Iðnaður
Fyrirsagnalisti

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.

Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.

Loftræsikerfi | Búrfellsstöð II
EFLA sá um hönnun og forritun stýringa í loftræsikerfi Búrfellsstöðvar II sem var gangsett 2018.

Endurvinnslan | Talningarvélar
Endurvinnslan fékk EFLU til að endurbæta talningarvélar sem sjá um flokkun og talningu drykkjaríláta. EFLA sá um að forrita og hanna nýjan hugbúnað fyrir talningarvélarnar, færibönd og myndgreiningarbúnað.

Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.

Ölgerðin | Sjálfvirknikerfi fyrir pökkun
EFLA vann að úrbótum á sjálfvirknikerfi Ölgerðarinnar, svokölluðum þjörkum (róbótum), sem pakkar glerflöskum í kassa eða öskjur og staflar á bretti. Verkið er hluti af stærra verkefni þar sem unnið er að því að auka skilvirkni og áreiðanleika við átöppunarlínu fyrirtækisins.

Scott Monument | Edinborg
Eitt þekktasta kennileiti Skotlands, minnismerkið Scott Monument, stendur á áberandi stað í miðbæ Edinborgar og er afar fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður. KSLD | EFLA Lýsingarhönnun var valin til að hanna lýsingu fyrir þessa fallegu 170 ára gömlu byggingu sem eftir væri tekið.

Viðhaldsstjórnunarkerfi hjá Isavia
Hjá Isavia setti EFLA nýverið upp viðhaldsstjórnunarkerfi fyrir færibandakerfi, landgöngubrýr og annan tæknibúnað sem heldur alfarið utan um viðhald á vélbúnaði.

Norðurorka | Nýtt skjákerfi

Fjölbýlishús og bílageymsla | Mánatún 3–17

Kísilverksmiðja PCC á Bakka
Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.
EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað.

Alvotech | Hátæknisetur í Vatnsmýri
Verkefnið fólst í hönnun á hátæknisetri Alvotech á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu. Stærð byggingarinnar er um 13.000 m2 . Húsið er allt í senn framleiðslu-, rannsóknar- og skrifstofuhúsnæði.
Um 4.000 m2 framleiðslurýmis eru svokölluð hreinrými, byggð samkvæmt ströngustu stöðlum. Gerðar voru miklar kröfur til gæða hússins.

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal
EFLA var fengin til að endurbæta lýsingu í þjóðveldisbænum sem staðsettur er í Þjórsárdalnum skammt frá Búrfellsvirkjun.
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er af mörgum talinn eitt best geymda leyndarmál Íslands en bærinn er tilgátuhús byggt á einu af stórbýlum þjóðveldisaldar. Þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum
EFLA kom að byggingu 3.300 m2 hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum og sá um hönnun burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa, raflagna, öryggis- og brunavarna ásamt því að veita ráðgjöf um hljóðvist.

Ljósabrúin í Kópavogi | Lýsingarhönnun
Brúin yfir Fífuhvammsveg liggur yfir eina umferðarþyngstu götu landsins og er mjög áberandi. EFLA sá um lýsingarhönnun brúarinnar.

Lýsingarhönnun | Landsbankinn í Reykjanesbæ
EFLA sá um lýsingarhönnun fyrir útibú Landsbankans í Reykjanesbæ þegar innréttingar bankans voru endurhannaðar.
Lýsingarhönnun | Sýning í Laugardalshöll

Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar
EFLA framkvæmdi mat á umhverfisáhrifum á tveimur umhverfisþáttum fyrirhugaðrar 95 MW Hvammsvirkjunar í Þjórsá, þ.e. áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu og útivist annars vegar og landslag og ásýnd lands hins vegar.

Stjórnkerfi í steypuskála | Norðurál
Helsta markmið verkefnisins er að uppfæra rafkerfi og stjórnkerfi við steypulínu þannig að það samræmist gildandi stöðlum Norðuráls.

Hafnarmannvirki í Nuuk
EFLA hannaði hafnarmannvirki sem er hluti af nýrri stórskipahöfn á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi. Verkefnið er unnið í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.
Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk ásamt byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingar, verkstæðis, pakkhúss, kæli- og frystihúss.

