Samgöngur
Fyrirsagnalisti

Útivistarsvæði við Esju
EFLA hefur séð um margvíslega ráðgjöf varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, t.d. lagfæringar á gönguleiðum, stækkun útivistarsvæðis og kortagerð.

Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.

Styrking stálbrúa með nýrri aðferð | Noregur
EFLA hefur veitt ráðgjöf varðandi styrkingu tveggja gamalla stálbitabrúa í Agderfylki í Noregi. Brýrnar höfðu myndað flöskuháls fyrir þungaflutninga á svæðinu. Við hönnun styrkinganna var notuð aðferð sem ekki hefur verið beitt í Noregi áður. Aðferðin reyndist vel með tilliti til kostnaðar, hagkvæmni og umhverfisáhrifa.

Keflavíkurflugvöllur
EFLA hefur veitt margvíslega ráðgjöf og verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll, þar á meðal jarðkönnun og mælingar, hönnun á flugvélastæðum, aðkomuvegum, fráveitukerfum, settjörnum, gerð útboðslýsinga og raflagnahönnun. Þá hefur EFLA sinnt eftirliti og umsjón með endurgerð og malbikun flugbrauta.

Brú yfir Eldvatn
Ný brú yfir Eldvatn, hönnuð af EFLU í samstarfi við Vegagerðina, er fyrsta netbogabrúin sem byggð er á Íslandi. Um er að ræða 80 m langa brú sem flytur 8 metra breiða akbraut Skaftártunguvegar yfir ána.

Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ný göngu- og hjólabrú sem tengir saman Selja- og Fellahverfi í Breiðholti var tekin í notkun haustið 2018. EFLA sá um verkfræðihönnun brúarinnar ásamt hönnun göngu- og hjólastíga.

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi
EFLA hefur staðið að undirbúningi fyrsta sjálfakandi bílsins á Íslandi fyrir Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Heklu, Smyril Line og danska fyrirtækið Autonomous Mobility sem sérhæfir sig í sjálfakandi og sjálfbærum samgöngulausnum.
Ráðgjöf EFLU fólst í leiðarvali og rýni á umferðaröryggi ásamt öðrum undirbúningsþáttum. Snjallborgarráðstefnan fór fram 3. maí 2018 í Hörpu.

Göngubrýr yfir Hringbraut og Njarðargötu
EFLA, ásamt Studio Granda arkitektum, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um hönnun á þremur nýjum göngubrúm yfir Hringbraut og Njarðargötu í tengslum við færslu Hringbrautar. Verkið fól einnig í sér hönnun göngu- og hjólastíga.
Brýrnar hafa vakið athygli bæði hér heima og erlendis. Göngubrýrnar yfir Njarðargötu og Hringbraut hlutu Steinsteypuverðlaunin árið 2010 og viðurkenningu Vegagerðarinnar árið 2009 fyrir gerð og frágang mannvirkja.

Norðfjarðargöng
Norðfjarðargöng liggja á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, eru 7,9 km löng og voru opnuð 11. nóvember 2017. Um er að ræða mikla samgöngubót fyrir íbúa og vegfarendur í nágrannabyggðarlögum Fjarðabyggðar.
EFLA sá um hönnun og ráðgjöf vegna allra kerfa jarðganganna eins og rafkerfi, stjórnkerfi, lýsingu, fjarskiptakerfi, loftræsingu, neyðarstjórnun og öryggismál.

Kísilverksmiðja PCC á Bakka
Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.
EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað.

Umferðargreining í Borgarnesi
EFLA var fengin til að greina umferð um gatnamót Vesturlandsvegar og Borgarbrautar í Borgarnesi. EFLA notaði dróna til að mynda gatnamótin og notaði hugbúnað til þess að telja og greina umferðina.

Útsýnispallar við ferðamannastaði
Á síðustu misserum hafa útsýnis- og göngupallar risið við vinsæla ferðamannastaði á landinu. EFLA hefur komið að hönnun fjölmargra þeirra í samstarfi við arkitektastofur.
Tilgangurinn með útsýnispöllunum er að bæta öryggi ferðamanna og minnka ágang á náttúruna. Síðast en ekki síst má njóta enn betra útsýnis yfir náttúruperlur.

Ljósabrúin í Kópavogi | Lýsingarhönnun
Brúin yfir Fífuhvammsveg liggur yfir eina umferðarþyngstu götu landsins og er mjög áberandi. EFLA sá um lýsingarhönnun brúarinnar.

Deiliskipulag hafnarsvæðis í Grindavík
EFLA sá um að vinna deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Grindavík. Meginmarkmið verkefnisins var að setja ramma um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald.

Búðarhálsvirkjun
Verkefnið fólst í verk-, útboðs- og deilihönnun mannvirkjahluta Búðarhálsvirkjunar auk ýmissar ráðgjafar í tengslum við verkefnið yfir þann tíma sem það stóð.

