Verkefnastjórnun

Fyrirsagnalisti

Alþingi

Alþingi - viðbygging

Verkefnið felst í hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis sem mun standa á sama reit og Alþingishúsið. Nýbyggingin sameinar starfsemi Alþingis undir einn hatt. EFLA sér um alla verkfræðihönnun fyrir verkið.
Viðhaldsstjórnun

Viðhaldsstjórnunarkerfi hjá Isavia

Hjá Isavia setti EFLA nýverið upp viðhaldsstjórnunarkerfi fyrir færibandakerfi, landgöngubrýr og annan tæknibúnað sem heldur alfarið utan um viðhald á vélbúnaði.

Bláa Lónið

Bláa lónið | Hótel og upplifunarsvæði

EFLA hefur í gegnum tíðina séð um margs konar verkfræðihönnun fyrir Bláa lónið í Svartsengi. Nýjasta verkefnið er heilsulind og upplifunarsvæði sem byggt er inn í hraunið vestur af núverandi lóni, veitingahús, móttaka og 60 herbergja lúxushótel.

PCC Bakki

Kísilverksmiðja PCC á Bakka

Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin, og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.


EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað. 

Alvotech

Alvotech | Hátæknisetur í Vatnsmýri

Verkefnið fólst í hönnun á hátæknisetri Alvotech á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu. Stærð byggingarinnar er um 13.000 m. Húsið er allt í senn framleiðslu-, rannsóknar- og skrifstofuhúsnæði. 


Um 4.000 m2 framleiðslurýmis eru svokölluð hreinrými, byggð samkvæmt ströngustu stöðlum. Gerðar voru miklar kröfur til gæða hússins. 

Síldarvinnslan

Síldarvinnslan | Heildarþjónusta

EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu, s.s. stjórn og eftirlitskerfi vegna sjálfvirknivæðingar. 


Þá hefur EFLA komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.

EFLA Turkey

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi

EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu. 

Ylgarður

Ylgarður

Ylgarður er innigarður sem hægt er að nota allt árið í þægilegu andrúmslofti. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað Ylgarðsins.

Þeistareykjarvirkjun

Þeistareykjavirkjun | Eftirlitsþjónusta með byggingum og veitum

EFLA sér um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss fyrir tvær 45 MWe vélasamstæður og byggingu veitukerfis Þeistareykjavirkjunar.

Jarðboranir Hverahlíð

Jarðvarmavirkjun Hverahlíð | Forathugun og forhönnun

Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur óskuðu eftir að EFLA  tæki að sér forathugun og forhönnun á 90MWe jarðvarmavirkjun við Hverahlíð á Hengilsvæðinu. 


Aðalmarkmið verkefnisins var að frumhanna, kostnaðargreina og meta framkvæmdarhraða ásamt greiningu á rekstrarkostnaði virkjunar og tímasetja skipulagsmál, boranir, hönnun, útboð, afhendingu á búnaði og uppbyggingu á virkjanasvæðinu.

Gróska hugmyndahús

Gróska | Hugmyndahús - Bjargargötu 1

Um er að ræða byggingu sem hýsa mun skrifstofur, veitinga- og kaffihús og þjónustu auk frumkvöðlaseturs. Byggingin er á fjórum hæðum auk bílakjallara. Á fyrstu hæð byggingarinnar verður gert ráð fyrir þjónustustarfsemi en skrifstofustarfsemi á efri hæðum. Höfuðstöðvar CCP verða staðsettar á 3. hæð byggingarinnar.

Fjarðaál

Endurnýjun 220 kV endamúffa í Fjarðaáli

Skipt var um 220 kV endamúffur í afriðlum RF11, RF13, RF14 og RF15 og í eigin notkunarspennum Aux1001 og Aux2001.

Afriðill Norðurál

Fjarðaál | Endurbygging afriðils

EFLA sá um verkefnastjórnun og byggingarstjórnun fyrir endurbyggingu á 192 MVA afriðli RF12 hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði
Isavia - Mat á ræstingum

Isavia | Mat á ræstingum

Isavia ákvað að bjóða út ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt staðlinum INSTA 800, annað fyrirtækið á Íslandi til að fylgja þeim staðli við mat á gæðum ræstingar. Isavia leitaði til EFLU um ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem uppfylltu kröfur staðalsins.

Afriðill Norðurál

Fjarðaál | Afriðill í nýbyggingu

Nýr 92 MVA afriðill byggður og gangsettur fyrir Fjarðaál á Reyðarfirði. EFLA sá um yfirverkefnisstjórn í verkefninu.

Þeistareykjarvirkjun

Stjórnkerfi og fjarskiptakerfi Þeistareykjavirkjunar

EFLA sér um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum Þeistareykjavirkjunar, ásamt því að hanna og veita ráðgjöf um þráðlaus fjarskiptakerfi í stöðvarhúsi. 


Var efnið hjálplegt? Nei