Handbók vefstjórans
Verkefni
Verkefni eru skráð undir tegund verkefnis (undirsíður). Yfirlitssíða verkefna sækir svo nýjustu verkefnin úr undirsíðum.
Skrá nýtt verkefni
- Farið er á undirsíðu úr valmyndinni á yfirlissíðu (t.d. /prosjekter/bygninger/ ).
- Smellið á Gula hnappinn (Efnisvalmynd) og veljið Nýskrá efni (það skiptir ekki máli hvaða gula hnapp er smellt á í listanum).
- Sláið inn Titil, undirtitil, Útdrátt og Meginmál.
- Smellið á Vista hnappinn til að klára skráninguna (verkefnið verður vistað sem uppkast).
Myndir í verkefnum
At. Myndir þurfa að vera að lágmarki 1920 * 1040px (breidd/hæð) fyrir verkefni sem birtast á forsíðu. Merkja þarf staðsetningu mynda til að þær birtist efst í stöku verkefni.
- Tví-smellið inn í textan á verkefninu (eða smellið á Gula hnappinn og veljið Breyta efni).
- Dragið mynd af möppu af tölvu og yfir á glugga vafrans.
- Tengd mynd (stærri verkefni): Sleppið myndinni yfir "gula borðann" sem birtist neðst á skjánum til að tengja mynd við verkefnið (tengd mynd birtist efst í verkefninu og birtist líka á forsíðunni ef að viðkomandi verkefni hefur verið tengt við forsíðuna).
Staðsett mynd (minni verkefni): Sleppið myndinni inn í textann þar sem að Græna örin birtist (myndin mun þá birtast á þeim stað þar sem að bendillinn var síðast staðsettur í textanum). Hægt er að draga myndina til ásamt því að velja mismunandi stærðir úr vefritil. - Farið í skráningu greinar (Guli hnappurinn - Breyta skráningu).
- Smellið á ítarlegt flipann (efst í horninu hægra megin).
- Smellið á Myndir og skjöl flipann.
- Setjið inn í Staðsetningarmerking: "flagship" (án gæsalappa).
Framsetning efnis í verkefnum
Notast er við Greinaklippur fyrir sértækar upplýsingar eins og Upplýsingar um verkefni, Tengiliði, Umhverfismál, Verkþætti, Tilvitnun og Fylgiskjöl
Setja inn greinaklippu
- Tví-smellið inn í textann til að fara í ritham, vefritillinn birtst þá efst á síðunni.
- Veljið þann stað í textanum þar sem að greinaklippan á að birtast.
- Smellið á Setja inn greinaklippu úr vefritil hnappinn
- Smellið á Nota hnappinn fyrir viðkomandi greinaklippu.
- Greinaklippan birtist í textanum og hægt er að breyta eða bæta við eftir þörfum.
Ath. greinaklippur eru staðsettar í meginmálinu þegar notandur eru skráðir inn í Eplica til að auðvelda efnisinnsetningu, útskráðir notendur sjá greinaklippur á réttum stöðum.
Tegundir greinaklippa
- Project - About: Upplýsingar um verkefni, sett inn í Útdrátt.
- Project - Attachment: Viðhengi verkefnis
- Project - Environment: Upplýsingatexti um umhverfismál
- Project - Quotebox: Tilvitnun
- Project - ServiceTypes: Þjónustutegundir
Tengja verkefni inn á forsíðu
- Farið í skráningu viðkomandi verkefnis (Guli hnappurinn - Breyta skráningu).
- Í glugganum sem birtist, smellið á Útgáfa flipann.
- Smellið á Tengja við vefsíðu hnappinn.
- Smellið á Forsíða hlekkinn í veftrénu sem birtist undir Prosjekter.
Smellið á Velja hnappinn.
Verkefnið hefur nú verið tengt inn á forsíðuna. Hægt er að breyta röðun verkefna sem birtast á forsíðunni ásamt því að fjarlægja verkefni af forsíðu.
Önnur verkefni
Hægt er að draga úr listanum verkefni sem birtast fyrir neðan stakt verkefni með því að gefa þeim staðsetningamerkingu.
- Farið á viðkomandi þjónustu (td. Energy )
- Smelli á Síðuvalmynd hnappinn
- Veljið Ritstjórnarskjár
Í listanum sem birtist, sláið inn "other" (án gæsalappa). Þau verkefni sem eru merkt sem other munu birtast í listanum fyrir neðan stakt verkefni.
Ath. það þarf að gefa 4. verkefnum staðsetninguna "other", ástæðan er sú að ef að stakt verkefni er skoðað og það er með merkinguna "other" þá mun það verkefni ekki birtast í listanum fyrir neðan (annars væri verið að tví-taka það).
Breyta röðun verkefna á forsíðu
- Farið er inn á yfirlitssíðu verkefna á forsíðu: /prosjekter/forsida/. Smellið á Síðuvalmynd hnappinn sem birtist efst í vinstra horninu.
- Veljið Ritstjórnarskjár.
- Setjið inn tölugildi til að stjórna röðun verkefna.
- Til að fjarlægja verkefni af forsíðu er smellt á "ruslatunnu" merkið (ath. það er ekki verið með því að eyða viðkomandi verkefni heldur einungis að fjarlægja verkefni af forsíðunni, verkefnið helst ennþá á verkefnasíðunni).
Fréttir
Nýjar fréttir eru skráðar á /om-efla/nyheter/ fréttasíðunni og birtast sjálfkrafa á forsíðunni og raðast þær upp eftir dagsetningu og tímaröð. Hægt er að tengja fréttir við stök verkefni sem birtast sem listi fyrir neðan viðkomandi verkefni Ttengdar fréttir).
Tengja frétt við verkefni:
- Farið er í skráningu viðkomandi fréttar með því að smella á Gula hnappinn (Efnisvalmynd) og velja Breyta skráningu.
- Smellt er á Ítarlegt hnappinn í glugganum sem birtist og síðan Aðkomutengingar.
- Smellið á Ný tenging frá: Greinar hnappinn.
- Í glugganum sem birtist er hægt að leita eftir verkefni með því að slá inn í Titill, smella svo á Leita hnappinn.
- Smellið á Velja hnappinn til að tengja við viðkomandi verkefni.
- Smellið á Vista breytingar til að klára tenginguna.
Article Images
Images placed inside articles are automatically:
- made full-width
- placed on their own line
- given generous vertical margins
- normalized to the "Article Standard" size format (at the time of saving), which is gently cropped if the image's shape is outside a sensible limit.
In cases where you want to insert a narrower width (or off shaped) image, set the "IMG style" to "Non-standard size" - and then it's format won't be normalized to "Article Standard" on save.
For cases where you wish to skip all auto-styling/margins/normalization and have the image be part of the normal text flow (like for placing tiny icons inside a sentence) set the "IMG style" to be "Inlined in sentence".
Service Category Icons
To add/update the icon images for the service categories, one must upload the icons to a media category called "Service Icons". The uploaded icon-images must be have the following names to be picked up by the CSS:
- buildings.jpg
- energy.jpg
- environment.jpg
- growth.jpg
- industry.jpg
- management.jpg
- research.jpg
- transport.jpg
Skipta um mynd á forsíðu í "Karriere"
1. Hlaða inn réttri mynd í skjalasafnið. Þegar það er gert, þarf að afrita vefslóð frummyndarinnar, það er gert með því að fara í skjalsafnið og smella á heiti myndarinnar, þá opnast skráningargluggi, velja þarf Ítarlegt til að sjá vefslóð frummyndar:
Hér þarf að afrita vefslóð frummyndar.
2. Fara í bláa hnappinn og velja "Breyta efni". Ef smellt er á myndina kemur upp vefritillinn, þá er hægt að eyða út myndinni með því að smella á hnappinn fyrir rustatunnuna. Til þess að setja inn nýja mynd þá er hægt að afrita vefslóð myndarinnar í reitinn sem stendur "Mynd"
EÐA
Smella á hnappinn með mynd og bréfaklemmu og setja hana þannig inn. Það þarf að passa að rétt myndastærð sé valin "Homepage - Employment box"
Bæta við flokk "Í brennidepli"
Flokkarnir sem birtast "Í brennidepli" eru undirsíður undir "Þjónusta" í veftrénu.
