Umhverfisvöktun

Áreiðanleg umhverfisgögn eru mikilvæg til að meta áhrif starfsemi á umhverfið. EFLA vaktar loftgæði, vatn, skólp og jarðveg fyrir viðskiptavini sína til að þeir geti uppfyllt lagalegar kröfur.

Birds flying on the surface of a sea with frozen mountain in the back

Alhliða eftirlitsþjónusta

Fyrirtæki og stofnanir þurfa að uppfylla strangar lagalegar kröfur í umhverfismálum. EFLA gerir fyrirtækjum mögulegt að sýna fram á árangur gagnvart lagalegum kröfum, með reglulegri umhverfisvöktun. Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu hvað varðar umhverfisvöktun fyrirtækja ásamt greiningu og birtingu gagna. Við höfum komið að mörgum verkefnum á sviði umhverfisvöktunar, uppsetningar og reksturs slíkrar vöktunar, ásamt því að taka saman og greina niðurstöður þar að lútandi. Teymi EFLU sér um sýnatöku, meðhöndlun og greiningu á vatni, frárennsli og jarðvegi, auk þess að veita ráðgjöf um niðurstöðurnar. Þannig getum við fylgst með margvíslegum umhverfisáhrifum.

Gæði og sjálfbærni

Við hjá EFLU leggjum áherslu á sjálfbærni í öllum okkar verkefnum. Við erum sérfræðingar í eftirliti með og aðstoð við að lágmarka umhverfisáhrif til að uppfylla megi lagalegar kröfur og skilmála starfsleyfis. Rannsóknarstofan okkar hefur verið starfrækt í tvo áratugi og þar starfa sérfræðingar í efna- og verkfræði með mikla þekkingu og reynslu í efnagreiningu á vatni, frárennsli og jarðvegi. EFLA sinnir einnig starfsleyfisskyldri umhverfisvöktun urðunarstaða. EFLA starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og stjórnunarkerfi fyrir heilsuvernd og öryggi á vinnustöðum (ISO 45001).

Meðal þjónustusviða eru:

 • Umsjón með umhverfisvöktun
 • Sýnataka og meðhöndlun sýna
 • Efnamælingar
 • Skýrslugerð
 • Vefgátt til birtingar upplýsinga
 • Alhliða ráðgjöf
 • Frárennsli frá matvælaiðnaði
 • Iðnaðarkæling og losunarvatn
 • Skólp sveitarfélaga
 • Loftgæði innandyra, mygla og raki
 • Gas frá urðunarstöðum
 • Mengun og næringarefni í jarðvegi

Umhverfisábyrgð

Hagsmunaaðilar, svo sem almenningur og stjórnvöld, gera auknar kröfur til fyrirtækja og stofnanna um að miðla upplýsingum um áhrif starfseminnar á umhverfið á gagnsæjan hátt. Góð upplýsingamiðlun varðandi umhverfisáhrif reksturs eykur trúverðugleika fyrirtækisins og skapar jákvæða ímynd. Starfsfólk EFLU aðstoðar viðskiptavini við að uppfylla lagalegar skyldur sínar og bæta orðspor sitt.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU