Krefjandi verkefni eru okkar sérstaða
Framúrskarandi lausnir sem styrkja innviði, auka velsæld og sjálfbærni samfélaga.
Prosjekter
Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.
Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu. EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.
Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.
Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ný göngu- og hjólabrú sem tengir saman Selja- og Fellahverfi í Breiðholti var tekin í notkun haustið 2018. EFLA sá um verkfræðihönnun brúarinnar ásamt hönnun göngu- og hjólastíga.
Fréttir
Myndir af merkilegum degi
EFLA fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent á þriðjudaginn. Starfsfólk EFLU fjölmennti á Bessastaði þennan dag til að taka þátt í þessum merkilega degi. Ljósmyndari var á staðnum og tók þessar myndir.
Lesa meiraSérfræðingar EFLU komu að gerð nýrrar jarðvarmaspár
Teymi orkumálaráðgjafar hjá EFLU vann að nýrri jarðvarmaspá fyrir árin 2021-2060 sem Orkustofnun gaf nýlega út.
Blogg
Raforkuþörf vegna orkuskipta í skipum
Eldsneytissala til skipa á Íslandi hefur verið í kring um 250 kílótonn af olíu á ári síðustu ár. Þar fyrir utan hafa íslensk skip keypt olíu erlendis, sem samkvæmt tölum Hagstofunnar losar 100 kílótonn á ársgrundvelli.
Þessar tölur gefa okkur vísbendingar um mögulega stærð eldsneytismarkaðar á Íslandi, væri eldsneyti á skip framleitt hér.

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Við ráðgjafar- og verkefnavinnu eru vistvænar áherslur og sjálfbærni ávallt höfð að leiðarljósi.
Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólk leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Fjölbreytt verkefni
EFLA er lykilþátttakandi í að breyta samfélögum í þeim tilgangi að bæta lífsgæði fólks, þróa mikilvæga innviði og auka arðbærni atvinnulífs.
Mestum árangri náum við með okkar ráðgjöf, þjónustu og nýsköpun í gífurlega fjölbreyttum verkefnum innanlands og erlendis.

Fólkið okkar
Starfsfólk okkar er verðmætasta auðlindin og byggir EFLA framlag sitt á öflugum mannauði og víðtækri þekkingu í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Hugrekki, samvinna og traust eru áherslur sem við höfum að leiðarljósi í starfi okkar og leggur grunninn að fyrirtækjamenningu EFLU.