Uppsjávarfrystihús Eskju
Eskja hf. tók í notkun nýtt hátæknivætt uppsjávarfrystihús á Eskifirði. Húsið er 7000 m2 að stærð og eru allir vinnsluferlar sjálfvirkir. Myndgreining hráefnis ásamt snertilausum frystum tryggja hámarksgæði afurða.
EFLA sá um byggingarhönnun fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju.

Síldarvinnslan | Heildarþjónusta
EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu, s.s. stjórn og eftirlitskerfi vegna sjálfvirknivæðingar.
Þá hefur EFLA komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.

Stjórnkerfi | Íslandsbleikja

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi
EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu.

Heilsuprótein | Sauðárkróki
EFLA hefur unnið að spennandi verkefni með Heilsupróteini ehf. Viðfangsefnið er smíði nýrrar verksmiðju á Sauðárkróki sem vinna mun próteinduft úr mysu sem fellur til við framleiðslu osta á Sauðárkróki og Akureyri.

Ylgarður
Ylgarður er innigarður sem þægilegt er að nota allt árið. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað ylgarðsins.

Klafastaðir launaflsvirki
Mannvirkið er svokallað SVC virki þ.e. Static Var Compensator virki
sem er ætlað að jafna út spennusveiflur og auka þannig gæði
raforkunnar. Þetta er gert með spólum og þéttum. Stjórnun virkisins
byggir á aflrafeindatækni – þýristorum.
Þetta er 220 kV launaflsvirki sem er sjálfvirkt og á að halda spennunni á Klafastöðum innan eðlilegra marka, einnig þegar truflanir verða í 220 kV kerfinu. Launaflsvirkið getur þrepað sig á sviðinu -100/150 MVAr. Þetta er fyrsti hlutinn í 400/220 kV tengivirki sem mun rísa þarna í framtíðinni.

Vöktun loftgæða og vefgátt á Bakka
Umsjón með vöktunarbúnaði, sýnataka, mælingar og birting uppýsinga í vefgátt.
Hönnun á vegköflum í Noregi
Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.

Raufarhólshellir | Uppbygging
Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt ásamt öllum veitum fyrir það ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í hellinum.

Strætórein við Rauðagerði
Hönnun strætóreinar á Miklubraut við Rauðagerði, göngu- og hjólastígs, einnig hljóðvarna með gróðri milli götu og stíga.

Norðurál | Uppfærsla skjámyndakerfis
Verkefnið felst í uppfærslu á gömlum skjámyndakerfum í verksmiðju Norðuráls og útskiptum á hugbúnaði til að auka öryggi og áreiðanleika netkerfa.

Endurnýjun 220 kV endamúffa í Fjarðaáli
Skipt var um 220 kV endamúffur í afriðlum RF11, RF13, RF14 og RF15 og í eigin notkunarspennum Aux1001 og Aux2001.

Fjarðaál | Endurbygging afriðils

Fjarðaál | Afriðill í nýbyggingu
Nýr 92 MVA afriðill byggður og gangsettur fyrir Fjarðaál á Reyðarfirði. EFLA sá um yfirverkefnisstjórn í verkefninu.

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri
Verkefnið fólst í hönnun skólphreinsistöðvar til úboðs ásamt mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ráðgjöf varðandi leyfismál og mat á viðtaka.

Verne Global gagnaver
EFLA tók þátt í framkvæmdum við stækkun gagnavers Verne Global, sem er stærsta gagnaver á Íslandi, og sá um alverktöku varðandi hönnun, forritun og uppsetningu á stjórnkerfi fyrir kælikerfi í gagnaverið.

Umferðarupplýsingar beint í bílinn
Rannsóknar og þróunarverkefni unnið fyrir Vegagerðina 2012 og uppfært 2017, vegna möguleika á að koma umferðarupplýsingum til GPS tækja í bílum.

Lýsingartækni | Vegir í Noregi
Hönnun veg- og gangstígalýsingar, lýsingar í undirgöngum og við göngubrú auks skrautlýsingar í hringtorgum og undirgöngum.

Fjarðabyggð | Ljósleiðarakerfi
EFLA sá um hönnun og ráðgjöf á ljósleiðarakerfi í dreifbýli Fjarðabyggðar.

Þeistareykjavirkjun
EFLA sá um eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum nýrrar 90 MWe jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar ásamt því að sjá um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum og fjarskiptakerfi.