Jarðgöng

Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgöngum, bæði vegganga- og vatnsaflsgangagerð. Við veitum sérfræðiþjónustu á öllum stigum jarðgangahönnunar ásamt framkvæmdaeftirliti, ástandsskoðunum og rannsóknum.

Photo taken in tunnels that have been dug into a rock or mountain. A man in safety gear stands on a crane and shines a light on the wall of the tunnel.

Alhliða þjónusta

Sérþekking EFLU liggur í hönnun, eftirliti og styrkingu jarðganga í krefjandi landslagi. Við höfum unnið í fjalllendi í gegnum hart berg, bæði neðanjarðar og neðansjávar. Verkefnaflóran spannar meiri háttar uppbyggingu innviða sem unnin er frá grunni, ásamt úttektum, ástandsmati og endurbótum á eldri jarðgöngum. Þá hefur EFLA annast hönnun rafkerfa og lýsingar og skipulagt fjarskipti, rekstur og hönnun sérsniðinna stjórnrýma fyrir jarðgöng.

Gæði og sérstaða

Jarðgangasérfræðingar EFLU búa yfir mikilli reynslu af íslenskum og norskum aðstæðum til jarðgangagerðar. Breiður þekkingargrunnur nýtist vel milli landa í verkefnum okkar.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Frumhönnun og leiðarval
  • Útboðshönnun og hönnunarstjórn
  • Útboð og verktaka
  • Eftirlit með jarðgangagerð og umsjón á verktíma
  • Rekstur og viðhald
  • Stýrikerfi jarðganga, tæknirými, raflagnir og lýsing
  • Jarðfræðilegar og jarðtæknilegar vettvangsrannsóknir
  • Öryggis- og umhverfismál
  • Frost- og vatnsvarnir
  • Umferðaröryggismál og skiltagerð

Öruggar tengingar

Jarðgöng geta aukið umferðaröryggi og bætt samgöngur í viðkomandi byggðum og haft þannig jákvæð áhrif á samfélagið. Með þekkingu sérfræðinga EFLU verða til traust jarðgöng í krefjandi landslagi sem standast tímans tönn. Við leggjum áherslu á góða verkefnastjórnun og að hönnun og framkvæmd samræmist settum tímalínum og fjárhagsáætlunum.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLA