Sjálfbærni og umhverfi

Lyng - og mosivaxinn steinn í náttúru

Lausnir byggðar á tæknilegri þekkingu gegna mikilvægu hlutverki við að móta sjálfbæra framtíð. Við hjá EFLU höfum yfir 30 ára reynslu af því að aðstoða viðskiptavini við að stýra rekstri á þann hátt að loftslagsáhrifum og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið sé haldið í lágmarki. Saman vinnum við að sjálfbærum lausnum.

Hafa samband
Loftmynd af brú yfir umferðargötu

Við leggjum áherslu á vistferilshugsun

Sjálfbærni hefur verið samofin starfsemi EFLU í áraraðir og höfum við lagt áherslu á að skila lausnum til viðskiptavina sem bæta árangur þeirra hvað varðar sjálfbærni. Við greinum loftslagsáhrif og önnur umhverfisáhrif yfir allan vistferil verkefnis, allt frá hönnun og framkvæmd yfir í rekstur, til að geta skilað lausn með lágmarks umhverfisáhrifum.

EFLA hefur verið leiðandi í innleiðingu nýrrar þekkingar, svo sem útreikningum á kolefnisspori, umhverfisstjórnun í rekstri, vistvænni hönnun og vottun bygginga, vistvænum samgöngum og eflingu hringrásarhagkerfisins. Fagleg ráðgjafaþjónusta okkar tekur á sjálfbærnimálum í stefnumótun, í skipulagsgerð og í umhverfisstjórnun og upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrir fyrirtæki. Við veitum þjónustu á sviði allra gerða vatnsmiðla, við hönnun og rekstur samgöngumannvirkja, en einnig ráðgjöf við úrgangsstjórnun og góð loftgæði. Þverfaglegt teymi EFLU finnur og þróar hagkvæmar og nýstárlegar lausnir fyrir flókin verkefni sem aðstoða viðskiptavini við að minnka kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif þegar til lengri tíma er litið.

Úrlausn

EFLA hefur faglegu og tæknilegu sérþekkinguna, en viðskiptavinir þekkja sína starfsemi. Þess vegna leggjum við áherslu á náið samstarf við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram um að skilja þarfir þeirra og framtíðarsýn. Það er öruggasta leiðin til að tryggja hágæða útkomu sem skilar sér í öllum þremur stoðum sjálfbærni, efnahagslegri, félagslegri og umhverfislegri. EFLA vinnur samkvæmt vottaðri gæðastjórnun (ISO 9001), umhverfisstjórnun (ISO 14001) og stjórnun á heilsu og öryggi á vinnustað (ISO 45001). Auk þess er EFLA aðili að Global Compact samkomulagi Sameinuðu þjóðanna og fylgir tíu meginreglum þess í öllu sínu starfi.

Viðar og steypuklædd bygging í landslagi

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU

Andlitsmynd af brosandi konu
Helga J. Bjarnadóttir
  • Sviðsstjóri
  • Samfélag
  • Reykjavík