Byggingar

Innan handar

Fjarráðgjöf, Símtal, Samtal

Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta fengið ráðgjöf, í síma eða með myndsamtali, frá sérfræðingum EFLU. Veitt er ráðgjöf um flestallt sem tengist framkvæmdum og viðhaldi á íbúðarhúsnæði og ráðlagt um fyrstu skref.

Tengiliðir

Við erum þér innan handar

Þegar farið er af stað í viðgerðir, breytingar á húsnæði eða aðrar framkvæmdir á heimilinu getur reynst gagnlegt að leita ráðgjafar áður en haldið er af stað. Með þjónustunni er hægt að fá ráðleggingar með einföldum og fljótlegum hætti og spyrja spurninga sem gott er að fá svör við. 

Meðal þess sem við veitum ráðleggingar um er

 • Viðhald húsnæðis og viðgerðir t.d. vegna rakaskemmda, myglu, steypu, þaka og trévirkja (tökum þó ekki að okkur ástandsskoðanir á fasteignum í söluferli)
 • Hljóðráðgjöf til að minnka bergmál og glymjanda á heimilum
 • Garðar og umhirða trjáa, moltugerð, hellulagnir og jarðvegsskipti
 • Breytingar á húsnæði varðandi veggi, hurðir, glugga og kvisti
 • Breytingar á raflögnum, pípulögnum og fráveitumál
 • Rafhleðslustöðvar og rafbílastæði 
 • Lýsingarmál eða lýsingarhönnun

Hvernig fer ráðgjöfin fram?

Þú pantar samtal við ráðgjafa með því að fylla út upplýsingar í rafrænt eyðublað og pantar samtal. Þar tekur þú fram hvers konar ráðgjöf þig vantar, setur inn myndir eða önnur skjöl (ef það á við) og gefur upp hvaða dag og tíma (virkir dagar milli kl 8-17) þú óskar eftir símtali. 

Við viljum gjarnan heyra í þér í myndsímtali í gegnum FaceTime, GoogleDuo eða Teams. Með þeim hætti geta ráðgjafar okkar séð (upp að vissu marki) þær aðstæður sem þig vantar ráðgjöf um. Auðvitað getum við líka spjallað við þig í hefðbundnu símtali. Þú velur þá leið sem hentar þér best og skráir í eyðublaðið "panta samtal" (sem þú sérð neðst á síðunni).

Góður undirbúningur lykilatriði

Það getur skipt sköpum að undirbúningur framkvæmda sé góður og þá getur verið gagnlegt að fá faglega ráðgjöf um álitaefni. Slíkt getur skilað sér í lægri kostnaði, auknum gæðum framkvæmda og skilvirkari vinnubrögðum.

Allir vinna!

Út árið 2020 er virðisaukaskattur endurgreiddur af allri vinnu sem tengist viðhaldi húsnæðis þar með talið ráðgjafarkostnað. 

Hægt er að sækja um endurgreiðsluna á vef RSK.

Hvað kostar ráðgjöfin?

Upphafsgjald þjónustunnar, sem fer fram í gegnum símtal eða myndsamtal, m.v. allt að 15 mín. samtal er 8.000 kr m.vsk. Eftir það tekur gjaldið mið af þeim tíma sem fer í ráðgjöfina út eftirfarandi gjaldskrá:

Gjaldskrá - Samtal  Verð án vskVerð m.vsk 
Upphafsgjald 15 mín.  6.452 kr8.000 kr
16-30 mín.  9.677 kr12.000 kr
31-45 mín.  14.516 kr18.000 kr
46-60 mín.  19.355 kr24.000 kr

Hvernig borga ég fyrir ráðgjöfina?

Eftir að símtalinu lýkur sendum við þér hlekk á örugga greiðslusíðu þar sem þú getur gengið frá greiðslunni með kreditkorti eða með því að leggja inn á bankareikning. 

Algeng úrlausnarefni sem við veitum ráðgjöf um

 • Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar verktakaþjónusta er keypt?
 • Gluggarnir mínir eru orðnir lúnir, þarf ég að skipta um allan gluggann eða er nóg að skipta bara um rúðuna?
 • Ég er að helluleggja heima hjá mér, hversu þykkt þarf sandlagið að vera undir hellulögninni?
 • Mig grunar að það sé mygla á heimilinu mínu, hvernig er best að snúa sér í því?
 • Hverju þarf ég að huga að á heimilinu ef ég ætla að setja upp rafhleðslustöð fyrir rafbílinn?
 • Mig langar að opna inn í stofuna heima hjá mér, er mikið mál að fjarlægja einn vegg?
 • Stórt tré skyggir mjög á garðinn, er mikið mál að fjarlægja það?
 • Mig langar að gera sólpall, hvernig undirstöður þarf og verð ég að fá einhver leyfi?
 • Það er svo mikið bergmál heima hjá mér. Hvernig get ég minnkað hávaða og glymjanda?

Viltu vita meira?

Þú getur pantað ráðgjafarsímtal frá okkur. Smelltu á eyðublaðið og við verðum í bandi.

Panta samtal

Skilmálar vegna EFLU - Innan handar


Var efnið hjálplegt? Nei