Vistvottun skipulagsáætlana - BREEAM

Hjá EFLU starfa sérfræðingar í vistvænni og sjálfbærri hönnun skipulags og mannvirkja. Þeir búa meðal annars yfir réttindum til að sinna BREEAM-vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir og byggingar, sem og vistvottun innviða.

Loftmynd af á og vegi sem breytist í brú yfir ána. Bensínstöð öðrum megin árbakkans og golfvöllur

Þrjár stoðir sjálfbærni

Starfsfólk EFLU hefur mikla reynslu af BREEAM vistvottunarkerfinu. Innan fyrirtækisins starfa löggiltir matsmenn og umhverfissérfræðingar sem leggja áherslu á að vinna að sjálfbærum lausnum. BREEAM er alþjóðlegt vistvottunarkerfi og býður EFLA upp á vottanir fyrir mismunandi stig lífsferils bygginga sem og annarra mannvirkja, auk skipulagsáætlana. Í vottunarkerfinu er lögð áhersla á að tekið sé tillit til þriggja stoða sjálfbærni: samfélags, efnahags og umhverfis. Starfsfólk EFLU notar kerfið sem leiðarvísi og ákveðið aðhald til að tryggja að leitað sé að bestu lausninni hverju sinni til að hámarka sjálfbærni við gerð skipulagsáætlana.

Mikill uppgangur

EFLA hefur tekið þátt í fjölda verkefna sem snúa að BREEAM-vottunum og sinnt þar ýmsum hlutverkum. Þar hefur starfsfólk okkur unnið m.a. sem hönnuðir og umhverfisráðgjafar, en einnig sem matsaðilar fyrir vistvottun. Þverfagleg þekking innan EFLU nýtist afar vel til að takast á við jafn víðfeðm verkefni og vistvottanir skipulagsáætlana eru. Mikill uppgangur hefur verið í vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir hérlendis á undanförnum árum. Með því að gera kröfu um að skipulagsáætlanir fari í gegnum BREEAM-vottun er tryggt að landsvæði sé skipulagt með sjálfbærni í huga og þannig nýtist vottunarferlið sem ákveðið gæðaeftirlit, t.d. fyrir sveitarfélög.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Rafkerfi og lýsingar
  • Lagnir og loftræsing
  • Orkunýtni
  • Hljóðvist og efnisval
  • Frárennslismál og úrgangsmál
  • Loftmengun
  • Vistfræðileg gildi lóða
  • Grænar lausnir fyrir þök
  • Vistvænar samgöngur og hönnun hjóla- og göngustíga
  • Umhverfis- og öryggisstjórnun á verktíma
  • Líftímakostnaðargreiningar (LCC)
  • Virkni- og viðtökuprófanir
  • Ráðgjöf við vistvottun með viðurkenndum BREEAM matsmönnum

Sjálfbærni og gæðaeftirlit

Á undanförnum árum hefur verkefnum BREEAM á Íslandi fjölgað vegna vaxandi áherslu á umhverfisvænar lausnir. EFLA hefur veitt ráðgjafar- og matsþjónustu fyrir mörg slík verkefni og tryggt að þau uppfylli kröfur um BREEAM vottun. Með því að gera kröfu um að skipulagsáætlanir fari í gegnum BREEAM-vottun er tryggt að landsvæði sé skipulagt með sjálfbærni í huga og þannig nýtist vottunarferlið sem ákveðið gæðaeftirlit, til dæmis fyrir sveitarfélög.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU