Fréttir

23.5.2018 : Samfélagsskýrsla EFLU 2017 er komin út

Samfélagsskýrsla EFLU 2017_nytt

EFLA hefur gefið út sína þriðju skýrslu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Í skýrslunni er leitast við að taka saman á einum stað helstu áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð á árinu 2017. 

Lesa meira

18.5.2018 : EFLU-þing á Akureyri: Hvernig líður okkur í byggingum?

EFLU-þing Akureyri

Þann 7. júní fer fram EFLU-þing á Akureyri og verður fjallað um áhrif innivistar á heilnæmi bygginga og líðan fólks. Staðreyndin er að við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skiptir miklu máli fyrir heilsu og vellíðan að innivistin sé góð.

Lesa meira

16.5.2018 : Málefni veitufyrirtækja rædd á Fagþingi Samorku

Fagþing Samorku

Fagþing Samorku um málefni veitufyrirtækja, þ.e. hita- vatns- og fráveitna, verður haldið 23.-25. maí í Hveragerði. Starfsfólk EFLU á sviði veitumála sækir ráðstefnuna og flytja þar fjögur erindi. 

Lesa meira

11.5.2018 : Seinni vélasamstæða Þeistareykjavirkjunar gangsett

Þeistareykir

Framkvæmdum við nýjustu jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, Þeistareykjavirkjun, er að ljúka og eru báðar 45 MWe vélasamstæður virkjunarinnar komnar í rekstur. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss, lagningu gufuveitu og forritun stjórnkerfis.

Lesa meira

11.5.2018 : Göngubrú í Noregi komið fyrir

Nygardsbroen Bergen

Þann 3. maí var ný stálbrú hífð á sinn stað við Nygårdstangen í Bergen eftir að hafa verið flutt í heilu lagi með skipi frá Póllandi þar sem hún var smíðuð. Brúin sem er 72 m löng göngu- og hjólabrú vegur 155 tonn. 

Lesa meira

9.5.2018 : Tilnefning til Norrænu lýsingarverðlaunanna

Raufarhólshellir

Lýsingarhönnun EFLU í Raufarhólshelli hefur verið tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna en tvö íslensk lýsingarverkefni hlutu tilnefningu. Hitt verkefnið er lýsingarhönnun í Lava eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Á bak við Norrænu lýsingarverðlaunin, Nordisk Lyspris, standa samtök ljóstæknifélaga á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira

9.5.2018 : Stelpur í tækni

Stelpur í tækni - heimsókn til EFLU

Þann 3. maí síðastliðinn tók EFLA á móti hóp ungra stúlkna úr 9. bekk í Rimaskóla í tengslum við verkefnið „Stelpur og tækni“. Verkefnið er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að  vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum.

Lesa meira

1.5.2018 : Viðurkenning fyrir lagnaverk

20180429_Lofsvert-Lagnaverk

EFLA hefur hlotið viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 2017“ fyrir hönnun á lagna- og loftræsikerfi í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ. Það er Lagnafélag Íslands sem veitir árlega viðurkenningar fyrir vel unnið lagnaverk. 

Lesa meira

30.4.2018 : Sjálfakandi bíll kemur til landsins

Rafbíll

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi verður frumsýndur á Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkur fimmtudaginn 3.maí. EFLA hefur staðið að undirbúningi komu bílsins í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility.

Lesa meira

27.4.2018 : Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Virkjunarkostir í Eyjafirði

Mánudaginn 23. apríl kynnti EFLA skýrslu sem var unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um smávirkjunarkosti í Eyjafirði. Kynningin var haldin í Hofi og mættu um 60 manns, þ.á.m. sveitastjórnarmenn, virkjunaraðilar, aðilar frá orkufyrirtækjum og aðrir áhugasamir um virkjanir. 

Lesa meira

24.4.2018 : EFLA tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu

EFLA is at IGC

Alþjóðleg ráðstefna og sýning um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, fer fram í Hörpu dagana 24. – 26. apríl. Ráðstefnan er haldin af Íslenska jarðhitaklasanum sem EFLA er hluti af. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan fer fram og að þessu sinni er áherslan sett á umræðuna um viðskiptaumhverfið og þær áskoranir sem fylgja því að þróa jarðhitatengd verkefni. 

Lesa meira

13.4.2018 : Hljóðvistarráðstefna í Reykjavík

Hljóðráðgjöf EFLU

Ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fer fram 15.-18. apríl í Hörpu og hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á breiðu sviði hljóðtengdra málefna. Starfsmenn EFLU á sviði hljóðvistar taka þátt í ráðstefnunni og flytja erindi ásamt því að vera með kynningarbás.

Lesa meira

9.4.2018 : Norðurorka tekur nýtt skjákerfi í notkun

skjákerfi Norðurorku

EFLA hefur undanfarin misseri verið ráðgjafi Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis á Akureyri, varðandi þróun og uppsetningu á nýju skjákerfi sem ætlað er að leysa eldra kerfi af hólmi.

Lesa meira

5.4.2018 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU 2018
EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu og stuðla að fjölbreyttu mannlífi. Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóðinn og tekið er á móti umsóknum til 22. apríl næstkomandi.  Lesa meira

4.4.2018 : EFLA með tvö erindi á Degi verkfræðinnar

Brú í Hafnarfirði - EFLA

Föstudaginn 6. apríl, verður Dagur verkfræðinnar haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, spennandi störf og verkefni á sviðinu ásamt því að efla tengsl og samheldni innan greinarinnar. Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt í deginum og flytja tveir starfsmenn okkar erindi.

Lesa meira

28.3.2018 : Rannsóknarverkefni um losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum

Rannsóknarverkefni um urðunarstaði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins. EFLA verkfræðistofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sorpurðun Vesturlands hf. fengu 2 milljón króna styrk til að halda áfram rannsókn þar sem lagt er mat á losun metans frá urðunarstöðum hér á landi sem og oxun metans í yfirborði með mælingum og vöktun. 

Lesa meira

22.3.2018 : Tillögur um hagkvæmt húsnæði

Reykjavik

Reykjavíkurborg ætlar á næstu árum að úthluta lóðum fyrir um fimm hundruð íbúðir fyrir fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Veittur verður afsláttur af lóðaverði og íbúðirnar miðaðar að þörfum þeirra sem geta ekki, eða vilja ekki, leggja mikið fé í eigið húsnæði. Hugmyndaleit að framkvæmd slíkrar byggðar var sett af stað í vetur og sendi EFLA inn nokkrar tillögur, þar af sendu EFLA og Ístak inn sameiginlega tillögu.

Lesa meira

15.3.2018 : Íslensku lýsingarverðlaunin til EFLU

Raufarhólshellir

EFLA hlaut íslensku lýsingarverðlaunin 2017 í flokki útilýsingar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli. Hellirinn er afar tilkomumikill og með vandaðri og rétt stilltri lýsingu njóta gestir fjölbreyttra og náttúrulegra lita hellisins.  

Lesa meira

14.3.2018 : Erindi um landeldi á Strandbúnaðarráðstefnu

landeldi

Strandbúnaður 2018, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt, fer fram 19.-20. mars næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Um er að ræða árlegan vettvang þeirra sem starfa í strandbúnaði. EFLA verður með kynningarbás á svæðinu og mun Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar, flytja erindi á ráðstefnunni. 

Lesa meira

14.3.2018 : Innivistarmál rædd á Dokkufundi

Nýverið komu gestir frá Dokkunni í heimsókn til EFLU og kynntu sér mikilvægi góðrar innivistar í fyrirtækjum. Innivist er samnefnari yfir marga þætti í byggingum sem hafa áhrif á líðan starfsmanna. 

Lesa meira

6.3.2018 : EFLA verður á Verk og vit

Gróðurveggur EFLU

Stórsýningin Verk og vit verður haldin 8.–11. mars í Laugardalshöll og er EFLA eitt af 120 fyrirtækjum sem taka þátt í sýningunni.

Lesa meira

27.2.2018 : Nýsköpunar- og þróunarverkefni í áliðnaði

Alklasinn---verdlaunahafar-og-styrktaradilar

Álklasinn er hugsaður sem samstarfsvettvangur fyrir fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum og á m.a. að gera þeim kleift að vinna að sameiginlegum verkefnum og vinna að nýsköpun. EFLA er einn af samstarfsaðilum Álklasans og tekur virkan þátt í nýsköpunar- og þróunarverkefnum tengdum áliðnaðinum. 

Lesa meira

27.2.2018 : EFLA bakhjarl heimsþings kvenleiðtoga

Reykjavík
Næstu fjögur ár verður Heimsþing kvenleiðtoga haldið á Íslandi og var landið valið vegna árangurs í jafnréttismálum. EFLA er einn af bakhjörlum þingsins. Lesa meira

26.2.2018 : Umhverfisáhrif vegsöltunar

Vegur

Í gegnum tíðina hefur vegsalt (NaCI) verið notað til hálkuvarna.  Erlendis hefur verið sýnt fram á neikvæð umhverfisáhrif vegna vegsöltunar og þótti því ástæða til að fá mynd af ástandinu á Íslandi og meta hvort umhverfisáhrif af vegsöltun séu til staðar. EFLA vann skýrslu fyrir Vegagerðina um stöðuna og skoðaði fyrst og fremst áhrif vegsalts á grunnvatn.

Lesa meira

21.2.2018 : Brúahönnun í Drammen

Brú Drammen í Noregi

Borgaryfirvöld í Drammen í Noregi hafa hleypt af stokkunum undirbúningi og hönnunarvinnu vegna endurnýjunar á Bybrua, brúnni sem tengir saman tvo meginborgarhluta Drammen. EFLA er hluti af hönnunarteyminu sem kemur að verkefninu.

Lesa meira

16.2.2018 : EFLA gengur í Viðskiptaráð

Guðmundur Þorbjörnsson

EFLA ákvað nýlega að ganga í Viðskiptaráð Íslands og samhliða inngöngu hlaut Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, kosningu í stjórn ráðsins.

Lesa meira

6.2.2018 : EFLA verður á Framadögum 2018

Framadagar er árlegur viðburður sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 8. febrúar. Tilgangurinn er að gefa ungu fólki tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa. 

Lesa meira

31.1.2018 : Opið fyrir umsóknir um sumarstörf

sumarstarfsmenn EFLU
EFLA hefur opnað fyrir umsóknir um sumarstörf 2018 og er hægt að sækja um starf gegnum ráðningarvefinn. Lesa meira

24.1.2018 : EFLA er framúrskarandi fyrirtæki áttunda árið í röð

Framúrskarandi EFLA 2010-2017

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mati Creditinfo. EFLA er í hópi 855 fyrirmyndarfyrirtækja sem þessa viðurkenningu hljóta, sem samsvarar um 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi, en um 38.500 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá.

Lesa meira

16.1.2018 : Nýting vindorku raunhæfur valkostur

vindlundur

EFLA hefur undanfarin ár unnið að fjölmörgum verkefnum er tengjast vindorku hér á landi og verið áberandi á þessu sviði. Nýverið auglýsti Skipulagsstofnun tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Snæfellsbæ en þar er meðal annars fjallað um vindorku í sveitarfélaginu og sá EFLA um þá greiningu.

Lesa meira

10.1.2018 : Leitum að starfsmanni í mötuneytið okkar

Mötuneyti starf

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í hlutastarf í mötuneyti fyrirtækisins að Höfðabakka 9, Reykjavík.

Lesa meira

8.1.2018 : EFLA verður á Verk og vit 2018

Forum verk og vit
Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll 8. – 11. mars næstkomandi og verður EFLA með kynningarbás sem staðsettur er á svæði B6.  Lesa meira

22.12.2017 : Sigurvegari í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands

Vinningshafar rammaskipulags Vífilsstaðalands

Garðabær efndi til samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, byggðar austan Reykjanesbrautar við Hnoðraholt og Vífilsstaði. EFLA verkfræðistofa, arkitektastofan Batteríið og landslagsarkitektastofan Landslag sendu sameiginlega tillögu í keppnina sem var valin sigurvegari samkeppninnar.

Lesa meira

19.12.2017 : Opnunartími yfir hátíðirnar

Gleðilega hátíð frá EFLU
Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Upplýsingar um opnunartíma skrifstofu EFLU yfir jólahátíðina má sjá hér fyrir neðan. Lesa meira

13.12.2017 : Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 8 verkefna

Samfélagssjóður EFLU 2017 seinni úthlutun

Samfélagssjóður EFLU veitti sína elleftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 77 umsóknir í alla flokka og hlutu 8 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

12.12.2017 : Umhverfismál rædd á loftslagsfundi

Loftslagsráðstefna í Hörpu - EFLA

Reykjavíkurborg og Festa héldu loftslagsfund í Hörpu föstudaginn 8. desember. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur var haldinn en áætlað er að viðburðurinn fari fram árlega.

Lesa meira

29.11.2017 : Konur í orkumálum í heimsókn

Konur í orkumálum - heimsókn til EFLU

Félag kvenna í orkumálum kom í heimsókn til EFLU þriðjudaginn 28. nóvember. Starfsfólk EFLU af orkusviði og umhverfissviði sagði frá áhugaverðum verkefnum sem fyrirtækið er að fást við. 

Lesa meira

27.11.2017 : Finnafjarðarverkefnið kynnt á ráðstefnu í Skotlandi

Hafsteinn Helgason á ráðstefnu Arctic Circle 2017

Í síðustu viku fór fram ráðstefna í Edinborg um þátttöku Skotlands í þróun Norðurslóða, en Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða hélt ráðstefnuna í samvinnu við ríkisstjórn Skotlands. Hafsteinn Helgason hjá EFLU flutti þar erindi um Finnafjarðarverkefnið. 

Lesa meira

24.11.2017 : Framkvæmdum við Glerárvirkjun II miðar vel áfram

Glerárvirkjun 2

Síðastliðið ár hafa framkvæmdir við Glerárvirkjun II staðið yfir og miðar þeim vel áfram. Virkjunin verður 3,3 MW og mun hún anna um 17% af almennri orkuþörf Akureyrar. 

Lesa meira

21.11.2017 : Fráveitumál rædd hjá Samorku

Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur. 

Lesa meira
Síða 1 af 3