Ferðaþjónusta

Fyrirsagnalisti

Útivistarsvæði við Esju. EFLA ráðgjöf. Yfirlitsmynd.

Útivistarsvæði við Esju

EFLA hefur séð um margvíslega ráðgjöf varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, t.d. lagfæringar á gönguleiðum, stækkun útivistarsvæðis og kortagerð.

Stapavík - útsýnispallur - hönnun EFLA

Stapavík | Útsýnispallur

EFLA sá um hönnun útsýnispalls og öryggisgirðingar við Stapavík á Fljótsdalshéraði. Verkefnið var unnið í samvinnu við sveitarfélagið sem hlaut styrk til framkvæmdarinnar úr uppbyggingarsjóði ferðamannastaða.

Vök Baths - Verkfræðihönnun EFLA

Vök Baths | Náttúrulaugar

EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.

Útsýnispallur á Bolafjalli

Útsýnispallur á Bolafjalli

Verkefnið felst í hönnun útsýnispalls á Bolafjalli við Bolungarvík. Stefnt er á að pallurinn verði sterkur ferðamannasegull þar sem hægt verður að njóta stórbrotins útsýnis yfir Ísafjarðardjúpið. EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf í verkefninu.

Hafrahvammsgljúfur - útsýnispallur - hönnun EFLA

Hafrahvammagljúfur | Útsýnispallur

EFLA var fengin til að hanna útsýnispall og stiga við Hafrahvammagljúfur á Austurlandi. Framkvæmdin fékk styrk úr uppbyggingarsjóði ferðamanna.

Ferðamannastaðir og EFLA

Jafnvægisás ferðamála

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið ákvað árið 2017 að að ráðast í umfangsmikið verkefni þar sem lagt er mat á álag á íslenskt samfélag, efnahag, innviði og umhverfi vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. 


Verkefninu var stýrt af Stjórnstöð ferðamála og EFLU. Greiningarvinna og skýrslugerð var í höndum EFLU í samstarfi við TRC Tourism (TRC) frá Nýja Sjálandi og Recreation and Tourism Science (RTS) frá Bandaríkjunum.

Scott Monument

Scott Monument | Edinborg

Eitt þekktasta kennileiti Skotlands, minnismerkið Scott Monument, stendur á áberandi stað í miðbæ Edinborgar og er afar fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður. KSLD | EFLA Lýsingarhönnun var valin til að hanna lýsingu fyrir þessa fallegu 170 ára gömlu byggingu sem eftir væri tekið. 

Vatnsdalshólar

Vatnsdalshólar | Talning hóla

Vatnsdalshólar hafa til þessa verið álitnir óteljandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að telja hólana með því að nota nýjustu tækni og greiningarmöguleika í landupplýsingakerfum. 

Þjóðveldisbærinn Stöng - lýsingarhönnun

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

EFLA var fengin til að endurbæta lýsingu í þjóðveldisbænum sem staðsettur er í Þjórsárdalnum skammt frá Búrfellsvirkjun. 


Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er af mörgum talinn eitt best geymda leyndarmál Íslands en bærinn er tilgátuhús byggt á einu af stórbýlum þjóðveldisaldar. Þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Útsýnispallar við ferðamannastaði

Á síðustu misserum hafa útsýnis- og göngupallar risið við vinsæla ferðamannastaði á landinu. EFLA hefur komið að hönnun fjölmargra þeirra í samstarfi við arkitektastofur.


Tilgangurinn með útsýnispöllunum er að bæta öryggi ferðamanna og minnka ágang á náttúruna. Síðast en ekki síst má njóta enn betra útsýnis yfir náttúruperlur. 

Reykjavík lysedesign 2

Lýsingarhönnun | Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs oger haldin árlega í Reykjavík. EFLA fékk það skemmtilega verkefni að vekja til lífs hinar ýmsu styttur bæjarins og gæða þær lífi með ljósi og hljóði. 
Loftmynd af Geysi

Kortlagning Geysissvæðisins

EFLA var fengin til að kortleggja 2,5 km2 á Geysissvæðinu í Haukadal. Nýta átti gögnin meðal annars við skipulagningu og hönnun svæðisins.

Snæfellsstofa - BREEAM

Snæfellsstofa | Gestastofa á Skriðuklaustri

Gestastofan hýsir þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs með sýningar- og kennsluaðstöðu auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði.


Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið voru höfð í hávegum.

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir | Uppbygging

Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt ásamt öllum veitum fyrir það ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í hellinum.

Ferðamannastaðir á Íslandi

Uppbygging ferðamannaaðstöðu

Þrjár skýrslur voru unnar varðandi uppbyggingu salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Gerð var ástandsgreining á öllu landinu, kostnaður metinn við uppbyggingu og rekstur og tillögur gerðar.

Langjökull, into the glacier

Ísgöngin Langjökli

Verkefnið gekk út á að þróa hugmyndina um göng fyrir ferðamenn inn í jökulinn, sinna öllum undirbúningi og hönnun og hafa umsjón með framkvæmdum. Vegna eðlis verkefnisins var mikil áhersla lögð á umhverfis- og öryggismál.


Var efnið hjálplegt? Nei