Likan af brú yfir á.

Forhönnun brúar yfir Ölfusá

SelfossSamgöngur og innviðir

EFLA vinnur að forhönnun nýrrar brúar yfir Ölfusá við Efri-­Laugardælaeyju. Eftir gerð brúarinnar mun hringvegurinn flytjast norður fyrir Selfoss.

Viðskiptavinur
  • Vegagerðin
Samstarfsaðilar
  • Háskóli Íslands
  • Studio Grandi
Verktími
  • Viðvarandi
Þjónustuþættir
  • Hönnun brúa
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Samkvæmt samþykktu skipulagi mun hringvegurinn flytjast norður fyrir Selfoss. Núverandi hengibrú við Selfoss er komin til ára sinna og hefur ný brú yfir Ölfusá við Efri–Laugardælaeyju verið á teikniborðinu frá því um 2010.

Forhönnunarverkefnið felst í þróun á ýmsum útfærsluatriðum í brúarlausninni í samráði við verkkaupa og samstarfsaðila. Brúin er með turni í Efri-Laugardælaeyju og er brúargólfið til beggja átta hengt í hann með köplum úr stáli.

Í forhönnuninni er greindur kostnaður við mismunandi gerðir af turni og gólfi. Turnar úr stáli og steypu eru skoðaðir og nokkrir valkostir fyrir breidd gólfsins og þar með akreinafjölda á brúnni eru metnir.

Jarðskjálftaálag er veigamikill þáttur í hönnunarvinnunni. Það er skilgreint í samstarfi við sérfræðinga Háskóla Íslands. Útfærsla deiliatriða er unnin í samstarfi við arkitekta Studio Granda með það fyrir augum að brúin komi sem best út í umhverfinu.

Gert er ráð fyrir að verkefnið vinnist í áföngum á næstu árum.

Umhverfismál

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar var gert samhliða frumdrögum árið 2010. Flug fugla við brúna verður kortlagt til að meta þörf á að beina þeim frá brúarstæðinu. Unnið er með arkitektum Studio Granda í útlitsmótun brúarinnar sem verður mikið kennileiti á svæðinu.

Brúin hefur ekki áhrif á flóð í Ölfusá.

Hlutverk EFLU

  • Brúarhönnun
  • Verkefnastjórnun

Ávinningur verkefnis

Bætt brúartenging yfir Ölfusá ásamt breyttri legu hringvegar við Selfoss.