EFLA verkfræðistofa
Vinnum saman að framúrskarandi lausnum.
Prosjekter
Innan handar
Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta fengið ráðgjöf, í síma eða með myndsamtali, frá sérfræðingum EFLU. Veitt er ráðgjöf um flestallt sem tengist framkvæmdum og viðhaldi á íbúðarhúsnæði og ráðlagt um fyrstu skref.
Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.
Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ný göngu- og hjólabrú sem tengir saman Selja- og Fellahverfi í Breiðholti var tekin í notkun haustið 2018. EFLA sá um verkfræðihönnun brúarinnar ásamt hönnun göngu- og hjólastíga.
Ölgerðin | Sjálfvirknikerfi fyrir pökkun
EFLA vann að úrbótum á sjálfvirknikerfi Ölgerðarinnar, svokölluðum þjörkum (róbótum), sem pakkar glerflöskum í kassa eða öskjur og staflar á bretti. Verkið er hluti af stærra verkefni þar sem unnið er að því að auka skilvirkni og áreiðanleika við átöppunarlínu fyrirtækisins.
BREEAM vottun á sjúkrahóteli nýs Landspítala
EFLA var hluti af Spital hópnum sem sá um skipulagsgerð og forhönnun nýs sjúkrahótels Landspítalans við Hringbraut. Hönnun hússins hefur verið vottuð samkvæmt alþjóðlega BREEAM umhverfisvottunarstaðlinum og hlaut húsið hæsta skor sem gefið hefur verið húsi hér á landi hingað til.
Fréttir
Sumarstörf 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá EFLU. Leitað er að efnilegum verkfræði- eða tæknifræðinemendum með framtíðarvinnu í huga.
Lesa meiraNáttúruhamfarirnar á Seyðisfirði
Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfjörð hafa valdið gríðarmiklu tjóni eins og sést í þrívíðu myndbandi sem EFLA hefur tekið saman fyrir Múlaþing og Veðurstofuna. Þar sést svæðið fyrir og eftir hamfarirnar.
Lesa meiraBlogg
Getur loftræsing dregið úr smithættu?
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu.

EFLA veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Víðtæk þekking gerir fyrirtækinu kleift að leysa jafnt sérhæfð verkefni og að veita heildarþjónustu með samræmdum lausnum í umfangsmiklum verkum.
Verkefni EFLU teygja anga sína út um allan heim
Slagorð fyrirtækisins er „allt mögulegt“ sem bæði vísar til fjölbreytninnar í starfseminni og þess lausnamiðaða hugarfars sem við viljum viðhafa í nálgun okkar við viðskiptavini og viðfangsefni.
Í sókn á erlenda markaði hefur EFLA einkum horft til verkefna á sviði orkuflutningsmannvirkja, jarðvarma, samgangna og sjálfvirkni í iðnaði.

Vinnustaðurinn
Starfsfólk okkar er verðmætasta auðlindin og byggir EFLA framlag sitt á öflugum mannauði og víðtækri þekkingu í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínum sviðum.
Hugrekki, samvinna og traust eru áherslur sem við höfum að leiðarljósi í starfi okkar og leggur grunninn að fyrirtækjamenningu EFLU.