Burðarvirki

Víðtæk reynsla okkar í byggingariðnaði hefur fært EFLU alhliða þekkingu á greiningu og hönnun burðarvirkja, allt frá íbúðarhúsnæði til stórra atvinnu- og iðnaðarmannvirkja.

Exterior of a modern brown building

Sérfræðiteymi

EFLA veitir víðtæka ráðgjöf á öllum sviðum burðarþolshönnunar, bæði í nýjum og eldri mannvirkjum. Sérfræðingar okkar vinna í öflugum teymum og hafa metnað fyrir því að sérhanna lausnir til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina. Verkefni eru unnin í margvíslegum þrívíddarhugbúnaði auk þess sem upplýsingalíkön fyrir byggingar (BIM) eru sett fram, sé þess óskað. EFLA starfar samkvæmt hönnunarstöðlum Eurocode og í samræmi við íslensk lög og reglur.

Gæði og nýsköpun

Yfirgripsmikil reynsla af því að nota margvíslegar byggingaraðferðir, ásamt vilja til að nota ný byggingarefni, gerir EFLU kleift að mæta þeim kröfum sem hvert verkefni setur. Með því að sameina sérfræðiþekkingu starfsmanna EFLU og nýjustu þróun í hönnunaraðferðum og hugbúnaðartækni getum við sérsniðið lausnir sem uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Sérstaða okkar er sú þekking sem sérfræðingar okkar búa yfir og færni í að setja fram óhefðbundnar lausnir í fjölbreyttum verkefnum.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Hönnun nýrra burðarvirkja úr steypu, stáli og timbri
  • Hönnun úr gleri, áli, koltrefjum, ryðfríu stáli o.fl.
  • Hönnun einstakra byggingarhluta, svo sem forsteyptra eininga, glerhandriða og útveggjaklæðninga
  • Hönnun vatnsþéttrar steypu, sjónsteypu, forspenntrar steypu og eftirspenntrar steypu
  • Breytingar og endurbætur á eldri mannvirkjum
  • Jarðskjálftagreiningar
  • Efnisval m.t.t. eiginleika og endingar
  • Verklýsingar, kostnaðaráætlanir og útboðsgögn
  • Vistvæn hönnun, t.d. með tilliti til Breeam vottunar
  • Líftímagreiningar (LCC)
  • Vistferilsgreiningar (LCA)

Hönnun fyrir fólk

Sérfræðiteymi EFLU um burðarvirki leggur metnað í hönnun sem sameinar nýsköpun, verkfræðilega og efnahagslega hagkvæmni. Niðurstaðan eru sterk, umhverfisvæn og hagkvæm mannvirki sem eru byggð til framtíðar og stuðla að vellíðan og öryggi notenda.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU