Hreyfiafl til góðra verka
Fagþing Samorku | Hveragerði | 23.-24. maí 2024

Erindi og kynningarbás
EFLA tekur þátt á Fagþingi Samorku sem haldið er dagana 23.-24. maí á Hótel Örk í Hveragerði. Starfsfólk EFLU verður á staðnum með kynningarbás og einnig verður starfsfólk með erindi á mismunandi málstofum.

Drónar í orkuverkefnum
Fimmtudagur | 23. maí | kl. 13:00 – 13:15
Þröstur Thor Bragason
Erindið nær til nokkurra þátta sem tengjast öflun og miðlun gagna með drónum og hvernig þau nýtast í orkuiðnaðinum.
Farið verður yfir hvernig drónaþjónusta EFLU hefur þróast úr litlu teymi sérfræðinga yfir í stóran hóp með fjölbreytta sérfræðiþekkingu og -menntun. Sagt (og sýnt) verður frá áhugaverðum verkefnum víðsvegar um landið.
Lýst verður vinnu við gerð stafrænna tvíbura sem nýtast við ástandsskoðun mannvirkja og hvernig það hefur áhrif á áætlanagerð og öryggi þeirra sem framkvæma skoðunina.
Einnig verða sýnd dæmi um óhefðbundna framsetningu á hönnun og hvernig róbotar og hestar tengjast því máli.

Þróun raforkuverðs á Íslandi
Föstudagur | 24. maí | kl. 9:40 – 9:50
Ágústa Steinunn Loftsdóttir
Kynnt verður skýrsla sem EFLA var að gefa út um raforkuverð. Skýrslan er samantekt á gögnum sem EFLA hefur safnað um áratugaskeið um raforkuverð til heimila og fyrirtækja, ásamt samanburði við raforkuverð erlendis.
Í skýrslunni er farið í verðmyndun raforku, verð á heildsölumarkaði, kauphöll raforku, flutningstöp, jöfnunarorkumarkað, verð upprunaábyrgða og virkni markaðar með upprunaábyrgðir, þróun meðalverðs upprunaábyrgða, næsta-dags markaðsverð (Nord Pool), raforkuverð til fyrirtækja og samanburður við Evrópu, einkum Noreg og Þýskaland.
Farið verður nokkuð ítarlega í verð til heimila og fyrirtækja á Íslandi, skipt eftir veitusvæðum og sölufyrirtækjum, og verðþættir skoðaðir, s.s. flutningur og dreifing, söluverð og opinber gjöld.

Orkuöryggi á Suðurnesjum á tímum eldsumbrota
Núverandi staða og ný nálgun til uppbyggingar áfallaþolins raforkukerfis
Föstudagur | 24. maí | kl. 10:00 – 10:15
Hjörtur Jóhannsson
Erindið nær til tveggja þátta tengdum orkuöryggi samfélagsins á Suðurnesjum á tímum eldsumbrota á Reykjanesskaga:
Farið verður yfir hvort núverandi kerfi getur tekist á við alvarlegustu sviðsmyndir tjóna af völdum eldgosa í núverandi eldgosahrinu. Skoðað er hvort hægt væri að halda úti búsetu og atvinnustarfsemi á Suðurnesjum í eðlilegri mynd í kjölfar atburða sem valda varanlegu tjóni á heitavatns- og rafmagnsframleiðslu í Svartsengi. Einnig er farið yfir hvert áfallaþol orkuinnviða á Suðurnesjum verður, þegar framkvæmdaáætlanir Landsnets hafa gengið eftir.
Lýst verður vinnu við þróun nýrrar aðferðafræði sem miðar að því að auka áfallaþol raforkukerfisins á Suðurnesjum gagnvart eldsumbrotum. Markmiðið er að stuðla að uppbyggingu raforkukerfis þar sem stakur atburður (eldgos) muni ekki ógna orkuöryggi samfélagsins á Suðurnesjum.
Þröstur Thor Bragason
Miðlunarfræðingur.
Drónar í orkuverkefnum.
Ágústa Steinunn Loftsdóttir
Eðlisfræðingur.
Raforkuverð á Íslandi.
Hjörtur Jóhannsson
Raforkuverkfræði.
Núverandi staða og ný nálgun til uppbyggingar áfallaþolins raforkukerfi.