EFLA verkfræðistofa
Vinnum saman að framúrskarandi lausnum.
Prosjekter
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu. EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.
Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.
Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ný göngu- og hjólabrú sem tengir saman Selja- og Fellahverfi í Breiðholti var tekin í notkun haustið 2018. EFLA sá um verkfræðihönnun brúarinnar ásamt hönnun göngu- og hjólastíga.
Ölgerðin | Sjálfvirknikerfi fyrir pökkun
EFLA vann að úrbótum á sjálfvirknikerfi Ölgerðarinnar, svokölluðum þjörkum (róbótum), sem pakkar glerflöskum í kassa eða öskjur og staflar á bretti. Verkið er hluti af stærra verkefni þar sem unnið er að því að auka skilvirkni og áreiðanleika við átöppunarlínu fyrirtækisins.
Scott Monument | Edinborg
Eitt þekktasta kennileiti Skotlands, minnismerkið Scott Monument, stendur á áberandi stað í miðbæ Edinborgar og er afar fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður. KSLD | EFLA Lýsingarhönnun var valin til að hanna lýsingu fyrir þessa fallegu 170 ára gömlu byggingu sem eftir væri tekið.
Fréttir
Skýrsla um ástand innviða
Fjallað er um ástand innviða á Íslandi og framtíðarhorfur í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. EFLA lagði hönd á plóginn við gerð skýrslunnar og voru sérfræðingar EFLU höfundar kafla um fráveitur, orkuflutningsmannvirki og úrgangsmál.
Sjálfbær byggingariðnaður
EFLA hefur alla tíð lagt mikla áherslu umhverfismál og sjálfbærni í verkefnavinnu og eigin rekstri. Sylgja Dögg og Helga Jóhanna hjá EFLU tóku þátt í rafrænum fræðslufundi og ræddu sjálfbærni í byggingarverkefnum.
Lesa meiraBlogg
Getur loftræsing dregið úr smithættu?
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu.

EFLA veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Víðtæk þekking gerir fyrirtækinu kleift að leysa jafnt sérhæfð verkefni og að veita heildarþjónustu með samræmdum lausnum í umfangsmiklum verkum.
Verkefni EFLU teygja anga sína út um allan heim
Slagorð fyrirtækisins er „allt mögulegt“ sem bæði vísar til fjölbreytninnar í starfseminni og þess lausnamiðaða hugarfars sem við viljum viðhafa í nálgun okkar við viðskiptavini og viðfangsefni.
Í sókn á erlenda markaði hefur EFLA einkum horft til verkefna á sviði orkuflutningsmannvirkja, jarðvarma, samgangna og sjálfvirkni í iðnaði.

Fólkið okkar
Starfsfólk okkar er verðmætasta auðlindin og byggir EFLA framlag sitt á öflugum mannauði og víðtækri þekkingu í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínum sviðum.
Hugrekki, samvinna og traust eru áherslur sem við höfum að leiðarljósi í starfi okkar og leggur grunninn að fyrirtækjamenningu EFLU.