Byggingar

Sundlaugar

EFLA hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum sundlaugum og jarðböðum á Íslandi, bæði hvað varðar verkfræðihönnun nýrra sundlauga og endurbætur eða viðhald eldri lauga.

Tengiliðir


Viðfangsefnin eru af ýmsum stærðargráðum, stór sem smá, en við leggjum mikla áherslu á hagkvæmar lausnir með tillit til rekstarkostnaðar og orkunýtingar. Þannig höfum við komið að byggingarhönnun, burðarþoli, loftræsi- og lagnakerfum, dælu- og hreinsikerfum, framkvæmdaeftirliti, bruna- og öryggismálum og verkefnastjórnun.

Verkefni á sviði sundlauga sem EFLA hefur unnið eru meðal annars:

Sundlaug Akureyrar

Verkefnið samanstendur af tvöfaldri 15 m hárri rennibraut, breiðri barnarennibraut, lendingarlaug, köldum potti og sambyggðum foss- og nuddpotti ásamt hreinsi- og frárennslikerfum. Turn fyrir nýja rennibraut er loftræstur og upphitaður, og upphitun núverandi vaktturns endurbætt. Snjóbræðslukerfi endurnýjað og stækkað. Hönnun stoðveggs og timburgirðingar á lóðamörkum. 

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Dalvíkur

Endurnýjun yfirborðsefna sundlaugar og potta. Endurnýjun tækjabúnaðar, inn- og útstreymi og lagnir aðlagaðar. Hönnun undirstaða og lagna fyrir tvöfölda 7 m háa rennibraut. Hönnun hreinsikerfis, salt-, klór- og sýrustigsbúnaðar.

Sundlaug Dalvíkur

Sundlaugin á Blönduósi 

Verkefnið felur í sér hönnun, viðbyggingar við íþróttahús, heitra potta, vað- og sundlaugar, lagnakjallara, tveggja 6 m hárra rennibrauta. Hönnun loftræsi- og allra lagnakerfa þar með talið hreinsikerfa, salt-klór- og sýrustigsbúnaðar.

Sundlaugin á Blönduós

Sundlaugin á Hrafnagili 

Verkefnið fól í sér endurnýjun á baðklefum. Hönnun heitra potta, vað- og sundlaugar, eimbaðs, loftræsi- og allra lagnakerfa þar með talið sundlaugarkerfi með hreinsikerfi, klór- og sýrustigsstýringu. Hönnun undirstaða og lagna fyrir rennibraut.

Sundlaugin Hrafnagili

Sundlaugin á Laugum Þingeyjarsveit 

Um var að ræða endurnýjun á suðurgafli íþróttahúss og baðklefum. Hönnun heitra potta, vað- og sundlaugar, lagnakjallara, loftræsi- og allra lagnakerfa þar með talið sundlaugarkerfi með hreinsikerfi, klór- og sýrustigsstýringu.

Sundlaugin á Laugum

Sundlaugin á Þelamörk 

Endurnýjun á sundlaug. Hönnun heitra potta, eimbaðs og tækjahús, loftræsi- og allra lagnakerfa þar með talið sundlaugarkerfi með hitakerfi, hreinsikerfi, klór- og sýrustigsstýringu. Landmótun og frágangur yfirborðs og lóðar.

Sundlaugin Þelamörk

Sundlaugin í Selárdal 

Verkefnið fól í sér hönnun tækjahúss, heits potts,  loftræsi- og allra lagnakerfa þar með talið sundlaugarkerfi með hitakerfi, hreinsikerfi, klór- og sýrustigsstýringu. Landmótun og frágangur yfirborðs og lóðar.

Sundlaugin-Selardal

Laugar - sund og heilsumiðstöð

Hönnun allra rafkerfa, hönnun keppnislýsingar, hönnun sérkerfa þ.e. öryggiskerfa, ljósastýringakerfa, myndavélakerfa, hljóðkerfa, aðgangsstýrikerfa, tölvulagnakerfa ásamt gerð útboðsgagna og eftirliti með rafkerfum á verktímanum. EFLA sá einnig um hönnun hússtjórnarkerfis ásamt innkeyrslu og prófunum á kerfum.

Laugardalslaug_1

Ásvallalaug Hafnarfirði

EFLA tók þátt í byggingar- og verkfræðihönnun sundlaugarinnar og sá um hönnun sundlaugarkerfis þ.m.t. dælu, hitunar og hreinsikerfi. Sérstök áhersla var lögð á orkusparandi kerfi í búnaði til að stuðla að lægri rekstrarkostnaði.  

Ásvallalaug



Var efnið hjálplegt? Nei