Hámasturlína á akri.

Háspennulínumastur í Noregi

NoregurOrka

Statnett í Noregi stóð fyrir hönnunarsamkeppni um nýja gerð 420 kV háspennulínumastra sem myndi falla vel inní þéttbýlt hverfi í Osló.

Viðskiptavinur
  • Statnett
Verktími
  • 2016
Þjónustuþættir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA skilaði inn þremur tillögum í keppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan heitir „Stráið“ en „Spíran“ hafnaði í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi við Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS.

Verkefnið fólst í hönnun á nýrri gerð 420 kV háspennulínumastra sem þurftu að uppfylla fyrirfram ákveðnar kröfur frá Statnett. Í verkinu fólst útlitshönnun, burðarþolshönnun, raffræðileg hönnun, kostnaðarmat og myndræn framsetning á tillögunum.

Hlutverk EFLU

Útlitshönnun og framsetning á tillögunum var unnin í samstarfi við Evu Widenoju. EFLA sá um burðarþolshönnun, raffræðilega hönnun, kostnaðarmat og gerð kynningarbæklings.

Ávinningur verkefnis

Statnett leggur mikið uppúr því að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfi sitt. Þetta verkefni er hluti af að framfylgja þeirri sýn.