Ölgerðin | Sjálfvirknikerfi fyrir pökkun
Sjálfvirkni, Iðnaður, Ölgerð, Átöppun, Gos, framleiðsla,
EFLA vann að úrbótum á sjálfvirknikerfi Ölgerðarinnar, svokölluðum þjörkum (róbótum), sem pakkar glerflöskum í kassa eða öskjur og staflar á bretti. Verkið er hluti af stærra verkefni þar sem unnið er að því að auka skilvirkni og áreiðanleika við átöppunarlínu fyrirtækisins.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Ölgerðin
Verktími
2018-2019
Staðsetning
Grjótháls 7-11
Tengiliðir
Theódór Kristjánsson Véltæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6140 / +354 660 5928 Netfang: theodor.kristjansson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Hingað til hefur glerflöskum sem eru notaðar við átöppun bjórs hjá Ölgerðinni verið pakkað í pappakassa og staflað. Óskað var eftir hönnun og forritun vegna breytinga á endabúnaði þjarka þannig að hægt væri að pakka og stafla glerflöskum í pappaöskjur sem eru minni í sniðum en kassarnir og auka þannig afköst sjálfvirknikerfisins.
Aukin sjálfvirknivæðing
Eftir ítarlega þarfagreiningu var tekin ákvörðun um að bæta við nýjum þjarka sem bætir afköstin við átöppunarlínurnar ásamt því að breyta eldri þjarka sem sér um stöflun á pappaöskjunum. Ákveðið var að nota þjarka frá framleiðandanum KUKA sem er leiðandi framleiðandi á iðnaðarróbótum og vélmenna af öllum stærðum. Eldri þjarkinn er sömu gerðar og viðmót hans því sambærilegt og þess nýja. Hugbúnaður þjarkanna hefur samskipti við iðntölvur annarra véla í framleiðslulínunni og einnig við öryggisbúnað á svæðinu. Við vélræna hönnun þurfti að taka til greina ónákvæmni í útliti og á yfirborði pappans.Vinnusvæði CE merkt
Að auki þurfti vinnusvæði að vera CE merkt og staðfesta þurfti gæði hönnunar á vélbúnaði þriðja aðila, útbúa notkunarleiðbeiningar og staðfesta að öryggiskröfur væru uppfylltar.
Hlutverk EFLU
- Velja réttan þjarka fyrir verkið
- Vélræn hönnun á endaverkfærum, umbúðageymslu og öðrum búnaði sem þurfti fyrir lausnina
- Hönnun á skynjunarbúnaði, rafrásum og loftstýringum
- Hugbúnaðargerð fyrir nýjan þjarka og breytingar á hugbúnaði eldri þjarka
- Hönnun og útfærsla á öryggisrásum fyrir vinnusvæði þjarkana
- Framleiðsla CE gagna og CE merkingu vinnusvæðis
Ávinningur verkefnis
Með öflugra sjálfvirknikerfi nýju átöppunarlínunnar hefur pökkunarhluti framleiðslulínunnar orðið bæði afkastameiri og áreiðanlegri en áður. Nú er hægt að stafla bæði kössum og öskjum með glerflöskum og hafa því afköstin aukist til muna. Þá er vélaviðmót orðið einfaldara og öruggara fyrir starfsfólk Ölgerðarinnar.
Öflugir þjarkar Ölgerðarinnar geta pakkað og staflað glerflöskum með öruggum og skilvirkum hætti.