Umhverfi
Fyrirsagnalisti

Útivistarsvæði við Esju
EFLA hefur séð um margvíslega ráðgjöf varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, t.d. lagfæringar á gönguleiðum, stækkun útivistarsvæðis og kortagerð.

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.

Kolefnisreiknir
Nú er hægt að reikna út kolefnisspor einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Að kolefnisreikninum standa EFLA og OR og geta allir áhugasamir notað reiknirinn sér að kostnaðarlausu.

Alþingi - viðbygging

Hamragarðar og Seljalandsfoss | Deiliskipulag
EFLA (áður Steinsholt) hefur undanfarið unnið að gerð deiliskipulags fyrir ferðamannasvæðið við Hamragarða og Seljalandsfoss. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á svæðinu undanfarin ár og voru erlendir ferðamenn sem heimsóttu staðinn um 850 þúsund árið 2017.

Vistferilsgreining fyrir flutningskerfi Landsnets
EFLA annaðist vistferilsgreiningu (e. Life Cycle Assessment, LCA) á flutningskerfi raforku á Íslandi. Kerfið samanstendur af öllum flutningsmannvirkjum í kerfinu, þ.m.t. loftlínum, tengivirkjum og jarðstrengjum sem rekin eru á 66 kV, 132 kV og 220 kV spennu. Með greiningu voru umhverfisáhrif kerfisins metin „frá vöggu til grafar“ og kolefnisspor raforkuflutnings á Íslandi reiknað út.

BREEAM vottun á sjúkrahóteli nýs Landspítala
EFLA var hluti af Spital hópnum sem sá um skipulagsgerð og forhönnun nýs sjúkrahótels Landspítalans við Hringbraut. Hönnun hússins hefur verið vottuð samkvæmt alþjóðlega BREEAM umhverfisvottunarstaðlinum og hlaut húsið hæsta skor sem gefið hefur verið húsi hér á landi hingað til.

Suðurhálendið | Rammaskipulag
Rammaskipulagið er stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum og tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna á afréttum sveitarfélaganna þriggja; Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Steinsholt ehf (nú EFLA) var ráðgjafi sveitarfélaganna við stefnumörkunina og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.

Deiliskipulag | Þórsmörk
Rangárþing eystra vann deiliskipulag fyrir Húsadal, Langadal/Slyppugil og Bása í Þórsmörk. Í deiliskipulaginu var mörkuð stefna í skipulags- og byggingarmálum. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu skipulagsgagna.

Bláskógabyggð | Aðalskipulag
Bláskógabyggð vann nýtt aðalskipulag sem markar stefnu um landnotkun og uppbyggingu í sveitarfélaginu til ársins 2027. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu á skipulaginu.

Fráveitulausn í Mývatnssveit
EFLA sá um verkfræðiráðgjöf varðandi fráveitulausn fyrir Skútustaðahrepp sem gengur út á að aðskila svartvatn (salernisskólp) frá grávatni hjá öllum rekstraraðilum sveitarfélagsins og endurnýta næringarefni í svartvatninu til uppgræðslu á Hólasandi. Kostnaður við þessa leið reyndist mun minni en við uppsetningu hefðbundinna þriggja þrepa hreinsistöðva á hverjum stað.
Endurnýting skólps er einnig jákvæð fyrir umhverfið og stuðlar að minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Vatnsdalshólar | Talning hóla
Vatnsdalshólar hafa til þessa verið álitnir óteljandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að telja hólana með því að nota nýjustu tækni og greiningarmöguleika í landupplýsingakerfum.

Deiliskipulag | Öldur III á Hellu

Hrunamannahreppur | Aðalskipulag
Hrunamannahreppur vann nýtt aðalskipulag sem markar stefnu um langnotkun og uppbyggingu í sveitarfélaginu til ársins 2032. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu á skipulaginu.

Útreikningur á kolefnisspori fyrir Odda
EFLA gerði útreikninga á kolefnisspori fyrir 4 vörur Odda; plastpoka, pappakassa, bók og öskju.
Helstu niðurstöður sýndu að kolefnisspor erlendra samkeppnisaðila er allt að 93% meira heldur en hjá Odda.

Vistferilsgreining fyrir íslenska steinull
EFLA gerði vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) fyrir steinull sem er framleidd hjá Steinull hf. á Sauðárkróki en um er að ræða fyrstu vistferilsgreininguna fyrir íslenskt byggingarefni.
Vistferilsgreiningar eru notaðar til að meta kolefnisspor eða vistspor vöru og þegar umhverfismerki (t.d. Svanurinn) eða umhverfisyfirlýsing (Environmental Product Declaration, EPD) eru útbúin fyrir vöru.

Þjórsárdalur | Rammaskipulag fyrir útivist og ferðaþjónustu
Rammaskipulagið er stefnumörkun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um áherslur á sviði ferðaþjónustu, útivistar og samgangna í Þjórsárdal. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi sveitarfélagsins við stefnumörkunina og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.

Kísilverksmiðja PCC á Bakka
Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.
EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað.

Uppruni svifryks í Reykjavík
EFLA vann verkefni þar sem uppruni svifryks í Reykjavík var kannað. Um var að ræða rannsóknarverkefni sem styrkt var af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar þar sem hlutfall einstakra uppsprettuefna í svifryki voru metin.
Svifryki minna en 10 µm að stærð (PM10) var safnað á síur með sérstökum svifrykssafnara sem er staðsettur á þaki loftgæðastöðvarinnar við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar.

Umferðargreining í Borgarnesi
EFLA var fengin til að greina umferð um gatnamót Vesturlandsvegar og Borgarbrautar í Borgarnesi. EFLA notaði dróna til að mynda gatnamótin og notaði hugbúnað til þess að telja og greina umferðina.

Vaðlaheiðargöng

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum | Fyrstu skref
EFLA og teiknistofan Eik á Ísafirði unnu saman að verkefninu í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tildrög verkefnisins voru að talsverðar breytingar hafa orðið í atvinnulífi á Vestfjörðum undanfarin ár m.a. með fjölgun ferðamanna og auknu fiskeldi. Ásamt því sem fyrirhugaðar eru miklar breytingar vegna tilkomu jarðganga og heilsársvegar sem mun tengja saman norðan- og sunnanverða Vestfirði.

Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar
EFLA framkvæmdi mat á umhverfisáhrifum á tveimur umhverfisþáttum fyrirhugaðrar 95 MW Hvammsvirkjunar í Þjórsá, þ.e. áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu og útivist annars vegar og landslag og ásýnd lands hins vegar.
Loftmyndir í Skaftafellsþjóðgarði
Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna við Skaftafell þurfti að endurhanna bílastæði og aðkomu inn á svæðið. Ekki voru til nýlegar loftmyndir sem sýndu þær breytingar sem höfðu verið gerðar á svæðinu síðustu árin.
EFLA var
fengin til að sjá um forhönnun á vegsvæðum og bílastæðum í samstarfi við
Landslag.

Björgunaræfing á Selfossi
Björgunarfélag Árborgar ásamt teymi frá EFLU lögðu af stað með tilraunaverkefni sem fólst í að athuga hvort hægt væri að nota dróna sem var útbúinn hitamyndavél til að leita að fólki bæði á landi og legi. Skipulagðar voru aðgerðir til að leita að sjálfboðaliðum sem tóku þátt í verkefninu í Ölfusá bæði í myrkri og dagsbirtu.

Deiliskipulag hafnarsvæðis í Grindavík
EFLA sá um að vinna deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Grindavík. Meginmarkmið verkefnisins var að setja ramma um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald.

Fitjalína 2 | Jarðstrengslagnir
EFLA sá um undirbúning og hönnun 132 kV jarðstrengslagnar milli Fitja og Helguvíkur á Reykjanesi. Um var að ræða tengingu á nýju tengivirki Landsnets sem sér kísilveri United Silicon fyrir raforku.
Grundarfjarðarlína 2
EFLA sá um undirbúning ásamt hönnun á 66 kV jarðstrengslögn milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi ásamt því að aðstoða við verkeftirlit á verktíma.

Kortlagning Geysissvæðisins
EFLA var fengin til að kortleggja 2,5 km2 á Geysissvæðinu í Haukadal. Nýta átti gögnin meðal annars við skipulagningu og hönnun svæðisins.

Búðarhálsvirkjun
Verkefnið fólst í verk-, útboðs- og deilihönnun mannvirkjahluta Búðarhálsvirkjunar auk ýmissar ráðgjafar í tengslum við verkefnið yfir þann tíma sem það stóð.

Hafnarmannvirki í Nuuk
EFLA hannaði hafnarmannvirki sem er hluti af nýrri stórskipahöfn á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi. Verkefnið er unnið í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.
Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk ásamt byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingar, verkstæðis, pakkhúss, kæli- og frystihúss.

Snæfellsstofa | Gestastofa á Skriðuklaustri
Gestastofan hýsir þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs með sýningar- og kennsluaðstöðu auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði.
Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið voru höfð í hávegum.

Landbúnaðarland í Kjósarhreppi
Landbúnaðarland í Kjósarhreppi var flokkað í fjóra flokka og útbúnir skilmálar fyrir hvern flokk eftir mikilvægi lands til akuryrkju. Starfsfólk EFLU (áður Steinsholts ehf) var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.

Umferðarhávaði | Rogaland í Noregi

Ylgarður
Ylgarður er innigarður sem þægilegt er að nota allt árið. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað ylgarðsins.

Vistferilsgreining fyrir orkuframleiðslu
Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vindorku við Búrfell.

Öryggis- og heilbrigðisáætlun Háskólans í Reykjavík
Markmið verkefnisins var að gera áhættumat starfa hjá Háskólanum í Reykjavík (HR). Áhættumatið náði til allra starfseininga skólans.

Rekstrarskoðanir leiksvæða í Reykjavík
Öryggis- og rekstrarskoðanir allra skólalóða, leikskólalóða og opinna svæða.

Vöktun loftgæða og vefgátt á Bakka
Umsjón með vöktunarbúnaði, sýnataka, mælingar og birting uppýsinga í vefgátt.
Hönnun á vegköflum í Noregi
Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.

Raufarhólshellir | Uppbygging
Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt ásamt öllum veitum fyrir það ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í hellinum.

Strætórein við Rauðagerði
Hönnun strætóreinar á Miklubraut við Rauðagerði, göngu- og hjólastígs, einnig hljóðvarna með gróðri milli götu og stíga.

Umhverfisstjórnun | Isavia
Ráðgjafar EFLU hafa unnið náið með starfsfólki Isavia við umhverfisgreiningar á öllum starfsstöðvum og skilgreiningu á mikilvægum umhverfisþáttum sem er forsenda umhverfisstefnu ásamt markmiðum og aðgerðaráætlun. Umhverfisstefna var samþykkt og innleidd í starfsemi Isavia.

Fráveitumál við Mývatn
Mývatn hefur sýnt merki ofauðgunar undanfarin ár sem haft hefur mikil áhrif á lífríki vatnsins. EFLA var fengin til að skrifa um ástand fráveitumála á sjö stöðum á vatnasviði Mývatns og leggja mat á kostnað við aðgerðir til að draga úr áhrifum fráveitanna á lífríki vatnsins.

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri
Verkefnið fólst í hönnun skólphreinsistöðvar til úboðs ásamt mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ráðgjöf varðandi leyfismál og mat á viðtaka.

Flóðareikningar í Sørfold
EFLA sá um að reikna hönnunarflóð í 16 vatnsföllum í Sørfold í Norður-Noregi vegna vegagerðar og gerðar tillögur að rofvörnum þar sem þurfti.
Uppbygging ferðamannaaðstöðu
Þrjár skýrslur voru unnar varðandi uppbyggingu salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Gerð var ástandsgreining á öllu landinu, kostnaður metinn við uppbyggingu og rekstur og tillögur gerðar.

Ísgöngin Langjökli
Verkefnið gekk út á að þróa hugmyndina um göng fyrir ferðamenn inn í jökulinn, sinna öllum undirbúningi og hönnun og hafa umsjón með framkvæmdum. Vegna eðlis verkefnisins var mikil áhersla lögð á umhverfis- og öryggismál.