Rannsóknir og þróun
Fyrirsagnalisti

Gróska | Hugmyndahús - Bjargargötu 1
Um er að ræða byggingu sem hýsa mun skrifstofur, veitinga- og kaffihús og þjónustu auk frumkvöðlaseturs. Byggingin er á fjórum hæðum auk bílakjallara. Á fyrstu hæð byggingarinnar verður gert ráð fyrir þjónustustarfsemi en skrifstofustarfsemi á efri hæðum. Höfuðstöðvar CCP verða staðsettar á 3. hæð byggingarinnar.

Uppruni svifryks í Reykjavík
EFLA vann verkefni þar sem uppruni svifryks í Reykjavík var kannað. Um var að ræða rannsóknarverkefni sem styrkt var af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar þar sem hlutfall einstakra uppsprettuefna í svifryki voru metin.
Svifryki minna en 10 µm að stærð (PM10) var safnað á síur með sérstökum svifrykssafnara sem er staðsettur á þaki loftgæðastöðvarinnar við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar.

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi
EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu.

Ylgarður
Ylgarður er innigarður sem þægilegt er að nota allt árið. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað ylgarðsins.

Umferðarupplýsingar beint í bílinn
Rannsóknar og þróunarverkefni unnið fyrir Vegagerðina 2012 og uppfært 2017, vegna möguleika á að koma umferðarupplýsingum til GPS tækja í bílum.

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk
Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk. Meðal áskorana við hönnunina er að gæta þess að brúin falli sem best að landslagi á svæðinu sem er nánast ósnortið. Einnig þarf að gæta þess að brúin geti staðist sterka vinda sem blása um svæðið.

Snæfellsbær | Mat vegna vindorku og vatnsaflsvirkjunarkosta
Vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar var óskað eftir að EFLA ynni mat á vindorku á fyrirfram skilgreindu svæði auk þess sem frumathugun á vatnsaflsvirkjunarkostum yrði framkvæmd innan sveitarfélagsins.