Krefjandi verkefni eru okkar sérstaða

Framúrskarandi lausnir sem styrkja innviði, auka velsæld og sjálfbærni samfélaga.


Prosjekter

Efnahagsleg áhrif orkuskipta

Verkefnið fólst í að meta þau efnahagslegu áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta.

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum

EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.

Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði

Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu.  EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.

Vök Baths | Náttúrulaugar

EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.


Fréttir

EFLA tekur þátt í ráðstefnu í Þýskalandi

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, mun taka þátt í ráðstefnunni Þýskaland og Ísland um hreina orku – Germany-Iceland Clean Energy Summit.

Lesa meira

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU 2022

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar auk tölulegra upplýsinga um rekstur fyrirtækisins. Hægt er að skoða vefsvæði skýrslunnar og á rafrænu formi.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Blogg

Hugleiðingar um flóðalíkön

Flóð eru viðburðir sem við heyrum af alltaf annað slagið hérlendis, hvernig flóð sem það gætu verið. Flóð geta átt sér mismunandi uppruna, sjávarflóð, flóð frá árfavegum, innviðabrestir, sem og flóð frá uppfullu fráveitukerfi, svo eitthvað sé nefnt.

Lesa færslu

Sjá allar færslur


Þjónusta
Látum verkin tala

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Við ráðgjafar- og verkefnavinnu eru vistvænar áherslur og sjálfbærni ávallt höfð að leiðarljósi.

Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólk leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.

Þjónusta EFLU

Verkefni

Fjölbreytt verkefni

EFLA er lykilþátttakandi í að breyta samfélögum í þeim tilgangi að bæta lífsgæði fólks, þróa mikilvæga innviði og auka arðbærni atvinnulífs.  

Mestum árangri náum við með okkar ráðgjöf, þjónustu og nýsköpun í gífurlega fjölbreyttum verkefnum innanlands og erlendis.

Sjá verkefni
Vinnustaðurinn

Fólkið okkar

Starfsfólk okkar er verðmætasta auðlindin og byggir EFLA framlag sitt á öflugum mannauði og víðtækri þekkingu í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 

Hugrekki, samvinna og traust eru áherslur sem við höfum að leiðarljósi í starfi okkar og leggur grunninn að fyrirtækjamenningu EFLU.