Göngubrú yfir á.

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk

ÞórsmörkSamgöngur og innviðir

Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk. Gæta þurfti þess að brúin félli sem best að nánast ósnortnu landslaginu og að brúin stæðist sterka vinda sem blása um svæðið.

Viðskiptavinur
  • Vegagerðin
  • Vinir Þórsmerkur
Verktími
  • 2014 - 2016
Þjónustuþættir
  • Hönnun brúa
  • Umferðarskipulag
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

EFLA, ásamt Studio Granda arkitektum, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk árið 2014. Brúin mun liggja yfir fljótið á milli hraunhellunnar á norðurbakka þess og mikilfenglegra kletta Þórsmerkurmegin. Mannlegra áhrifa gætir að litlu leyti á svæðinu sem er gróðurlítið og sökum þess mun brúin sjást af löngu færi.

Brúin spannar 158 m haf og aðalburðarvirki er tveir „locked-coil“ stálkaplar sem liggja milli undirstaða. Þær eru steyptar á bergið á bökkum fljótsins og akkeraðar niður. Breidd á milli handriða á brúnni er 2,5 m og brúargólfið er úr plönkum úr greni sem festir eru beint á kaplana. Handriðið er úr sívölum stöngum og ryðfríu vírneti sem valið er til þess að lágmarka vindálag.

Tveir aðrir stálkaplar liggja undir brúnni í næstum því láréttum boga til að auka stöðugleika brúarinnar gagnvart vind- og umferðarálagi. Líkan af brúnni í hlutfallinu 1:12 var prófað fyrir vindálagi í vindgöngum hjá FORCE Techonology í Kaupmannahöfn.

Mesti halli brúargólfsins er undir 8% til þess að auðvelda aðgengi fatlaðra, hjólreiðafólks og hestamanna. Brúin er einnig hönnuð til að þola álag frá fullhlöðnum björgunarsveitarjeppa.

Gerð útboðsgagna fyrir brúna er lokið og þess er vænst að framkvæmdir hefjist innan fárra ára.

Umhverfismál

Tekið er mið af því í hönnun brúarinnar að hún sé sem minnst áberandi í ósnortu landslagi á svæðinu. Brúargólfið er úr íslensku greni.

Hlutverk EFLU

  • Val á hönnunarlausn í samstarfi við Studio Granda arkitekta
  • Hönnun á göngubrú úr stálköplum yfir Markarfljót
  • Prófanir á líkani af brúnni í hlutfalli 1:12 í vindgöngum vegna léttleika og lágrar stífni brúarinnar
  • Gerð útboðsgagna fyrir verkið

Ávinningur verkefnis

Brúin stórbætir aðgengi að útivistarperlunni Þórsmörk.