Krefjandi verkefni eru okkar sérstaða
Framúrskarandi lausnir sem styrkja innviði, auka velsæld og sjálfbærni samfélaga.
Prosjekter
Efnahagsleg áhrif orkuskipta
Verkefnið fólst í að meta þau efnahagslegu áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta.
Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.
Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu. EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.
Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.
Fréttir
Heimsókn HÍ til EFLU
Í tilefni af 50 ára afmæli EFLU, var kennurum og stjórnendum frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands boðið á morgunfund á Lynghálsi 4 síðastliðinn þriðjudag 19. september. Tilgangur fundarins var að ræða samstarfið milli Háskólans og EFLU, hvernig mætti auka það enn frekar og eins að skoða þarfir atvinnulífsins og fyrirtækja á borð við EFLU til framtíðar með tilliti til menntunar.
Lesa meiraWorld Geothermal Congress 2023
Alþjóðlega jarðvarmaráðstefnan World Geothermal Congress, WCG, fer fram í Peking í Kína dagana 15. – 17. september næst komandi. EFLA tekur þátt í ráðstefnunni ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum á sviði jarðarvarma í gegnum samstarfsvettvanginn Grænvang eða Green by Iceland.
Blogg
Umferðaröryggi skólabarna
Á Íslandi slasast árlega hundraðir einstaklinga í umferðarslysum og þar af eru einhverjir sem látast eða slasast alvarlega. Unnt er að sporna við umferðarslysum á ýmsa vegu en til að ná góðum árangri er mikilvægt að skilja vandamálin til að geta fyrirbyggt slysin. Við slíka vinnu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir slys og að milda afleiðingar þeirra.
Lesa færslu
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Við ráðgjafar- og verkefnavinnu eru vistvænar áherslur og sjálfbærni ávallt höfð að leiðarljósi.
Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólk leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Fjölbreytt verkefni
EFLA er lykilþátttakandi í að breyta samfélögum í þeim tilgangi að bæta lífsgæði fólks, þróa mikilvæga innviði og auka arðbærni atvinnulífs.
Mestum árangri náum við með okkar ráðgjöf, þjónustu og nýsköpun í gífurlega fjölbreyttum verkefnum innanlands og erlendis.

Fólkið okkar
Starfsfólk okkar er verðmætasta auðlindin og byggir EFLA framlag sitt á öflugum mannauði og víðtækri þekkingu í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Hugrekki, samvinna og traust eru áherslur sem við höfum að leiðarljósi í starfi okkar og leggur grunninn að fyrirtækjamenningu EFLU.