Vatnsveitur

Vatnsauðlind Íslendinga er ein af okkar mikilvægustu verðmætum sem þarf að nýta á skynsaman og vandaðan hátt. Ráðgjafar EFLU í vatnsveitum hafa mikla reynslu af hönnun vatnsveitukerfa og vatnsveitumannvirkja ásamt greiningum og gerð líkana.

Forest lake with pine trees

Alhliða ráðgjafarþjónusta

Með auknum lífsgæðum aukast einnig kröfur til grunninnviða eins og vatnsveitna. Sérfræðingar EFLU í vatnsveitum veita lausnir sem eru byggðar á traustum þekkingargrunni og leggja áherslu á öryggi vatnsveitukerfa ásamt því að tryggja gæði neysluvatnsins. Nálgun okkar felur í sér alhliða greiningu, þar sem við greinum áskoranir og veitum sérsniðnar úrlausnir. Stuðningsstigið sem EFLA býður upp á er allt frá því að vera alhliða til sérstæðra verkefna. Við erum vel meðvituð um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsgeirann og leggjum til lausnir sem tryggja gæði til framtíðar.

Gæði og víðtæk þekking

EFLA leggur áherslu á öruggar vatnsveitulausnir og sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar og leggur metnað sinn í víðtæka þekkingu á vatnsveitum. Þessi mikla sérþekking gerir okkur kleift að beita kerfisgreiningu fyrir stór veitukerfi og leysa flókin vandamál. EFLA sérhæfir sig í stjórnun kerfa og verkefnastjórnun fyrir fjölbreytt veituverkefni. Á nýjum skipulagssvæðum er unnið með skipulagningu veitukerfa og afkastagreiningu frá fyrstu stigum skipulagsins. Við teljum þetta skipta sköpum fyrir árangursríka innleiðingu og ákjósanlega hönnun veitukerfa. EFLA leggur áherslu á kostnaðarhagkvæmni og sjálfbærni í öllum verkefnum.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Hönnun vatnsveitumannvirkja
  • Hönnun vatnsveitulagna og endurnýjun eldri lagnakerfa
  • Uppsetning straumfræðilíkana af vatnsveitukerfum og greiningar
  • Vatnsveitukerfi á skipulagsstigi
  • Uppsetning á vatnsveitulögnum í 3D líkani
  • Utanumhald vatnsveitukerfa
  • Hönnun og ráðgjöf varðandi stýringar og vélbúnað vatnsveitumannvirkja

Vatnsveita til framtíðar

Markmið okkar er að tryggja stöðug afköst vatnsveitukerfa þrátt fyrir áskoranir sem fylgja loftslagsbreytingum og auknu álagi á vatnsból. Við erum ávallt meðvituð um að við verðum að undirbúa vatnsveitukerfin fyrir framtíðina, í takt við aukið álag og breyttar kröfur.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU