Stór bygging horft til himins.

Hljóðhönnun fyrir Höfðatorg

ReykjavíkByggingar

EFLA hafði umsjón með alhliða hljóðhönnun í nýbyggingu Höfðatorgs, skrifstofuhúsnæðis Reykjavíkurborgar. Byggingin hefur að geyma mikið af stórum opnum skrifstofurýmum, fundarherbergjum, matsal og móttöku á fyrstu hæð.

Viðskiptavinur
  • Eykt
Verktími
  • 2007 - 2008
Þjónustuþættir
  • Hljóðvistarráðgjöf
  • Hljómburðarhönnun
  • Jarðgöng
  • Verkefnastjórnun
  • Verkeftirlit

Um hvað snýst verkefnið

Hljómburðarlíkan var sett upp af helstu rýmum húsnæðisins. Út frá niðurstöðum líkanútreikninga var nákvæmt magn hljóðísogsefna áætlað ásamt nákvæmri staðsetningu þeirra til að uppfylla sett hönnunarmarkmið. Við hljóðhönnun rýmanna var stuðst við sænskan staðal SS 02 52 68 þar sem kveðið er á um að ómtími opinna skrifstofurýma skuli ekki vera lengri en 0,4 s. Einnig var stuðst við þann staðal við hönnun á matsal og fundarherbergjum. Sett var krafa um að ómtími móttökunnar á fyrstu hæð skyldi ekki vera lengri en 0,5 s.

Með vönduðum hljóðdeyfiklæðningum í lofti og á veggjum ásamt hljóðísogandi skilrúmum voru sett ómtímamarkmið allra rýma uppfyllt skv. niðurstöðum líkanreikninga.

Ómtímamælingar í opnu skrifstofurýmunum voru framkvæmdar eftir að framkvæmdum var lokið og sýndu þær að settum ómtímamarkmiðum var náð.