Greining samgöngukerfa

Samgöngukerfi eru grundvallarþáttur í nútímasamfélagi en gangverk þeirra getur verið flókið. EFLA býður upp á ítarlegar greiningar á fjölbreyttum samgöngukerfum til að auka skilvirkni, öryggi og vistvæni þeirra.

A central intersection is visible from the air and down, we look down on traffic streets that cross, a pedestrian bridge crosses the street on one side, cars on the streets and houses on the other side of the street.

Hnökralausar samgöngur

Höfuðborgarsvæðið er í stöðugri þróun og mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu árum hvort sem litið er til breytinga á gatnakerfi og almenningssamgöngum, uppbyggingar nýrra hverfa eða þéttingar byggðar. Allar þessar breytingar hafa umtalsverð áhrif á gangverk ólíkra samgöngumáta. Því er mikilvægt að beita heildrænni nálgun í greiningu á samspili gatna, einkabíla, almenningssamgangna, göngustíga, hjólreiðaleiða og örflæðis. Sérfræðingar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á því sviði og nýta gagnaöflun, líkanagerð og hugbúnaðarlausnir til að skapa árangursríkar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Þverfagleg nálgun

Ásamt því að beita nýjustu tækni við greiningar á samgöngukerfum er lykilatriði að nálgast þær með réttri aðferðafræði og forsendum. Notuð eru hermunarforritin Visum og Vissim, sem og hágæða gagnaöflun og vinnslukerfi eins og TomTom og MioVision. EFLA er með vottað gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og vinnuvernd (ISO 45001) og því eru gæði og sjálfbærni undirstaða hvers verkefnis. Við greinum, endurbætum og hönnum samgöngukerfi og nýtum til þess reynslu frá þeim fjölbreyttu umferðar- og samgönguverkefnum sem við höfum unnið að til þessa.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Skipulagning og hönnun á göngu- og hjólastígum
 • Skipulag nýrrar byggðar og eldri hverfa
 • Skipulag lóða
 • Stýringar og stefnumörkun bílastæðanotkunar
 • Aðstoð við gerð skipulagsáætlana
 • Gerð samgönguáætlana
 • Valkostagreiningar og forgangsröðun framkvæmda/aðgerða
 • Mat á arðsemi samgönguframkvæmda
 • Þarfagreining og mótun markmiða umferðarskipulags
 • Ráðgjöf um úrbætur á umferðarflæði og aðgengi
 • Útfærsla stoppistöðva almenningssamgangna
 • Öryggisúttektir og rýni á lausnir

Lausnir til framtíðar

Nálgun okkar tekur tillit til heildarmyndarinnar og þeirra samtengdu áhrifa sem ákvarðanir geta haft. Hvort sem um er að ræða hönnunarverkefni eða stefnumörkun sveitarfélaga er lögð áhersla á hagkvæmni, skilvirkni, öryggi og sjálfbærni.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU