Samgöngur og innviðir

A view from underneath a pedestrian bridge, a cyclist is on the bridge

EFLA hefur til margra ára sinnt ráðgjöf við samgöngur um allt land. Ráðgjöf okkar nær til allra þátta samgangna, s.s. stefnumótunar, skipulags, umferðarstýringar, umferðargreininga og hönnunar samgönguinnviða – stíga, vega, brúa og hafna.

Hafa samband
A concrete pedestrian bridge and a walking path with wooden rails

Ekkert verkefni er of smátt eða of stórt

EFLA vinnur allar gerðir samgönguverkefna óháð umfangi. Við getum fylgt verkefnum allt frá upphafi til enda; frá forhönnun og umferðargreiningu til gerðar verk- og útboðsgagna. Hjá EFLU starfar stærsta teymi samgöngusérfræðinga á landinu og sérþekking okkar nær til allra sviða samgangna, s.s. samgöngumannvirkja, samgönguskipulags, almenningssamgangna, umferðarspáa og stefnumótunarvinnu í málaflokknum. Við leggjum mikla áherslu á að lausnir okkar hafi umferðaröryggi, sjálfbærni og aðgengi fyrir alla að leiðarljósi og stuðli að því að sem flestir sjái hag sinn í að nýta vistvænan ferðamáta.

Horft til framtíðar

Örugg og skilvirk samgöngukerfi eru hornsteinn í nútíma samfélagi. Þau draga úr ferðaþörf og stytta bæði vegalengdir og biðtíma. Hjá EFLU kappkostum við að nýta núverandi sömgönguinnviði sem allra best en jafnframt hugum við að nýjum lausnum, s.s. að efla deilihagkerfið, styrkja örflæðið, bæta vistvænar samgöngur með hönnun heildstæðra hjóla- og göngustíga, góðum almenningssamgöngum og orkuskiptum í samgöngum. Við setjum fólk og umhverfi í öndvegi við hönnun samgöngukerfa og hvetjum til loftlagsvænna samgangna.

A rendering of a pedestrian bridge crossing the ocean, connecting Reykjavík and Kópavogur.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLA

Andlitsmynd af brosandi konu
Helga J. Bjarnadóttir
  • Samfélag
  • Reykjavík