Viðburðir

Golfmót EFLU 2021

20.ágúst 2021

  • Staðsetning: Grafarholtsvöllur GR
  • Tími: kl. 08:00 - 15:00
  • Skráningartímabil: 21.júní - 17.ágúst 2021
Golfmót viðskiptavina EFLU fer fram 20. ágúst 2021 hjá GR á Grafarholtsvelli og er ræst út samtímis af öllum teigum kl 9.00.
Mótið er með betri bolta fyrirkomulagi, fjórir golfarar leika saman, og skrá besta punktaskor á hverri holu á skorkortið. Þannig leika allir sínum bolta á öllum brautum líkt og í hefðbundnum höggleik eða punktakeppni. Hámarksforgjöf fyrir konur er 28 og karla 24. Dagurinn hefst kl 8:00 með morgunmat og afhendingu skorkorta og lýkur með hádegismat og verðlaunaafhendingu.