Mynd af Reykjavík tekin úr lofti.

Kolefnisreiknir

ReykjavíkSjálfbærni og umhverfi

Nú er hægt að reikna út kolefnisspor einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Að kolefnisreikninum standa EFLA og OR og geta allir áhugasamir notað reiknirinn sér að kostnaðarlausu.

Viðskiptavinur
  • Orkuveita Reykjavíkur
Verktími
  • 2019
Þjónustuþættir
  • Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun
  • Kolefnisspor og kolefnisbókhald
  • Matarspor
  • Samfélagsábyrgð
  • Umhverfistjórnun
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Kolefnisspor er mælikvarði fyrir beina og óbeina losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Kolefnisreiknirinn sýnir eina gerð umhverfisáhrifa, þ.e. stærð kolefnisspors, en hafa skal í huga að önnur umhverfisáhrif vegna athafna mannsins eru ekki síður mikilvæg eins og súrnun sjávar, eyðing auðlinda og áhrif á líffræðilega fjölbreytni, svo einhver dæmi séu tekin.

Kolefnisreikninum er skipt upp í þá neyslu- og lifnaðarhætti sem hafa mest áhrif á kolefnissporið, þ.e. vörur, þjónustu, ferðamáta,matvæli og húsnæði. Ferðavenjur skipta miklu máli því meginhluti samgangna hér á landi knúinn jarðefnaeldsneyti en val okkar varðandi mataræði, vörur og þjónustu hefur einnig mikil áhrif á kolefnissporið. Í samanburði við önnur lönd hefur orkunotkun húsnæðis vegna hitaveitu og rafmagns hins vegar lítil áhrif á kolefnissporið því bæði rafmagnsnotkun og upphitun húsnæðis á Íslandi er með umhverfisvænni og endurnýjanlegri orku. Með því að auðvelda fólki til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu og lifnaðarhætti er stigið mikilvægt skref í baráttunni gegn loftslagsvánni.

Teikning af Íslandi.

Kolefnisreiknir EFLU og OR finnur kolefnisspor einstaklinga m.v. íslenskar aðstæður.

Hafið séð frá ströndu.

Umhverfismál

Til að sporna gegn hnattrænni hlýnun vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og til að halda losun innan 1,5°C markmiðs í samræmi við ítrustu markmið Parísar· samkomulagsins í loftslagsmálum er nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Kolefnisreikninum er ætlað að varpa ljósi á kolefnisspor þeirra sem búa á Íslandi og benda á leiðir til að draga úr kolefnissporinu.

Hlutverk EFLU

Sem leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í samfélagslegri ábyrgð , vistvænum lausnum og útreikningum á kolefnisspori sinnti EFLA því hlutverki í verkefninu.

  • Söfnun og greining niðurstaðna úr vistferilsgreiningum fyrir neyslu
  • Söfnun upplýsinga um matarvenjur og tenging við gagnagrunn Matarspors
  • Þátttaka í þróun reiknis og viðmóts
  • Þátttaka í forritun vegna útreikninga í kolefnisreikni

Ávinningur verkefnis

Með kolefnisreikninum geta allir fundið sitt kolefnisspor út frá íslenskum aðstæðum, borið niðurstöðurnar saman við aðra og við markmið Parísarsamkomulagsins um að stöðva hnattræna hlýnun við 1,5°C. Kolefnisreikninum er ætlað að stuðla að vitundarvakningu almennings um neyslumynstur og benda á leiðir til að minnka kolefnissporið.