Viltu starfa með okkur?
Kjarni EFLU samanstendur af starfsfólkinu og þekkingu þess. Við leggjum áherslu á að fólki líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til framþróunar.
Störf í boði 4
Við getum boðið upp á störf óháð staðsetningu
Um EFLU
EFLA er þekkingarfyrirtæki með hátt í 50 ára sögu sem og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU og hér starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsfólks til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði og leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Í því skyni starfrækjum við öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Auk þess bjóðum við upp á störf óháð staðsetningu þar sem því verður við komið.
Ferli ráðninga
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en þeir sem koma til greina í störf sem losna fá boð um atvinnuviðtal. Allir stjórnendur hafa aðgang að almennum umsóknum á sínu sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og stjórnendur hafi samband vegna umsókna þeirra.
Almennar umsóknir eru í gildi í tólf mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að tólf mánuðum liðnum.
EFLA er sífellt að leita að áhugasömu og hæfileikaríku starfsfólki. Í umsókninni getur þú valið hvar þú vilt starfa og einnig hvað þú vilt starfa við.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, mannaudur@efla.is
EFLA leitar að öflugum starfsmanni með reynslu af hönnunar- og verkefnastjórnun í samgöngutengdum innviðaverkefnum á Samfélagssvið fyrirtækisins. Viðfangsefnin felast í verkefnastjórnun fjölbreyttra hönnunarverkefna, þar sem tækifæri gefast til að vinna að krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi.
Helstu verkefni:
- Verkefna- og hönnunarstjórnun samgöngutengdra verkefna
- Þróun, útfærsla og eftirfylgni með samgöngutengdum innviðaverkefnum
- Samstarf við hönnunarteymi, samstarfs- og hagsmunaaðila
- Greining og lausn áskorana í tengslum við innviðaverkefni
- Áætlana- og skýrslugerð
- Kynningar fyrir hagsmunaaðilum
Hæfniviðmið:
- Menntun sem nýtist í starfi, byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
- Reynsla af hönnunar- og verkefnastjórnun samgöngutengdra verkefna á hönnunarstigi
- Góð samskiptahæfni og lausnarmiðuð hugsun
- Sterk færni í verkefnastjórnun og skipulagningu
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking í notkun hönnunarforrita t.d. AutoCad, M.Project o.fl. er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Nánari upplýsingar veitir Inga Berg Gísladóttir, mannauðssérfræðingur inga.berg.gisladottir@efla.is
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn
Nánari upplýsingar um stefnur EFLU
EFLA leitar að hæfileikaríku starfsfólki með þekkingu og reynslu í hönnun umferðarmannvirkja til að starfa á starfsstöðvum fyrirtækisins. Viðkomandi kemur til með að taka þátt í fjölbreyttum hönnunarverkefnum gatna, vega og stíga. Starfsstöðvar EFLU eru m.a. í Reykjavík, Akureyri, Akranesi, Egilsstöðum og Selfossi.
Helstu verkefni:
- Hönnun og skipulag gatna, vega og stíga
- Þátttaka í þróun og útfærslu á umferðarmannvirkjum
- Samstarf við hönnunarteymi og ytri samstarfsaðila
- Hönnun og verkefnastjórnun
Hæfniviðmið:
- Menntun sem nýtist í starfi, byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
- Reynsla af hönnun gatna / samgönguverkefna
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, ásamt lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla í notkun hönnunarforrita t.d. NovaPoint, Civil3D, AutoCad o.fl.
- Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Nánari upplýsingar veitir Inga Berg Gísladóttir, mannauðssérfræðingur inga.berg.gisladottir@efla.is
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn
Nánari upplýsingar um stefnur EFLU
Óskir þú eftir starfsnámi getur þú fyllt út umsókn og við höfum samband ef svigrúm er til staðar.
Um EFLU
EFLA er þekkingarfyrirtæki með hátt í 50 ára sögu sem og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU og hér starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsfólks til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði og leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Í því skyni starfrækjum við öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Auk þess bjóðum við upp á störf óháð staðsetningu þar sem því verður við komið.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, starf@efla.is