Iðnaður

Power system building

Þverfaglegt teymi EFLU telur meira en 60 sérfræðinga sem eru í fararbroddi þróunar í iðnaði og sjávarútvegi. Við erum vel í stakk búin til að lyfta fyrirtækjum til nýrra hæða – í hvaða geira sem þau starfa.

Hafa samband
Automation in industry, robot

Víðtæk iðnaðarþekking

Hjá EFLU nýta sérfræðingar okkar reynslu í margvíslegum geirum eins og sjávarútvegi, álframleiðslu, veitukerfum, gagnaverum, fjarskiptum og matvælavinnslu. Hvort sem vinnan tengist vélfræði, rafmagni, sjálfvirkni, myndgreiningu, þjörkum eða hugbúnaði nýta sérfræðingar okkar tæknilega þekkingu sína til að ná fram markmiðum viðskiptavina. Starf okkar nær yfir valkostagreiningu, hönnun, forritun, gangsetningu, upplýsingakerfi og þjónustu. Við notum nýjustu tækni til að leysa flókin verkefni. Með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi reynum við að lengja líftíma, skapa skilvirkni, tryggja öryggi og ná framúrskarandi árangri í öllum verkefnum.

Gæði og sjálfbærni

Við einblínum á smáatriðin án þess að missa sjónar á heildarmyndinni. Okkur er annt um gæði og vinnum náið með viðskiptavinum frá upphafi verks til enda þess. Við erum reiðubúin að grípa inn í og koma með lausnir þegar við stöndum frammi fyrir óvæntum áskorunum. Með þessum hætti tryggjum við að vinnan haldi snurðulaust áfram. Umhverfisáhrif eru í fyrirrúmi í verkefnum okkar, þar sem við leitumst stöðugt við að hámarka sjálfbærni og hlúa að nýsköpun í þágu grænnar framtíðar. Með sérfræðiþekkingu okkar og stuðningi getur nútíma iðnaður stigið létt til jarðar.

Power plant outside in the snow, clouds in the sky

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU

Portrait of a man, green plants and wooden panel in background

Skúli Björn Jónsson
  • Iðnaður
  • Reykjavík