Staðarval

Starfsfólk EFLU hefur sérhæfingu og reynslu sem nýtist vel við verkefni sem tengjast staðarvali og valkostagreiningum fyrir framkvæmdir og ólíka starfsemi.

Við strönd, melgresi í fókus og forgrunni, haf, fjöll og land með byggingum á úr fókus hinum megin hafsins

Sérfræðiþekking á staðarvali

Við val á staðsetningu þarf að taka tillit til þátta sem hafa mismikil áhrif á ákvörðunina, svo sem tæknilegra forsendna framkvæmda, umhverfis- og náttúrufarsaðstæðna, skipulagsmála, samfélags og sjónarmiða mismunandi hagsmunaaðila. Staðarval getur verið flókið ferli þar sem greina þarf mikilvæga áhrifaþætti, ákvarða vægi þeirra og leita bestu lausna.

Við staðarval er lögð áhersla á öflun upplýsinga sem nýtast við mótun valkosta. Þar er gjarnan stuðst við greiningar í landupplýsingakerfum sem gefa landfræðilegt yfirlit yfir áhrifaþætti sem geta haft áhrif á staðarval. Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi (e. GIS based Multi criteria decision analysis (MCDA)) er ein þeirra aðferða sem getur stutt við ákvarðanatöku með því að meta hentug svæði og til að bera saman ólíka valkosti. Aðferðin hentar sérstaklega vel til að meta hentugleika innan stærri svæða, til dæmis innan sveitarfélags, landsfjórðungs eða jafnvel enn stærri svæða. Aðferðin gerir framkvæmdaraðilum kleift að taka tillit til allra helstu áhrifaþátta sem snúa að framkvæmdum strax á upphafsstigum, á markvissan og hagkvæman hátt.

Þverfagleg sérþekking

Hjá EFLU starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem hefur góða þekkingu á ólíkum þáttum sem geta haft áhrif á staðarvalið og hefur áralanga reynslu af slíkum greiningum. Þar má nefna sérfræðinga í skipulagsmálum, umhverfismálum, orkumálum, samgöngumálum og landupplýsingakerfum.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Greining og kortlagning áhrifaþátta
  • Mat á vægi áhrifaþátta
  • Greining á hentugum svæðum
  • Samanburður svæða
  • Valkostagreining
  • Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi
  • Kortagerð

Skynsamleg landnýting

Starfsfólk EFLU aðstoðar viðskiptavini sína þegar kemur að því að nýta landið á skynsamlegan hátt í sátt við umhverfi og samfélag. Með greiningum, gagnaöflun og vinnslu landupplýsinga er gefið yfirlit yfir helstu þætti sem hafa áhrif á staðarval. Þannig leggjum við okkar að mörkum til að mynda grunn fyrir farsæla ákvarðanatöku sem byggir á greiningum á raunhæfum staðarvalkostum.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU