Umferðargreining og samgöngumat

Áframhaldandi uppbygging og fólksfjölgun í þéttbýli skapar áskoranir, svo sem aukna umferð. Stöðugt þarf að endurskoða umferðarlausnir og hugsa í nýjum lausnum sem draga úr umferð og skapa lífvænlegt umhverfi.

Umferð í Reykjavík að vetri, horft niður Kringlumýrabraut og í átt að Esju

Alhliða umferðargreiningar og samgöngumat

EFLA vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umferðargreininga. Algengustu verkefnin eru greining umferðar á gatnamótum, annað hvort í tengslum við hönnun nýrra gatnamóta eða endurbætur á núverandi gatnamótum. Verkefnin geta líka snúið að því að greina áhrif uppbyggingar eða breyttrar landnotkunar á gatna- og stígakerfi. Við umferðargreiningu eru notaðar umferðartalningar, mat á umferðarsköpun og umferðarspár.

Í skipulagsverkefnum er mikilvægt að vinna samgöngumat þar sem núverandi samgöngur eru skoðaðar, sem og áhrif á ferðavenjur og umferð, og lagðar fram leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið.

Aðferðarfræði, gögn og tækni skipta máli

EFLA býr yfir mikilli reynslu og þekkingu af umferðargreiningum og umferðarhermun.

EFLA hefur að leiðarljósi að það sé lykilatriði að nálgast umferðargreiningar og lausnir með réttri aðferðarfræði og á réttum forsendum. Við leggjum mikla áherslu á að byggja ákvarðanir á góðum gögnum, s.s. landupplýsingagögnum, og erum leiðandi á Íslandi í öflun umferðargagna, til að mynda með framkvæmd umferðartalninga með myndgreiningu og/eða öflun ferilgagna um ökutæki og hjólandi umferð.

Í minni verkefnum er forritið SIDRA notað til að meta afköst stakra gatnamóta. Í stærri verkefnum eru hermunarforritin VISSIM og VISUM notuð til að skoða stærri umferðarkerfi og samspil fleiri en einna gatnamóta.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Umferðartalningar (Miovision, GoodVision)
 • Umferðargreiningar (Sidra, HCM, Vissum, Visum)
 • Samgöngumat
 • Umferðartækni
 • Mat á umferðarsköpun svæða
 • Afkastareikningar á gatnamótum
 • Hermun á umferð
 • Umferðarspá
 • Samgöngulíkan (höfuðborgarsvæðisins)
 • Úrbætur á núverandi gatnamótum
 • Umferðarljósastillingar
 • Landupplýsingar (ArcGIS)

Vistvænni ferðamátar

EFLA veitir heildarstæðar umferðargreiningar og -lausnir. Með vönduðum umferðargreiningum gerum við viðskiptavinum kleift að taka upplýstar ákvarðanir og velja lausnir sem draga úr umhverfisárhrifum, s.s. með því að efla innviði fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU