um alla verkfræðiráðgjöf og vinnur í nánu samstarfi við arkitekta hússins. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni og verður húsið einnig vottað samkvæmt vistvottunarkerfinu BREEAM. Þá var vistferilsgreining gerð til að athuga umhverfisáhrif byggingarinnar yfir líftímannog einnig reiknaður líftímakostnaður hennar. Hvoru tveggja styður við þegar taka þarf upplýstar ákvarðanir um val á lausnum með tilliti til heildarlíftíma byggingarinnar.
Hlutverk EFLU
- Verkefnastjórnun
- Hönnun verkfræðifaga
- Umhverfisráðgjöf
- Kostnaðarráðgjöf
- Framkvæmdaráðgjöf
Umhverfismál
Lögð er áhersla á umhverfisvænar lausnir í hönnun og framkvæmd. Gerðar eru lífsferilsgreiningar á byggingunni með tilliti til kostnaðar og umhverfisáhrifa.
Byggingin verður vottuð samkvæmt BREEAM vistvottunarkerfinu.
Verkþættir
Ávinningur verkefnis
Í dag er hluti starfsemi Alþingis í leiguhúsnæði sem er staðsett víða um nágrenni þess. Með nýbyggingunni verður starfsemin öll á einum stað sem breytir miklu fyrir Alþingi, starfsemina og starfsfólk þess.
Nýbyggingin rís á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Mynd: Studio Granda.