Orka
Fyrirsagnalisti

Efnahagsleg áhrif orkuskipta
Verkefnið fólst í að meta þau efnahagslegu áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta.

Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.

Vistferilsgreining fyrir flutningskerfi Landsnets
EFLA annaðist vistferilsgreiningu (e. Life Cycle Assessment, LCA) á flutningskerfi raforku á Íslandi. Kerfið samanstendur af öllum flutningsmannvirkjum í kerfinu, þ.m.t. loftlínum, tengivirkjum og jarðstrengjum sem rekin eru á 66 kV, 132 kV og 220 kV spennu. Með greiningu voru umhverfisáhrif kerfisins metin „frá vöggu til grafar“ og kolefnisspor raforkuflutnings á Íslandi reiknað út.

Glerárvirkjun

Hrauneyjafossvirkjun | Verkhönnun stækkunar
Verkefnið fólst í verkhönnun stækkununar Hrauneyjafossvirkjunar, mögulegri viðbót á fjórðu vélasamstæðunnin sem yrði 70 MW, auk annarrar ráðgjafar tengdri verkefninu.

Bláa lónið | Hótel og upplifunarsvæði
EFLA hefur í gegnum tíðina séð um margs konar verkfræðihönnun fyrir Bláa lónið í Svartsengi. Nýjasta verkefnið er heilsulind og upplifunarsvæði sem byggt er inn í hraunið vestur af núverandi lóni, veitingahús, móttaka og 60 herbergja lúxushótel.

Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar
EFLA framkvæmdi mat á umhverfisáhrifum á tveimur umhverfisþáttum fyrirhugaðrar 95 MW Hvammsvirkjunar í Þjórsá, þ.e. áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu og útivist annars vegar og landslag og ásýnd lands hins vegar.

Fitjalína 2 | Jarðstrengslagnir
EFLA sá um undirbúning og hönnun 132 kV jarðstrengslagnar milli Fitja og Helguvíkur á Reykjanesi. Um var að ræða tengingu á nýju tengivirki Landsnets sem sér kísilveri United Silicon fyrir raforku.
Grundarfjarðarlína 2
EFLA sá um undirbúning ásamt hönnun á 66 kV jarðstrengslögn milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi ásamt því að aðstoða við verkeftirlit á verktíma.

Búðarhálsvirkjun
Verkefnið fólst í verk-, útboðs- og deilihönnun mannvirkjahluta Búðarhálsvirkjunar auk ýmissar ráðgjafar í tengslum við verkefnið yfir þann tíma sem það stóð.

Hafnarmannvirki í Nuuk
EFLA hannaði hafnarmannvirki sem er hluti af nýrri stórskipahöfn á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi. Verkefnið er unnið í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.
Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk ásamt byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingar, verkstæðis, pakkhúss, kæli- og frystihúss.

Síldarvinnslan | Heildarþjónusta
EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu, s.s. stjórn og eftirlitskerfi vegna sjálfvirknivæðingar.
Þá hefur EFLA komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.

Kárahnjúkastífla
EFLA sá um lokahönnun á öllum steinsteyptum mannvirkjum í Kárahnjúkastíflu ásamt því að útbúa viðeigandi vinnuteikningar.

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi
EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu.

Ylgarður
Ylgarður er innigarður sem þægilegt er að nota allt árið. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað ylgarðsins.

Klafastaðir launaflsvirki
Mannvirkið er svokallað SVC virki þ.e. Static Var Compensator virki
sem er ætlað að jafna út spennusveiflur og auka þannig gæði
raforkunnar. Þetta er gert með spólum og þéttum. Stjórnun virkisins
byggir á aflrafeindatækni – þýristorum.
Þetta er 220 kV launaflsvirki sem er sjálfvirkt og á að halda spennunni á Klafastöðum innan eðlilegra marka, einnig þegar truflanir verða í 220 kV kerfinu. Launaflsvirkið getur þrepað sig á sviðinu -100/150 MVAr. Þetta er fyrsti hlutinn í 400/220 kV tengivirki sem mun rísa þarna í framtíðinni.

Vistferilsgreining fyrir orkuframleiðslu
Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vindorku við Búrfell.

Spennuhækkun í S-Noregi | 300 kV til 420 kV
Statnett vinnur að því að auka flutningsgetu margra háspennulína, með því að hækka hitastig eða spennu á 300 kV tvíleiðurum upp í 420 kV. EFLA hefur aðstoðað Statnett í þessu verkefni frá 2009. Fyrst við undirbúning, þróun vinnulags, aðferða og forritunar og síðan við hönnun, framkvæmdir og frágang á verkstað.
Rafmagnsmöstur í Noregi, 420 kV
Statnett vinnur að því að styrkja og útvíkka flutningskerfið í Suður- og
Vestur-Noregi (Vestre korridor), á svæðinu frá Feda í Suður-Noregi (á
Vestur-Ögðum) til Sauda á Rogalandi (austan við Haugasund).
EFLA vinnur að burðarþols- og raftæknilegri hönnun línanna.

Jarðvarmavirkjun Hverahlíð | Forathugun og forhönnun
Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur óskuðu eftir að EFLA tæki að sér forathugun og forhönnun á 90 MWe jarðvarmavirkjun við Hverahlíð á Hengilsvæðinu.
Aðalmarkmið verkefnisins var að frumhanna, kostnaðargreina og meta framkvæmdarhraða ásamt greiningu á rekstrarkostnaði virkjunar og tímasetja skipulagsmál, boranir, hönnun, útboð, afhendingu á búnaði og uppbyggingu á virkjanasvæðinu.

Háspennulína í Noregi 420kV
Statnett lætur nú leggja 150 km langa 420 kV háspennulínu frá Ofoten í Norðlandi til Balsfjord í Troms-fylki. Hún liggur um sjö sveitarfélög. Markmiðið er að tryggja afhendingaröryggi raforku í Norður-Noregi norðan við Ofoten, auk þess sem línan er forsenda fyrir frekari virkjun endurnýjanlegrar raforku í landshlutanum. Kostnaðaráætlun verksins er 3,2–3,7 milljarðar NOK.

Háspennulína, 420 kV, í Noregi
Statnett lætur nú leggja 210 km langa 420 kV háspennulínu frá Balsfjord í Troms-fylki til Skillemoen í Finnmörku. Fyrirhugað er að framlengja línuna til Skaidi, um 90 km leið. Markmiðið er að tryggja afhendingaröryggi raforku í Finnmörku, auk þess sem línan er forsenda fyrir frekari virkjun endurnýjanlegrar raforku í landshlutanum.

Landsnet | Áreiðanleiki í flutningskerfi
Þriðja hvert ár er gefin út skýrsla á vegum Landsnets um hvernig afhendingaröryggi flutningskerfisins hefur þróast og reiknað er afhendingaröryggi á hverjum afhendingarstað.

Kerfisáætlun Landsnets
Á hverju ári gefur Landsnet út kerfisáætlun sem hefur að geyma ýmsar kerfisgreiningar og áætlanir Landsnets til næstu ára. EFLA hefur verið stór ráðgjafi í þessu verkefni og hefur unnið mikið að þeim greiningum sem kerfisáætlunin byggir á.

Raforkuspá
Raforkuhópur orkuspárnefndar vinnur að gerð raforkuspáa sem gefnar eru út á um fimm ára fresti auk þess sem spárnar eru endurreiknaðar árlega út frá nýjum gögnum um orkunotkun og þróun þjóðfélagsins.

Frammistöðuskýrsla Landsnets
Á hverju ári er tekin saman greinargerð um hvernig gengið hefur á árinu áður að reka flutningskerfi Landsnets. Teknir eru saman stuðlar um afhendingaröryggi og fyrirvaralausar truflanir í flutningskerfinu.

Þróun raforkuverðs á Íslandi 2005-2015
EFLA tók saman skýrslu þar sem teknar eru saman upplýsingar um þróun heildartekna af raforkuafhendingu til rafhitaðs heimilis sem notar 30.000 kWh/ári og 85% orkunnar fer til hitunar húsnæðis og jafnframt er sýndur kostnaður notandans. Ennfremur eru teknar saman tölur um skatta, verðjöfnun og niðurgreiðslur. Skoðuð er þróunin frá því raforkulögin tóku gildi árið 2005 og til ársins 2017.

Háspennulínumastur í Noregi
Statnett í Noregi stóð fyrir hönnunarsamkeppni um nýja gerð 420 kV háspennulínumastra sem myndi falla vel inní þéttbýlt hverfi í Osló.
EFLA skilaði inn þremur tillögum í keppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan heitir „Stráið“ en „Spíran“ hafnaði í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi við Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS.

Vindlundir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu
EFLA vann frum- og verkhönnun og fýsileikagreiningu fyrir vindlund á nokkrum mögulegum svæðum á Hafinu, hraunsléttunni ofan við Búrfell.
EFLA vann auk þess ýmsar rannsóknir vegna verkefnisins og kom að mati á umhverfisáhrifum og rammaáætlun með því að leggja til ýmis gögn í þá vinnu.

Þeistareykjavirkjun
EFLA sá um eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum nýrrar 90 MWe jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar ásamt því að sjá um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum og fjarskiptakerfi.

Snæfellsbær | Mat vegna vindorku og vatnsaflsvirkjunarkosta
Vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar var óskað eftir að EFLA ynni mat á vindorku á fyrirfram skilgreindu svæði auk þess sem frumathugun á vatnsaflsvirkjunarkostum yrði framkvæmd innan sveitarfélagsins.