Samgöngur

Göngu- og hjólabrú við Ullevaal | Osló

Hönnun á nýju mannvirki við Ullevaal leikvanginn í Osló

Hönnun á nýju mannvirki við Ullevaal leikvanginn í Osló, útfærsla á grunnskipulagi svæðis og gerð verkgagna. Stálbrú, steyptir rampar, göngu- og hjólastígar, vatns- og fráveitukerfi, dren, meðhöndlun yfirborðsvatns, raf- og fjarskiptalagnir í jörð, lýsing, landmótun, jarðtækni, mengunarmælingar og úttekt á byggingum á framkvæmdasvæðinu.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Norska vegagerðin (Austursvæði) og Oslóborg

Verktími
2015 hófst vinna og er enn í gangi

Staðsetning
Osló, Noregi

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Megintilgangur verkefnisins er að bæta umferðaröryggi og aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við gatnamót Ring 3 og Sognsveien. Ný brú er hönnuð yfir báðar göturnar og kemur í stað bráðabirgðabrúa sem byggðar voru árið 1990.

Bráðabirgðabrýrnar uppfylla ekki lengur þarfir gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu.

Mikil umferð er um svæðið og mikið er af lögnum og búnaði í jörðinni við gatnamótin. Taka verður tillit til nærliggjandi mannvirkja og stofnanna, t.d. Ullevaal leikvangsins, Norges Geoteknisk Institutt og Blindern framhaldsskólans á framkvæmdatíma. Mikil áhersla er lögð á nákvæma fasaskiptingu framkvæmdatímans svo nærliggjandi starfsemi og vegfarendur verði fyrir sem minnstri truflun.

Ný göngu- og hjólabrú yfir gatnamótin við Ullevaal leikvanginn:

  • Stálbrú með kassalaga þversniði með EPS römpum, grunduð á staurum (allt að 50 m löngum)
  • Lengd brúar = 290 m í 18 höfum, lengd rampa = 116 m
  • Heildarbreidd brúar = 7,2 m, vegbreidd (gangstétt + hjólastígur) = 6 m
  • Tvö meginhöf, yfir Ring 3 = 37,5 m og yfir Sognsveien = 27,5 m

Framkvæmdir hófust haustið 2017 og er áætlað að þeim ljúki síðla árs 2019.

Ullevaal - bridge from EFLAYfirlitsmynd af göngu- og hjólabrúnni. Mynd:  Ullevaal stadion. 

Umhverfismál

Reyndir brúararkitektar, BEaM, voru samstarfsaðilar í þessari útfærslu á brúarmannvirkjum. Landslagshönnun var í höndum EFLU og áhersla var lögð á samspil ólíkra þátta í arkitektúr mannvirkisins. Umhverfis- og jarðtæknilegar grunnrannsóknir og verklýsingar fyrir meðhöndlun á menguðum jarðefnum voru hluti af verkefninu.

Hlutverk EFLU

  • Verkefnastýring og samhæfing með ytri aðilum verksins
  • Ný göngu- og hjólabrú, útfærsla á grunnlausn og fullnaðarhönnun
  • Önnur samliggjandi mannvirki
  • Flutningur á Sognsveien og gerð hringtorgs sunnan við Ring 3
  • Nýtt göngu- og hjólastígakerfi á svæðinu
  • Götu- og brúarlýsing
  • Lagning kapla
  • Dren og meðhöndlun yfirborðsvatns
  • Landslagshönnun
  • Skipulag framkvæmdar í fasa
  • 3D samræmingarmódel
  • Verklýsingar fyrir útboðsgögn
  • Grunnrannsóknir
  • Framkvæmdaeftirlit

https://youtu.be/-negmmp_9_I

Ávinningur verkefnis

Langtímaávinningur verkefnis liggur í bættu umferðaröryggi ásamt tímasparnaði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í þessum hluta Oslóar.

UllevaalNý göngu- og hjólabrú yfir gatnamótin við Ullevaal leikvanginn. Myndir frá Nils Petter Dale

UllevaalLengd brúar er 290 m í 18 höfum

UllevaalBrúararkitektarnir, BEaM, voru samstarfsaðilar EFLU

Ullevaal

Ullevaal

Ullevaal

Ullevaal

Ullevaal

UllevaalÁ brúnni eru bæði hjóla- og göngustígar

UllevaalLangtímaávinningur verkefnis liggur í bættu umferðaröryggi

UllevaalTvö meginhöf, yfir Ring 3 = 37,5 m og yfir Sognsveien = 27,5 m

Ullevaal stadionYfirlitsmynd frá svæðinu



Var efnið hjálplegt? Nei