Vegur í sveit.

Vegagerð í Þrændalögum

NoregurSamgöngur og innviðir

Hönnun á 16,5 km löngum vegi, Fv. 715 Keiserås - Olsøy sem er partur af tollvegakerfinu Fosenvegene.

Viðskiptavinur
  • Norska vegagerðin
Verktími
  • 2012 - 2014
Þjónustuþættir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi
  • Hönnun brúa
  • Loftræsihönnun
  • Útboðsgögn og samningar
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Fv. 715 Keiserås - Olsøy er hluti af tollvegaverkefninu Fosenvegene “ei tim' te by'n” sem er í eigu átta sveitarfélaga í Fosen, ásamt sveitarfélaginu Agdenes og sýslunum Norður- og Suður-Þrændalögum. Með verkefninu er ætlunin að auka gæði vegarins fv. 82/155 sem í dag er á svæðinu þannig að leiðin verði aðaltengingin á milli Þrándheims og ytri og nyrðri hluta Fosen. Að verki loknu mun vegurinn fá heitið Fv. 715. Veghlutinn Keiserås - Olsøy er í heild u.þ.b. 16,5 km.

Fyrri hluti leiðarinnar liggur allur innan sveitarfélagsins Leksvik, frá Keiserås til Kråkmo, á mörkum Norður- og Suður-Þrændarlaga, og er u.þ.b. 13 km. Vegurinn fylgir að mestu leyti núverandi vegi fv. 82 með fjórum brúm og einu ræsi á leiðinni. Síðari hluti leiðarinnar liggur frá mörkum Norður- og Suður-Þrændarlaga og til Olsøy, u.þ.b. 3,5 km leið. Tvær brýr eru á þessum hluta leiðarinnar.

Fjölþætt aðkoma EFLU

Verkefnið sneri að gerð verk- og útboðsgagna með teikningum m.t.t. handbókar norsku vegagerðarinnar nr. R700, byggt á skipulagi svæðisins, og hönnun tveggja brúa á fyrri hluta leiðarinnar og tveggja brúa á síðari hluta leiðarinnar.

Omundvågbrú er 50 m löng brú í þremur höfum, útfærð sem plötubrú úr uppspenntri steinsteypu með sigplötu og endavegg með vængjum í hvorum enda.

Breilielvbrú spannar 19 m langt haf milli stólpa með 2,5 m haf frá hvorum stólpa til brúarenda. Brúin er útfærð sem plötubrú úr uppspenntri steinsteypu með sigplötu og endavegg með vængjum í hvorum enda.

Olsøybrú er í þremur höfum, 11-16-11 m, og er útfærð sem plötubrú úr járnbentri steinsteypu.

Skaudalbrú er 90 m löng brú í þremur höfum gerð úr samverkandi virki. Þversnið brúarinnar er með tvo stálbita og steypta samverkandi plötu.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun vega, 7,5 m á breidd, u.þ.b. 16,5 km
  • Hönnun gatnamóta, aðreinar og fráreinar
  • Brúarhönnun, Omundvågbrú, 50 m
  • Brúnarhönnun, Breilielvbru, 19 m
  • Brúarhönnun, Olsøybru, 38 m
  • Brúarhönnun, Skaudalbru, 90 m

Ávinningur verkefnis

Framkvæmdirnar bættu vegakerfi í Þrændalögum.