Umferðarhávaði | Rogaland í Noregi

Eftirlit með malbikun gatna
EFLA sá um eftirlit með malbikun gatna og gatnaviðhald fyrir Reykjavíkurborg.
Hönnun á vegköflum í Noregi
Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.

Hávaðakortlagning 2012–2017
Hávaðakortlagning vegna reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og tilskipunar 2002/49/EB var framkvæmd fyrir Vegagerðina og ýmis sveitarfélög.

Raufarhólshellir | Uppbygging
Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt ásamt öllum veitum fyrir það ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í hellinum.

Strætórein við Rauðagerði
Hönnun strætóreinar á Miklubraut við Rauðagerði, göngu- og hjólastígs, einnig hljóðvarna með gróðri milli götu og stíga.

Endurnýjun Grensásvegar með hjólastígum
Hjólastígur milli Miklubrautar og Bústaðavegar var gerður sumarið 2016 samhliða fækkun akreina niður í eina í hvora átt.
EFLA hannaði og sá um gerð útboðsgagna vegna framkvæmdanna.

Umferðaröryggi skólabarna
EFLA sá um að framkvæma úttekt á umferðaröryggi skólabarna við grunnskóla í Hafnarfirði og koma með tillögur að úrbótum.

Urriðaholt | Garðabær
Um er að ræða uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Urriðaholti í Garðabæ þar sem EFLA hefur séð um hönnun gatna, stíga, fráveitukerfis, grænna ofanvatnslausna og gatnalýsingu ásamt gerð lóðarblaða.
Mikil áhersla er lögð á ofanvatnslausnir en þær eru hannaðar af EFLU ásamt Landslagi.

Jarðgöng og vegur | Norður Noregur
Hönnun á tvennum jarðgöngum og 5,6 km löngum vegi með bráðabirgðatengingum. Einnig fól verkefnið í sér þverun stöðuvatns og hönnun á varnargarði gegn grjóthruni í brattri fjallshlíð, fráveitulagnir, umferðaröryggismál og skilti, umsjón með gerð útboðsgagna og samræmingarhönnun. EFLA framkvæmdi einnig áhættumat vegna umhverfismála og vinnuöryggis.

Jarðgöng í Færeyjum
Hönnun, forritun og gangsetning á umferðarstýringu fyrir stór farartæki í einbreiðum jarðgöngum.
Neðansjávarjarðgöng í Noregi
Endurnýjun á rafbúnaði, lýsingu, fjarskiptabúnaði, umferðarstýringum og fl. í neðansjávargöngum.

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk
Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk. Meðal áskorana við hönnunina er að gæta þess að brúin falli sem best að landslagi á svæðinu sem er nánast ósnortið. Einnig þarf að gæta þess að brúin geti staðist sterka vinda sem blása um svæðið.

Brú á Ölfusá | Forhönnun
EFLA vinnur að forhönnun nýrrar brúar yfir Ölfusá við Efri-Laugardælaeyju. Eftir gerð brúarinnar mun hringvegurinn flytjast norður fyrir Selfoss. Brúin verður skákaplabrú, sú fyrsta sinna tegundar á Íslandi. Áætlað er að aðalhöf brúarinnar verði 145 og 155 m löng, sem verða lengstu brúarhöf á landinu.
Verkefnið felst í þróun á útfærsluatriðum er varða brúarlausnina í samráði við verkkaupa og samstarfsaðila.

Hönnun brúar | Úlfarsá á Fellsvegi
EFLA hefur hannað brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt plötubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 m löng.

Vegagerð í Þrændalögum
Hönnun á 16,5 km löngum vegi, Fv. 715 Keiserås - Olsøy sem er partur af tollvegakerfinu Fosenvegene.

Nonnekloppen göngu- og hjólabrúin í Bergen
Hönnun á nýrri stálbrú, göngu- og hjólastíg, vatns- og fráveitukerfi, lýsingu, jarðtæknileg hönnun á fyllingum undir vatni og gerð útboðsgagna.

Göngu- og hjólabrú við Ullevaal | Osló
Hönnun á nýju mannvirki við Ullevaal leikvanginn í Osló, útfærsla á grunnskipulagi svæðis og gerð verkgagna. Stálbrú, steyptir rampar, göngu- og hjólastígar, vatns- og fráveitukerfi, dren, meðhöndlun yfirborðsvatns, raf- og fjarskiptalagnir í jörð, lýsing, landmótun, jarðtækni, mengunarmælingar og úttekt á byggingum á framkvæmdasvæðinu.

Brýr við Ring 3 | Osló
Hönnun á göngu- og hjólastíg, vegum, brúm, meðhöndlun yfirborðsvatns, fyrirkomulagi raf- og fjarskiptakapla í jörð, lýsingu, landmótun, jarðtækni og umhverfistækni ásamt gerð útboðsgagna.