Loftslagsmál og kolefnisspor

EFLA er leiðandi ráðgjafi við gerð vistferilsgreininga, útreikning kolefnisspors fyrir vörur, þjónustu eða rekstur og tengda ráðgjöf. Þessi vinna er öll unnin samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum.

Straws and grass in focus in the foreground, background out of focus but you can see it's a meadow in the sun

Útreikningar á kolefnisspori

Hægt er að reikna út loftslags- og kolefnisspor fyrir einstakar vörur eða fyrirtæki á ársgrundvelli. Við útreikninga á kolefnisspori og við gerð vistferilsgreininga (LCA) fylgir EFLA aðferðafræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum, ISO 14040 og ISO 14044, um vistferilsgreiningu og ISO 14067 um kolefnisspor vara. Með greiningunni má bera saman umhverfisáhrif mismunandi vara sem hafa sama hlutverki að gegna. Við útreikninga á kolefnisspori fyrir fyrirtæki eða stofnanir fylgjum við GHG Protocol staðlinum, sem er útbreiddasti staðall heims á þessu sviði. Við fylgjum einnig ISO 14064 um mat á gróðurhúsalofttegundum. Þessir staðlar gera fyrirtækjum og sveitarfélögum kleift að fylgjast með og stýra beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda.

Leiðandi í umhverfisráðgjöf

EFLA er leiðandi í umhverfisráðgjöf. Við fylgjumst með þróun á þessu sviði og getum því þjónustað viðskiptavini okkar miðað við nýjustu og áreiðanlegustu aðferðir hverju sinni. EFLA hefur unnið vistferilsgreiningar og reiknað kolefnisspor fyrir fjölda viðskiptavina á Íslandi og víðar um heim. Rannsóknir okkar á sviði vistferilsgreininga hafa verið birtar í ritrýndum tímaritum. EFLA hefur einnig séð um að útbúa umhverfisyfirlýsingar (EPD) fyrir vörur og fá þær vottaðar af þriðja aðila. Þegar kolefnisspor og vistferilsgreiningar liggja fyrir veitir EFLA viðskiptavinum sínum ráðgjöf um aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum með stöðugar umbætur að leiðarljósi.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Vistferilsgreiningar skv. alþjóðlegum stöðlum fyrir vöru, þjónustu eða kerfi
  • Útreikningur á kolefnisspori vöru eða þjónustu, í samræmi við alþjóðlega staðla
  • Einfaldaðir útreikningar eða skimun á kolefnisspori vöru eða þjónustu
  • Samantekt á kolefnisspori fyrirtækjareksturs í samræmi við GHG Protocol, CDP og GRI
  • Ráðgjöf um skilgreiningu loftslagsmarkmiða og gerð áætlana um kolefnishlutleysi
  • Aðstoð og ráðgjöf við gerð loftslagsyfirlýsinga (Climate Declaration) eða umhverfisyfirlýsinga (Environmental Product Declaration)
  • Ráðgjöf við gerð græns bókhalds og endurskoðun þess
  • Ráðgjöf við gerð útstreymisbókhalds og endurskoðun þess
  • Ráðgjöf við gerð losunarskýrslu, vöktunaráætlunar og kaup á losunarheimildum (ETS)

Framtíð með lægri umhverfisáhrifum

Gagnsæjar, áreiðanlegar upplýsingar um kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif vöru eða þjónustu geta gefið fyrirtækjum forskot á markaði, gert þeim kleift að mæta núgildandi og framtíðarkröfum stjórnvalda og almennings og þróa starfsemina í átt að frekari sjálfbærni. Starfsfólk EFLU leiðir fyrirtæki í átt að grænni framtíð.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU