Mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar

Það skiptir sköpum að umhverfi okkar sé skipulagt, hannað og byggt í sátt við fólk og náttúru. EFLA býður upp á alhliða ráðgjöf á sviði mats á umhverfisáhrifum og leyfisveitinga.

Green moss covered cracked ground

Ráðgjöf í gegnum allt ferlið

Strangar reglur eru um nýframkvæmdir og er þeim ætlað að vernda bæði Jörðina og samfélagið. Á Íslandi eru í lögum nr. 111/2021 skilgreindar þær framkvæmdir og áætlanir sem þarfnast umhverfismats. Niðurstaða þessa umhverfismats hefur áhrif á veitingu framkvæmdaleyfa. EFLA veitir ráðgjöf í öllu mats- og leyfisferlinu, óháð umfangi verksins. Þjónusta okkar nær yfir skimun, greiningu á umhverfisáhrifum og ráðleggingar um mótvægisaðgerðir. Við bjóðum upp á heildstæðar og samþættar lausnir og aðstoð til þróunaraðila við að tryggja tímanleg og áætluð verklok byggingarframkvæmda. Teymi EFLU sem vinnur að mati á umhverfisáhrifum samanstendur af fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mikla reynslu.

Fjöldi verkefna

Sérfræðingar EFLU hafa unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði mats á umhverfisáhrifum framkvæmda. Má þar nefna samgöngumannvirki í þéttbýli, vegagerð í dreifbýli, efnistöku, háspennulínur, virkjanir, snjóflóðavarnir, urðunarstaði, vatnsaflsvirkjanir, þauleldi grísa og alifugla og varnir gegn náttúruvá. Í tengslum við lögbundið ferli við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda aðstoðar EFLA einnig viðskiptavini við öflun nauðsynlegra leyfa fyrir framkvæmdum. Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf varðandi kröfur starfsleyfa, t.d. umhverfismælingar, umhverfisvöktun, grænt bókhald, umhverfisskýrslugerð og annað sem upplýsa þarf leyfisveitanda um. Við höfum vottanir í gæða-, umhverfis- og vinnuöryggisstjórnunarkerfum (ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001) sem tryggir öfluga og hnökralausa þjónustu.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
  • Ráðgjöf vegna matsskyldu
  • Aðstoð við leyfisveitingar vegna framkvæmda
  • Samráðsferli í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
  • Mat á áhrifum framkvæmda á landslag og ásýnd
  • Ráðgjöf tengd starfsleyfisumsóknum
  • Umsjón með umsóknarferlinu
  • Alhliða ráðgjöf á rekstrartíma, vöktun, mælingar og annað sem þarf að upplýsa leyfisveitanda um varðandi rekstur fyrirtækisins

Lágmarkar áhættu og kostnað

Mat á umhverfisáhættu og leyfisferli skarast gjarnan við skipulagsmál og er þetta því flókið og tímafrekt ferli við margar byggingarframkvæmdir. EFLA leitast við að greiða leið viðskiptavina. Ráðgjafar okkar veita verkkaupum alhliða þjónustu sem miðar að því að lágmarka áhættu og kostnað. EFLA aðstoðar viðskiptavini við að uppfylla lagalegar skyldur sínar og sér til þess að framkvæmdir henti vistvænni framtíð.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU