Samgöngur

Undirgöng við Reykjanesbraut

Suðurholt í Hafnarfirði, Hafnarfjörður, Vegagerðin

Hönnun á undirgöngum undir Reykjanesbraut við Suðurholt í Hafnarfirði. Hönnun á framhjáhlaupi fyrir umferð á framkvæmdatíma. Gerð kostnaðaráætlunar og útboðsgagna ásamt umsjón með þjónustu á verktíma.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Vegagerðin

Verktími
2013-2014

Staðsetning
Hafnarfjörður

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið felst í hönnun á undirgöngum undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði og er liður í tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Ekki hefur enn verið ráðist í tvöföldunina, en göngin munu njóta sín betur að henni lokinni.

Undirgöngin eru bogagöng með stoðveggjum til endanna. Byggingarefni er slakbent steinsteypa. Stígurinn í gegnum göngin er 3m breiður. Stoðveggirnir eru bognir í plani og spennivídd bogans er 10m. Stoðveggirnir halla 30° út frá lóðréttu og mynda þannig hvelfingu utan við göngin báðum megin til samsvörunar við hraunið sunnan Hvaleyrarholts.

Veghlið efsta hluta stoðveggjanna er formuð sem steypt vegrið. Norðan undirganganna eru tröppur og stígur að holtinu. Að sunnan liggur stígur að Vallahverfi. Meðfram göngustíg í undirgöngunum eru hraunhellur í yfirborð fláa.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun á undirgöngum undir Reykjanesbraut
  • Hönnun á framhjáhlaupi fyrir umferð á framkvæmdatíma ásamt merkingum
  • Gerð kostnaðaráætlunar og útboðsgagna
  • Þjónusta við verkið á framkvæmdatíma
  • Þátttaka í lokaúttekt verksins

Ávinningur verkefnis

Bætt aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarenda milli hverfa í Hafnarfirði.

Undirgöngin tengja Hvaleyrarholtið við Vallahverfi í Hafnarfirði

Undirgöngin bæta aðgengi íbúa milli hverfa í HafnarfirðiVar efnið hjálplegt? Nei