Viltu starfa með okkur?

Kjarni EFLU samanstendur af starfsfólkinu og þekkingu þess. Við leggjum áherslu á að fólki líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til framþróunar.

Störf í boði 2
Við getum boðið upp á störf óháð staðsetningu
Um EFLU
EFLA er þekkingarfyrirtæki með hátt í 50 ára sögu sem og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU og hér starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsfólks til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði og leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Í því skyni starfrækjum við öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Auk þess bjóðum við upp á störf óháð staðsetningu þar sem því verður við komið.
Ferli ráðninga
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en þeir sem koma til greina í störf sem losna fá boð um atvinnuviðtal. Allir stjórnendur hafa aðgang að almennum umsóknum á sínu sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og stjórnendur hafi samband vegna umsókna þeirra.
Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.
EFLA er sífellt að leita að áhugasömu og hæfileikaríku starfsfólki. Í umsókninni getur þú valið hvar þú vilt starfa og einnig hvað þú vilt starfa við.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, mannaudur@efla.is
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila sem hefur brennandi áhuga á mannvirkjagerð til að sinna hönnun og eftirliti með bygginga- og veituframkvæmdum. Um er að ræða starf á Suðurlandi í öflugu fagteymi bygginga. Ef þú hefur auga fyrir smáatriðum, mikla útsjónarsemi og færð ánægju út úr því að vinna í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi, þá viljum við gjarnan heyra frá þér.
Helstu verkefni
- Eftirlit með byggingaframkvæmdum
- Eftirlit með veituframkvæmdum
- Öryggiseftirlit
- Samningar og eftirfylgni verklegra framkvæmda
- Byggingastjórn
Hæfniviðmið
- Háskólamenntun í byggingarfræði, tæknifræði eða byggingarverkfræði
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Reynsla af verkefnisstjórnun
- Byggingastjóraréttindi eru kostur
- Reynsla af öryggiseftirliti er kostur
- Reynsla af ACC og sambærilegum verkefnavefjum er kostur
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði EFLU.
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn
Nánari upplýsingar um stefnur EFLU