Umhverfi afburða hugvits

Kjarni EFLU samanstendur af starfsfólkinu og þekkingu þess. Við leggjum áherslu á að fólki líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til framþróunar.

Teymishugsun út í gegn

Vð hjá EFLU störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að fá til liðs við okkur kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við treystum starfsfólkinu okkar og veitum því tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum sínum.

Við vinnum saman í fagteymum. Teymin eru af ýmsum stærðum og gerðum en öll innihalda þau samstilltan hóp einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf. Í teymum EFLU eru ekki undirmenn og yfirmenn heldur einkennast þau af lifandi verkaskiptingu einstaklinga með ólíkan bakgrunn, styrkleika og starfsaldur í faginu. Þannig fáum við öll tækifæri til að taka ábyrgð, skiptast á skoðunum og þróast áfram í ólíkum hlutverkum innan teyma.

Fólk í fundarherbergi að hlusta á einhvern tala
Brosandi maður snýr að myndavél, kona og karl snúa baki í myndavél. Grænn bakgrunnur
Konur í fundarherbergi, brosandi að ræða saman
Kona að brosa í skrifstofurými
  • Samvinna
  • Þátttaka
  • Samábyrgð
  • Jöfn tækifæri
  • Frumkvæði
  • Metnaður
  • Snerpa

Hugrekki

Öll verkefni eru áskorun um að finna snjallar lausnir - hjá okkur er allt mögulegt.

Samvinna

Við erum samtillt og vinnum náð með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.

Traust

Við byggjum á öflugri þekkingu, reiðum okkur hvert á annað og stöndum við það sem við segjum.

Velgengni fylgir vellíðan

Kona og maður í golfbíl
Tvær konur brosandi með glitrandi bakgrunn
Fólk í kaffi brosandi
Prófílmynd af brosandi manni
Maður í stuði

Vellíðan

Þegar fólkinu okkar líður vel gengur okkur vel. Við hvetjum starfsfólk til að ferðast til og frá vinnu með heilsusamlegum hætti og veitum íþróttastyrki. Einnig heldur starfsfólk uppi virku og afar fjölbreyttu félagslífi gegnum starfsmannafélagið. Ýmsir viðburðir eru á dagskrá hvers árs og lagt er upp úr fjölskylduvænum samverustundum með vinnufélögum. Margar nefndir eru starfræktar og standa þær fyrir námskeiðum, fjallgöngum, tónleikum, leik- og bíósýningum, útilegum og skemmtikvöldum.

Ávinningurinn af öflugu félagslífi er mikill, þannig hittist fólk alls staðar að úr fyrirtækinu, vinasambönd myndast og starfsandinn verður enn betri fyrir vikið.

Skjáskot úr ræktarvídjói

Sveigjanleiki

EFLA leitast við að stuðla að jafnvægi milli einkalífs og vinnu og er vinnutími því sveigjanlegur. Mikil áhersla er lögð á að skapa gott starfsumhverfi. Starfsstöðvar eru í öllum landshlutum og lagt er upp úr góðri samvinnu milli þeirra. Hluti starfsfólks vinnur í fjarvinnu samhliða vinnu á starfsstöð. Unnið er í opnum vinnurýmum en fjölbreytt úrval fundar- og vinnuherbergja er til staðar, bæði fyrir litla og stóra fundi.

Góð samskipti eru lykilatriði og notum við Microsoft Teams sem umgjörð teymisvinnu og samskipta. Tæknin er frábær en kemur þó ekki í stað þess að hittast, slíkt er áfram mikilvægt. Teymi og svið skipuleggja sjálf viðburði og fræðslu fyrir sitt fólk.

Fjölbreytt starfsþróun

Rík áhersla er lögð á að skapa farvegi innan fyrirtækisins sem stuðla að aukinni hæfni hvers starfsmanns. Frumkvæði og ábyrgð hvers og eins á eigin þekkingu og færni skiptir þar höfuðmáli. Við leggjum okkur fram við að skapa uppbyggilegan starfsanda sem byggir á virðingu og góðum samskiptum.

Kona og maður vinna með fartölvu

Hugarfar nýsköpunar

Eitt af lykilverkefnum og áherslum EFLU til að mæta framtíðinni er hugarfar nýsköpunar við úrlausn verkefna. Það felst í því að þróa stöðugt betri lausnir fyrir samfélagið með jákvæðari umhverfisáhrif að leiðarljósi og ýta undir nýsköpunarmenningu á vinnustaðnum.

Starfsfólk er hvatt til að fram með hugmyndir og vinna að fjölbreyttum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, bæði innan EFLU en og með innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Þannig fær starfsfólk stuðning til að meta viðskiptalegar forsendur hugmyndar, finna henni réttan farveg og koma henni í framkvæmd.

Fólk að sitja og hlusta

Það er trú okkar að hvetjandi vinnustaðamenning og teymishugsun ýti undir forvitni og frumkvæði starfsfólks við að leita framsýnna lausna og feta ótroðnar slóðir.

Vilt þú sækja um starf?

Við erum alltaf að leita að áhugasömu og hæfileikaríku starfsfólki. Ef þú vilt slást í hópinn hvetjum við þig til að sækja um vinnu hjá okkur. Hægt er að senda okkur almenna umsókn eða sækja um auglýst störf.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn til okkar um störf.