Til þess að stofna nýjan flokk þarf að opna veftréð og nýskrá undirsíðu undir Í brennidepli:Sniðmát síðunnar á að vera "Þjónusta - flokkur". Hér er dæmi frá flokknum "Ferðaþjónusta":
Gott er að hafa síðuna falda á meðan unnið er í henni.
Svo getur þú byrjað að skrá greinar eða tengja greinar þar inn frá öðrum stöðum.
Hugsmiðjan þarf að sjá um að setja myndina rétt inn (með réttri CSS merkingu í greinaskráningunni) en þú getur hlaðið mynd í skjalasafnið og sent okkur slóðina á myndina.
Ef þú vilt taka út einhvern flokk, þá stillir þú birtingu í Falin.
Nýtt hafa samband form
Til að skrá inn nýtt hafa samband form þarf að skrá gildi forms í stjórnkerfinu og setja inn einingu á viðkomandi vef/síðu sem inniheldur Merkingu (til að tengja saman form skráningu og einingu).
Skrá þarf form í stjórnkerfi:
- https://efla.eplica.is/ -> Vefnotkun -> Form.
- Fylla þarf út þakkartexta, viðtakendur og form gildi (hægt er að nota Hafa samband formið sem viðmiðun).
- Farið er á viðkomandi síðu þar sem að formið á að birtast (t.d.
Blogg
Blogginu er skipt upp í yfirlit bloggfærslna ( Allt ), tegundir færslna ( Framtíðin , Fagið og samfélagið ) og Höfundar.
Skráning höfunda
- Farið á höfundasíðuna og veljið Síðuvalmynd -> Ný undirsíða.
- Sláið inn nafn höfundar sem síðuheiti og veljið Blogg - Höfundur sem Síðutegund.
- Smellið á Í lagi hnappinn til að klára skráninguna.
Á yfirliti yfir höfunda má finna valmynd sem að er einungis sýnileg fyrir innskráða notendur. Smellið á viðkomandi höfund til að fara inn á þá síðu. Á höfundarsíðunni eru tvær einingar Sú efri er til að skrá inn höfund og sú neðri til að birta greinar tengdar við höfundinn.
- Smellið á gula hnappinn (Síðuvalmynd -> Nýskrá efni) hjá efri einingunni til að skrá inn grein fyrir höfundinn.
- Tengið mynd fyrir höfundinn.
- Setjið inn HTML greinaklippu (Blogg - helstu málefni)
neðst í samantektina til að birta Málefni. Greinaklippan færist neðst í greinina þegar notandinn er útskráður og er einnig sýnileg í yfirliti yfir höfunda.
Ef búið er að skrá inn bloggfærslur má tengja þær inn á viðkomandi höfund sem tengdar greinar. Það er gert með því að smella á Síðuvalmynd -> Ritstjórnarskjár (að því gefnu að notandi sé staddur á höfundarsíðu).
- Smellið á Ný tenging frá: Greinar hnappinn, leitið að bloggfærslu og smellið á Velja.
Ath: grein sem að er merkt sem "main" er frátekin fyrir upplýsingar um höfundinn og birtist alltaf efst.
Skrá inn bloggfærslu
Bloggfærsla er skráð inn á viðkomandi flokk ( Framtíðin , Fagið eða Samfélagið)
- Farið inn á viðkomandi flokk og veljið Efnisvalmynd -> Nýskrá efni.
- Setjið inn texta fyrir bloggfærsluna. Þrjár tegundir af greinaklippum eru fyrir bloggið (Blogg - heimild, Blogg - viðhengi og Blogg - heimild). Greinaklippurnar eru notaðar á venjulegan hátt (sbr. Verkefni og Þjónustur).
- Vistið greinina og smellið á Efnisvalmynd -> Breyta skráningu á viðkomandi blogg færslu.
- Í glugganum sem birtist, Veljið Greinategund: "Blogg".
- Veljið Eigindi flipann.
- Skrunið niður að 5. blogg eigindunum.
- Veljið Tengdar greinar úr fellivalmyndinni (hægt er að velja inn þrjár greinar).
- Skrunið niður að 6. Höfundar.
- Veljið Höfunda úr fellivalmyndinni (hægt er að velja inn fjóra höfunda).
Blogg færslan mun birtastr sjálfkrafa í yfirlitinu Allt .