Umhverfi

Rekstrarskoðanir leiksvæða í Reykjavík

Rekstrarskoðun, leiksvæði, reykjavíkurborg, leikvöllur

Öryggis- og rekstrarskoðanir allra skólalóða, leikskólalóða og opinna svæða.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Reykjavíkurborg

Verktími
2014 - 2017

Staðsetning
Reykjavík

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Reykjavíkurborg er rekstraraðili á fjórða hundrað leiksvæða við leikskóla, grunnskóla og á opnum svæðum. Framkvæma þarf á hverju ári öryggisskoðanir leiksvæða og eru þær lögum samkvæmt fimm talsins þ.e. ein s.k. aðalskoðun og fjórar s.k. rekstrarskoðanir.

Verkefnið snýst um að koma skipulagi á skoðanir leiksvæða í Reykjavík og innleiða nýja tækni (app e. smáforrit) við framkvæmd þeirra. Skráning leiksvæða þ.m.t. leiktækja, búnaðar og lóðar er nauðsynleg grunnvinna vegna innleiðingar smáforrits við framkvæmd rekstrarskoðana. 

Samhliða skráningunni var framkvæmd rekstarskoðun fyrir hvert svæði.
Markmið verkkaupa (rekstraraðila) er að koma á kerfi þar sem auðveldlega má rekja öll frávik í starfseminni og eftirfylgni er tryggð. Einnig að ná fram hagræðingu og tímasparnaði við skoðanirnar í framtíðinni. 

Smáforritið er orðið virkt og hægt er að framkvæma rekstrarskoðanir í snjallsíma eða spjaldtölvu á staðnum, á fljótlegri og markvissari hátt en áður.

Verkþættir

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi við innleiðingu í samstarfi við fyrirtækið Mainmanager ehf.
  • Umsjón og skráning leiksvæða s.s. leiktækja, búnaðar og lóðar
  • Uppstilling gátlista sem sérsniðnir eru hverju leiksvæði
  • Rekstrarskoðun leiksvæða og skráning í kerfi Mainmanager smáforritsins
  • Úrvinnsla skoðana, greining og forgangsröðun.

Ávinningur verkefnis

Allar skoðanir á leiksvæðum Reykjavíkurborgar fara eftirleiðis fram með snjalltæki og Mainmanager-appinu. Ábendingar/frávik berast strax til ábyrgðaraðila sem annast úrbætur. Þannig styttist tíminn frá skráningu atviks til viðgerða til muna auk þess að viðhaldssaga leiksvæða er skráð.

Sko__un_appAppið er auðvelt notkunar og ábendingar/frávik berast hratt og örugglega.

IMG_1008Eftirlitsaðilar frá EFLU að störfum

SL384393Eftirlitsaðilar frá EFLU að störfum
Var efnið hjálplegt? Nei