Iðnaður

Lýsingarhönnun | Hátæknisetur Alvotech

Hátæknisetur, Alvogen, Lagnatækni, Sæmundargata

EFLA sá um lýsingarhönnun fyrir hátæknisetur Alvotech, jafnt almenna lýsingu sem og neyðar- og öryggislýsingu byggingarinnar. 

Upplýsingar um verkefnið

Hönnun loftræsi- og lagnakerfa
Lagnatækni ehf

Rafkerfa- og lýsingarhönnun
EFLA

Verktími
2016

Staðsetning
Sæmundargata, Reykjavík

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Fjölbreytt starfsemi byggingarinnar kallar á sveigjanlegar lausnir á sviði lýsingarhönnunar en megináhersla er lögð á þægindi og líðan starfsfólks ásamt rekstrarhagkvæmni. Byggingin, sem er um 4.000 m2  hýsir rannsóknarstofur, hreinrými (framleiðslurými), skrifstofur, lager og bílageymslu. 

Hlutverk EFLU

Hreinrýmin eru hönnuð eftir ströngum stöðlum með LED ljósum og innfeldum hreinrýmislausnum. Víða er lýsingin þar breytileg þannig að hægt er að velja á milli hvítrar og gulrar lýsingar, allt eftir kröfum framleiðslunnar hverju sinni. 

Allir lampar eru með DALI ljósastýrikerfi, ljósgjafar eru ýmist LED eða T5 flúrperulampar. Á skrifstofusvæðum er ljósstreymi með 300 Lux almennri lýsingu ásamt því að hver vinnustöð hefur borðlampa. 

EFLA kom að hönnun hátækniseturs Alvotech með fjölbreyttum hætti og er hægt að skoða verkefnalýsingu á vefnum

Verkþættir

Alvothech lysedesign

Alvothech lysedesign

Alvothech lysedesign 3


Var efnið hjálplegt? Nei