Kolefnisbinding- og geymsla

Kolefnisbinding er tækni sem miklar vonir eru bundnar við í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. EFLA býður upp á sérfræðiþekkingu í hönnun tanka, lagna, bygginga, vinnsluferla og við öll önnur hönnunarverkefni.

Aerial view of some kind of industrial plant, three buildings that are globes connected by pipes, on gravel, moss around the gravel

Samstarf um kolefnisbindingu

Sérstaða Íslands varðandi jarðfræði hefur sett landið í öndvegi alþjóðlegrar samkeppni um þróun kolefnisbindingar. Við hjá EFLU erum stolt af því að leggja okkar af mörkum. Við nýtum sérstæða verkfræðiþekkingu okkar og þekkingu á íslensku landslagi í frumkvöðlaverkefnum og gerum það í nánu samstarfi við sérfræðinga um meðhöndlun koltvísýrings. Við framkvæmum mat á umhverfisáhrifum, áhættumat og lífsferilsgreiningar til að bæta hönnun okkar og tryggja öryggi, sjálfbærni og skilvirkni. Þetta er ferli sem krefst hátækni, mikillar nýsköpunar og einlægrar löngunar til að byggja grænni heim.

Gæði og sjálfbærni

EFLA setur loftslagsmál í forgrunn allra verkefna og gerir það okkur að góðum samstarfsaðilum þeirra sem vinna að kolefnisbindingu. Við leggjum áherslu á að ná hlutleysismarkmiðum í okkar vinnu með endurnýjanlegri orku og hringrásarlausnum. Við tryggjum að öryggi, sjálfbærni og skilvirkni sé í fyrirrúmi í allri hönnun okkar og á öllum sviðum vinnunnar. Verndun jarðarinnar krefst margþættrar sérfræðiþekkingar og nýstárlegrar hugsunar og við erum reiðubúin til samstarfs við fyrirtæki sem deila áherslum okkar um sjálfbærni.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Hönnun á vinnsluferlum við meðhöndlun á CO2
  • Hermun á vinnsluferlum
  • Skilgreiningar á tækjabúnaði
  • Hönnun og prófanir á stjórnkerfum
  • Gerð útboðsgagna

Að auka kolefnisbindingu

Þrátt fyrir að verkefni um kolefnisbindingu séu í virkum gangi á Íslandi er margt sem enn er ókannað. Við hjá EFLU lítum á verkefni okkar á þessu sviði fyrst og fremst sem þróunarverkefni. Rannsóknir, þekkingarleit og viðbragðsflýtir eru ómissandi þættir í öllum ferlum sem tengjast kolefnisbindingu og við leggjum áherslu á að hanna lausnir sem hafa svigrúm til breytinga. Við erum bjartsýn á að verkefni um kolefnisbindingu verði fleiri og stærri þegar fram líða stundir og að tækniþróun á þessu sviði stuðli að grænni framtíð.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU