Byggingar

Fjölbýlishús og bílageymsla | Mánatún 3–17

EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf vegna byggingar fjölbýlishúsa og bílageymslu að Mánatúni 3-17.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
ÍAV og Mánatún sf.

Verktími
2005-2008 og 2012-2015

Staðsetning
Reykjavík

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Fjölbýlishúsin að Mánatúni eru annars vegar Mánatún 3-5, sem er 59 íbúða hús á 6-9 hæðum, auk 1-2ja hæða kjallara með geymslum og er byggingin um 9.000 m2. Hins vegar er Mánatún 7-17, sem er 89 íbúða hús á 6-10 hæðum, auk kjallara og er húsið um 14.300 m2.

Bílageymsla er á tveimur hæðum og er með um 305 stæði, alls um 9.000 m2. Ofan á bílageymslunni er útigarður.

Aðkoma EFLU að verkefninu var með fjölbreyttum hætti:

Burðarvirki

Burðarvirki bílahúss er staðsteyptir veggir og súlur. Þakplata er eftirspennt í báðar áttir, eftirspenntir bitar í aðalburðarstefnu og platan sjálf er spennt þvert á burðarbita. 

Fjölbýlishúsin eru staðsteypt, undirstöður, plötur, veggir, súlur og bitar. Svalir og hluti af stigum eru forsteypt, gólfplötur voru að hluta gerðar með forsteyptum Filgran einingum. Húsin eru einangruð að utan og klædd með málm- og timburklæðningum. Þakplötur staðsteyptar með vatnsvarnarlagi, einangrun og fargi ofan á.

Rafkerfi

EFLA hannaði rafkerfi bygginganna ásamt öryggis- og myndavélakerfum, aðgangsstýringum, lýsingu og lóðarlýsingu ásamt brunaviðvörunarkerfi. 

Verkkaupi gerði miklar kröfur til gæða og fjölbreytileika kerfa. Varaaflsstöð knýr brunalyftur við straumrof og brunaviðvörun, en EFLA hannaði stjórnkerfið fyrir neyðarkeyrslu lyftu.

Hljóðvist

Valin var gerð og uppbygging hljóðdeyfigólfa, uppbygging glerja og gerð hljóðdeyfðra loftrása. Þá var hugað að hljóðvist frá margskonar tæknibúnaði, t.d. lyftu, loftræsingu og lögnum, og ráðleggingar veittar varðandi hljómburð í sameignum fjölbýlishússins og miðrýmum stórra íbúða. 

Einnig var hávaði í umhverfi fjölbýlishússins kortlagður í SoundPLAN, þ.e. umferðarhávaði, útbreiðsla hávaða frá þakblásurum og útbreiðsla hávaða milli fjölbýlishúsanna. Einnig var hugað að hávaða frá bílgeymslu, þ.e. vegstæði, niðurföllum, hurðaropnara o.fl.

Brunamál

Brunavarnir bygginganna voru hannaðar með hjálp áhættugreininga til að meta bestu útfærslu þeirra. 

Í byggingunum var lagt upp með hátt öryggisstig, þar sem samtengt brunaviðvörunarkrerfi er í öllum íbúðum, og sérstaklega hugað að aðkomumöguleikum slökkviliðs með slökkviliðslyftum og stigleiðslum.

Lagnir og loftræsing

EFLA hannaði öll lagna- og loftræsikerfi bygginganna. Mikil áhersla var lögð á gæði og endingu kerfanna með tilliti til útfærslu og stýringa. 

Byggingarnar að Mánatúni 7-17 voru hannaðar með innblæstri og útsogi en þetta eru fyrstu byggingar af þessari gerð sem eru með innblæstri.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun burðarvirkja
  • Hönnun lagna og loftræsingar
  • Hönnun rafkerfa
  • Hönnun brunavarna
  • Ráðgjöf um hljóðvist

Var efnið hjálplegt? Nei