Iðnaður

Þeistareykjavirkjun | Eftirlitsþjónusta með byggingum og veitum

Landsvirkjun, Þeistareykir í Þingeyjasveit, PCC kísilver bakka

EFLA sér um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss fyrir tvær 45 MWe vélasamstæður og byggingu veitukerfis Þeistareykjavirkjunar.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Landsvirkjun

Verktími
2015 - 2017

Staðsetning
Þeistareykir í Þingeyjarsveit

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Landsvirkjun reisir 90 MWe jarðvarmavirkjun að Þeistareykjum í Þingeyjarsveit. Virkjunin mun bæta úr raforkuþörf á norðausturhluta landsins og sjá kísilverinu á Bakka fyrir raforku.

EFLA sá um eftirlit með framkvæmdum við byggingu stöðvarhúss, kæliturnaþróa, gufulokahúss, niðurrennslishúss og smærri skýla. Einnig sá EFLA um eftirlit með lagningu gufuveitu, niðurrennslisveitu og vatnsveitu.

Umhverfismál

Við undirbúning framkvæmda við Þeistareykjavirkjun var markvisst stefnt að því að raska umhverfi virkjunarinnar sem minnst. Þannig var t.d. svarðlag tekið þegar rjúfa þurfti yfirborð og það strax notað í yfirborðsfrágang á öðru svæði s.s. vegfláum.


Hlutverk EFLU

EFLA sá um eftirlit með framkvæmdum við bygging stöðvarhúss, kæliturnaþróa, gufulokahúss, niðurrennslishúss og smærri skýla.

Einnig sá EFLA um eftirlit með lagningu gufuveitu, niðurrennslisveitu og vatnsveitu.


Var efnið hjálplegt? Nei